FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Tekið af mbl.is

by Hafsteinn Sigmarsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Tekið af mbl.is

This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Eiður Ragnarsson Eiður Ragnarsson 19 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 20.12.2005 at 11:14 #196897
    Profile photo of Hafsteinn Sigmarsson
    Hafsteinn Sigmarsson
    Participant

    Innlent | mbl.is | 20.12.2005 | 09:55
    Jeppar um 32% af daglegri umferð

    Í könnun sem umferðarfulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu, í samvinnu við félagseiningar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, kemur í ljós að jeppaeign Íslendinga sé um 20% af öllum bifreiðum landsmanna. Aftur á móti virðist sem um 32% þeirra bifreiða sem eru í umferðinni séu jeppar.

    Í rannsóknarverkefni sem gert var á vegum Umferðarstofu kom fram að samband væri á milli drifbúnaðar bifreiða og slysatíðni þar sem eitt ökutæki ætti í hlut (þ.e. útafakstur og bílveltur). Í því rannsóknarverkefni voru skoðuð 3.039 óhöpp á árunum 1998-2003 og sýndu niðurstöður þeirrar rannsóknar að jeppar voru í meirihluta þessara slysa. Samkvæmt upplýsingum úr ökutækjaskrá falla 20% ökutækja undir þennan flokk þ.e. að vera skilgreind sem jeppar. Í framhaldi af þessari rannsókn þótti áhugavert að vita hversu hátt hlutfall jeppabifreiða er úti í umferðinni, þ.e. hvort það hlutfall sé 20%, lægra eða hærra, að því er segir í tilkynningu.

    Jeppum hættara við að velta

    Könnunin var framkvæmd í maí og ágúst á 22 stöðum á landinu. Talin voru 19.631 ökutæki og var hlutfall jeppa 32% að meðaltali yfir landið eða 6.652 bifreiðar. Niðurstöðurnar benda því til þess að hlutfall jeppa í daglegri umferð sé töluvert hærra en hlutfall jeppa af heildarbílaeign Íslendinga (um 20%).

    Samkvæmt skýrslu um tegund drifbúnaðar og slysatíðni sem höfð var til hliðsjónar í þessu verkefni er þrefaldur munur á veltum jeppa/jepplinga og fólksbíla og því nokkuð ljóst að jeppum er hættara við að velta en fólksbílum. Kemur þar líka fram að jeppar lenda frekar í hálkuslysum í dreifbýlinu. Afturhjóladrifnir bílar eru með fæstu slysin hvað varðar veltur, en jeppar með flest. Sennilegasta skýringin er að þyngdarpunktur jeppa er hærri ásamt slaglengri og mýkri fjöðrun.

  • Creator
    Topic
Viewing 14 replies - 1 through 14 (of 14 total)
  • Author
    Replies
  • 20.12.2005 at 11:40 #536684
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Var akkúrat að lesa þetta rétt áðan. Skyldu þessar upplýsingar standast skoðun? Nú er fjöldi af verkfræðingum og öðrum snjöllum reikningshausum innan okkar raða, hafa þeir tíma til að skoða forsendurnar, sem menn eru að nota til að fá þessar niðurstöður?





    20.12.2005 at 13:42 #536686
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa skýrsluna þá er hún [url=http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/2004_RANNUM_Drifbunadur/$file/tegund_drifbunadar_og_slysatidni_lokaskyrsla_skil.pdf:1jyrvahi]hér[/url:1jyrvahi] á PDF-formi. Þó ekki væri nema fyrir hluta 8.4 (Ökutæki og flokkun þeirra) þá er þetta hressandi lesning.
    Merkilegt samt hvað mbl.is eru snöggir með þetta, þetta kom út í janúar !
    Ég renndi yfir þetta fyrir nokkrum mánuðum og jú þeir tala tillit til ekinna kílómetra og ástandi vega en það vantar gríðarlega mikið upp á að þetta sé fullnægjandi skýrslugerð að mínu mati. Segir mér í raun mjög lítið nema samantekt á tíðni ákveðinna óhappa.
    Sambærilegt en víðtækara er að finna erlendis á vef: http://www.hwysafety.org/srpdfs/sr4003.pdf en þessi linkur virkar því miður ekki lengur :(
    Ég hefði persónulega viljað smá miklu meiri og betri úrvinslu úr gögnunum en væntanlega er þetta fólk að bíða eftir öðrum styrk til að gera það 😉





    20.12.2005 at 15:29 #536688
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    er ekki bara málið það að þeir sem að eru á jeppum eru oftar að keyra á "hættulegri" vegum og svo túrhestarnir sem að eru á Jimny-unum sem að kunna ekki að keyra á malarvegum…held að þessi skýrsla taki voða lítið mark af því…





    20.12.2005 at 20:51 #536690
    Profile photo of Ásgeir Bjarnason
    Ásgeir Bjarnason
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 340

    Sæl veriði

    Ég fór lauslega yfir hvernig raðað er í flokka. Mér finnst það nokkuð varasamar flokkanir

    Dæmi:
    Dodge Ram Van: Jeppi
    Ford Econoline: Jeppi
    Ford Aerostar: Jeppi
    Kia Grand Sportage: Jepplingur
    Suzuki Grand Vitara: Jeppi
    Suzuki Ignis: Jepplingur
    Og það sem mér sárnaði mest:
    Lada Niva: Jepplingur?

    Í þessum lista er auðsjáanlega ekkert samræmi. Hversvegna er Kia jepplingur en Vitara jeppi? Afhverju eru allir þessir sendibílar flokkaðir sem jeppar?
    Einhverntíman var þráður á síðunni þar sem verið var að rökræða það hvaða skilyrði bifreið þyrfti að uppfylla til að mega kallast jeppi, og fannst engin pottþétt niðurstaða á því. Hinsvegar geta ákveðnir bíla stækkað uppí það að vera kallaðir jeppar, sbr. heimsmeta-Fordinn hans Gunna (engum dettur í hug að segja að það sé ekki jeppi), en óbreyttur Ford Econoline er enginn jeppi og ætti ekki að flokka sem slíkan í svona könnun.
    Það er alltaf viðkvæmt efni að fara að flokka bíla, en þetta er með eindemum slæm flokkun.

    Kveðja
    Ásgeir

    P.s. Lada er víst jeppi og jólasveinninn er til!!!





    20.12.2005 at 23:49 #536692
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Það er gefið mál að sendiferðabíll sem er framleiddur á einu drifi og það afturdrifi er enginn jeppi. Með fullri virðingu fyrir IceCool.





    21.12.2005 at 00:19 #536694
    Profile photo of Hjörtur Sævar Steinason
    Hjörtur Sævar Steinason
    Participant
    • Umræður: 89
    • Svör: 1242

    Góðan daginn,
    verið þið nú alveg rólegir,
    ég er sannfærður um það að stærsti hluti veltra jeppa í umferðinni eru bílaleigubílar og þá annsi oft um að ræða útlendinga sem verður á í messunni þegar malbikið er á enda.
    Kveðja Hjörtur og JAKINN.





    21.12.2005 at 00:47 #536696
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Þessi könun á bílum í umferð var í maí og ágúst, en í júlí til ágúst eru fólskbílar meira á ferðinni vegna sumarleifa.
    En þegar aðstæður eru slæmar, ófærð, rok og hálka, þá eru fólksbílanir gjarnan skildir eftir heima og þeir sem virkilega þurfa að ferðast, fara á jéppum og öðrum stærri bílum.
    Tel ég þessa könnun ekki marktæka, ef ekki er tekið mið af þessu.

    Kveðja Dagur





    21.12.2005 at 00:53 #536698
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    hefði kanski getað sagt þessum snillingum að háir bílar séu valtari en lágir ?
    Ég á soldi bágt með að skilja hvaða aðra niðurstöðu hægt sé að draga af þessar könnun.

    guðmundur





    21.12.2005 at 09:11 #536700
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Þau segja sjálf:
    "Þó er ekki hægt að draga þá ályktun að t.d. jeppar séu betri eða verri en fólksbílar eða jeppllingar þar sem notkun þessara ökutækja er ólík. Auk þess er lítill hluti allra slysa skoðaður og ber að taka tillit til þess."

    Tímabilið sem þeir skoða er 01.01.98 – 01.01.04 samtals 3.039 óhöp. Þar sem er talað um maí og ágúst þá er verið að tala um þessa talningu sem Landbjörg gerði en ekki skýrsluna. Hún tekur að ég fæ best séð til 98 – 04.

    Nokkrir gallar:
    * flokkun í viðauka er ábótavant. Það er þó tekið fram í 3.1 að "jeppar" með drifi á einum öxli séu ekki með, þá væntanlega detta stock Econoline út, flokkunin er samt skrítin.
    * ekki er gerð nægjanleg tilraun til að tengja saman notkunarmynstur og slysatíðni. Það hefði t.d. verið hægt að taka úrtak úr bifreiðaskrá, senda viðhorfskönnun á eigandann þar sem hann gefur upp gerð bifreiðar og svarar spurningum um notkun, sbr. Orion könnunina sem var send út og svo mætti spyrja: Við hvaða aðstæður notar þú ökutækið: 1) aðeins við bestu aðstæður 2) oftast við bestu aðstæður, 3) jafnt við allar aðstæður 4) oftast við verstu aðstæður 5) aðeins við verstu aðstæður. Og eitthvað fleira í þeim dúr.
    * lítið er gert til að vinna úr þó þeim upplýsingum sem til eru. Það hefði t.d. verið hægt að nota dreifigreiningu til að meta hvort aðstæður, akstursmagn eða drifbúnaður hefði meiri áhrif á heildarfjöldann. Þessi leikfimi með gröf í Excel er að mér finnst ekki nægjanleg
    * eins og með alla fylgni þá er ekkert sagt um orsakir og skýringar heldur er þetta aðeins lýsandi tölfræði. Sem slíkt svo gott sem það nær.
    * lítill munur gerður að einhverju. Mér finnst óviðeigandi og samræmist ekki þeim rannsóknarhefðum sem ég er alinn upp í að tala um mun sem er upp á 1-3% á milli hópa. Nema annað sé sérstaklega reiknað út finnst mér líklegra að þarna sé um algera tilviljun að ræða.
    …. það er af nógu að taka, bara svona nokkur dæmi.

    Það getur nú samt verið gaman að rýna í þetta og sjá t.d. að afturdrifnir fólksbílar eiga fleiri slys í þéttbýli bæði m.v. heildarfjölda slysa og fyrir hver 1000 skráð ökutæki.

    En jæja, best að fara að keyra framhjóladrifinn fólksbíl í hálku norður í land. Sem er tölfræðilega alveg snarklikkuð hugmynd 😀





    21.12.2005 at 11:38 #536702
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Þeir eru skráðir sem vörubílar og MMC L200 sendibifreið,einnig eru Nissan DC skráðir sem sendibifreiðar en allir þessir bílar eru 4×4 og þeim er breitt mikið eins og allir vita Td Nissan og L200 -33" 35" 38"og Ford 38" 44" 46" hvað þá 49".
    Þannig að það er spurning hvort þessir bílar eru taldir jeppar í þessari könnun eða hvað.
    Ég tek allavega ekki mark á þessu.
    Kv-JÞJ sem ekur ekki jeppa,heldur sendibifreið.





    21.12.2005 at 12:20 #536704
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Jóhannes, í skýrslunni kemur fram að pickupar eru flokkaðir sem jeppar. Mér sýnist að það sé reynt að láta flokkunina spegla notkun á bílunum en ekki notuð flokkunin í bifreiðaskrá (enda er hún handónýt). Það má samt auðvitað deila endalaust um hvað sé rétt flokkun og hvað ekki.
    Það eru margar góðar athugasemdir hér og mér sýnist þau sem gera skýrsluna gera sér grein fyrir að einhverjir anmarkar á þessu. Fjölmiðlamenn gera sér hins vegar ekki alltaf grein fyrir slíku eða kynna það.
    Kv – Skúli





    21.12.2005 at 12:29 #536706
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Sæll Skúli
    Ég er búinn sjá þetta núna,þetta fór alveg framhjá mér hvernig þessu var skipt í flokka.
    Takk.

    Kv-Jóhannes





    21.12.2005 at 13:03 #536708
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    Tilvitnun í umrædda skýslu
    [b:1y2zavj6]"Þó er ekki hægt að draga þá ályktun að t.d. jeppar séu betri eða verri en fólksbílar eða jeppllingar þar sem notkun þessara ökutækja er ólík. Auk þess er lítill hluti allra slysa skoðaður og ber að taka tillit til þess."[/b:1y2zavj6]

    Til hvers var þá könnuninn gerð ?
    þetta ágæta fólk kemst sem sagt að því að könnunin þeirra sé marklaus sem er gott mál og verður að teljas þeim til málsbóta.

    Þvílík tímaeyðsla

    Guðmundur





    21.12.2005 at 14:12 #536710
    Profile photo of Eiður Ragnarsson
    Eiður Ragnarsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 315

    Þar sem ég var nú einn af þeim sem framkvæmdu þessa könnun þá get ég bent á að okkur var það töluvert í sjálfsvald sett hvað bíla við kölluðum jeppa og hvað bílar voru kallaðir fólksbílar.
    Reyndar fengum við lista yfir það hvaða bílar áttu að kallast jeppar, en hann var svona meira til hliðsjónar.
    Ég held að ég geti fullyrt að 44" Econoline var ekki "sendibíll" í þessari könnun né heldur Honda CRV fólksbíll.
    Allavega var það þannig hjá mér, að jepplingar og jeppar fóru saman í flokk.
    Það hefur nefnilega lítið með aksturseiginleika að gera hvort bíllin er með háu eða lágu drifi, bygging bifreiðarinnar hefur mun meira um það að segja.

    Þessi könnun var framkvæmd að frumkvæði umferðarstofu, í samvinnu við SL.

    Svo megum við ekki rugla saman þessari könnun á bifreiðum í umfrerð (sem ég tók þátt í) og rannsókninni á slysatíðninni það er sitthvor hluturinn

    Með Könnunarkveðju
    Austmann





  • Author
    Replies
Viewing 14 replies - 1 through 14 (of 14 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.