This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Eiður Ragnarsson 19 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Innlent | mbl.is | 20.12.2005 | 09:55
Jeppar um 32% af daglegri umferðÍ könnun sem umferðarfulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu, í samvinnu við félagseiningar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, kemur í ljós að jeppaeign Íslendinga sé um 20% af öllum bifreiðum landsmanna. Aftur á móti virðist sem um 32% þeirra bifreiða sem eru í umferðinni séu jeppar.
Í rannsóknarverkefni sem gert var á vegum Umferðarstofu kom fram að samband væri á milli drifbúnaðar bifreiða og slysatíðni þar sem eitt ökutæki ætti í hlut (þ.e. útafakstur og bílveltur). Í því rannsóknarverkefni voru skoðuð 3.039 óhöpp á árunum 1998-2003 og sýndu niðurstöður þeirrar rannsóknar að jeppar voru í meirihluta þessara slysa. Samkvæmt upplýsingum úr ökutækjaskrá falla 20% ökutækja undir þennan flokk þ.e. að vera skilgreind sem jeppar. Í framhaldi af þessari rannsókn þótti áhugavert að vita hversu hátt hlutfall jeppabifreiða er úti í umferðinni, þ.e. hvort það hlutfall sé 20%, lægra eða hærra, að því er segir í tilkynningu.
Jeppum hættara við að velta
Könnunin var framkvæmd í maí og ágúst á 22 stöðum á landinu. Talin voru 19.631 ökutæki og var hlutfall jeppa 32% að meðaltali yfir landið eða 6.652 bifreiðar. Niðurstöðurnar benda því til þess að hlutfall jeppa í daglegri umferð sé töluvert hærra en hlutfall jeppa af heildarbílaeign Íslendinga (um 20%).
Samkvæmt skýrslu um tegund drifbúnaðar og slysatíðni sem höfð var til hliðsjónar í þessu verkefni er þrefaldur munur á veltum jeppa/jepplinga og fólksbíla og því nokkuð ljóst að jeppum er hættara við að velta en fólksbílum. Kemur þar líka fram að jeppar lenda frekar í hálkuslysum í dreifbýlinu. Afturhjóladrifnir bílar eru með fæstu slysin hvað varðar veltur, en jeppar með flest. Sennilegasta skýringin er að þyngdarpunktur jeppa er hærri ásamt slaglengri og mýkri fjöðrun.
You must be logged in to reply to this topic.