This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Ágúst Úlfar Sigurðsson 15 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Ég bið ykkur sem lesa þetta afsökunar en svona er ég bara í seinni tíð viljinn er meiri
en verður minna úr verki…. ÉG hef þjáðst af alvarlegum sjúkdómi sem er að ágerast
og enginn lækning fundist við enn sem komið er. Svona er lysingin á dæmigerðum degi þegar einkennin blossa upp . Ég ákvað einn daginn þvo og bóna bílinn og hélt
áleiðis að bílskúrnum tók þá eftir pósti sem að lá við dyrnar, reif hann upp og lagði frá mér fjarstyringuna að bílskúrshurðinni, sá að þetta var bensínreikningur svo að ég gekk að tölvunni til að borga í heimabankanum þá hringdi síminn og ég fór að leita að símanum, hann var inní eldhúsi, talaði í símann nokkur orð og þegar það var búið hellti ég uppá kaffi og gekk aðeins um gólf, fór inná bað, þar lagði ég frá mér símann þar sem ég þurfti að sinna verkum þar. þá hringdi gemsinn og hann var í vinnuúlpunni við þvottavélina, ég tók upp símann og meðan ég var að tala í hann tók ég eftir fullt af óhreinu taui af mér svo ég setti tauið inní vélina. þar sá ég liggja á gólfinu gömul verkfæri svo að ég ákvað að taka til í þeim og raða í kistuna. þá hringdi dyrabjallan og það var eitt gylliboðið sem ég hafnaði. þarna var kominn tími til að fá sér kaffið en þegar ég sá að sorpskápurinn var opinn ákvað ég að taka ruslið og henda því útí tunnu, þegar ég var kominn út skelltist hurðin á eftir mér og mundi ég þá að ég hafði ekki tekið úr lás. Nú voru góð ráð dyr, hvernig átti ég að komast inn en mundi að svaladyrnar voru alltaf svo illa kræktar svo ég ákvað að fara inn þar, ég var varla komin inn um dyrnar þegar konan kom heim og spurði hvað ég hefði verið að gera, það var fátt um svör ég komst að því að ég hafði ekki komið neinu í verk en verið á fullu allan daginn, búinn að tyna báðum símunum einhversstaðar í íbúðinni, gleymt að drekka kaffið, gleymdi að setja þvottavélina í gang, verkfærinn enn út um allt gólf í geymslunni, bíllinn óþveginn og bónaður og bensínreikningurinn ógreiddur og bílskúrs opnarin eikvers staðar . Eina sem gerðist þennan dag var að ég fór út með ruslið. Svo að það synir sig að þessi sjúkdómur er mjög alvarlegs eðlis og mun vera nefndur: AAA eða ( Aldurstengdur Athyglisbrestur Aldraða) . ( Á þetta líka við ikkur ? )KV;;;; MHN
You must be logged in to reply to this topic.