Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Tappa lofti af bremsum
This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Sævar Örn Eiríksson 16 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.08.2008 at 19:43 #202784
Kvöldið
Ég á í smá vandræðum með að fá bremsurnar í lag á Hiluxnum mínum. Málið er að það er eins og það sé ekkert loft inná kerfinu, er búinn að tappa af og bara vökvi sem kemur, en samt fer pedalinn í gólfið og pumpast ekkert upp. Þarf einhverja séraðferð við að ná lofti af bremsum sem eru með hleðslujafnara eða hvað þetta kallast?
Kveðja
Hjalli -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.08.2008 at 20:46 #627462
Sæll, ertu búinn að tappa af aftasta ventlinum sem er undir pallinum?
14.08.2008 at 20:58 #627464Sælir
Ég losaði allan hringin og endaði á þessum og þetta er farið að gefa eftir loksins en reyndar ekki nóg samt. Ætla að leyfa þessu að síga aðeins og prufa síðan aftur. Þakka þér fyrir;)
Kveðja
Hjalli
14.08.2008 at 21:13 #627466Það þarf stundum að tappa af höfuðdæluni á Hilux, sérstaklega ef þú hefur misst mikin vökva út eins og með brotnu röri eða ónýtri dælu. Það er gert eins og á dælunum nema það er losað uppá rörunum sem fara í fram og afturdekk frá dælu. Annars eru hiluxbremsur meira hægjur en annað.
14.08.2008 at 21:18 #627468Já ég byrjaði á því. Vona bara að skoðunarmaðurinn skilji það að þetta séu bara hægjur, ekki bremsur.
15.08.2008 at 03:15 #627470Ef þig vantar smá auka bremsukraft, þá er hægt að skipta um höfuðdælu og setja eina úr 4runner. Minnir að það sé ekki jafn stór í klafa hiluxnum og í 4runner.
Minn allavegana klossar 44" þannig að hiluxinn ætti allavegana að hægja á sér nokkuð hressilega ef bremsurnar eru í lagi.
Svo er LC80 með eitthvað öflugari dælu ef mig misminnir ekki.
.
Varðandi loftið, hefur yfirleitt dugað mér að pumpa alveg eins og skrattinn þar til allt loft er farið.
Ef það gengur ekki hjá þér er sennilega leki í kerfinu einhverstaðar. Það þurfti bara ÖRLÍTINN leka hjá mér til að valda mjög furðulegum bremsukrafti..
.
Hægjandi kveðjur, Úlfr
E-1851
15.08.2008 at 10:36 #627472Þetta er dísel hilux en málið er að ég næ honum svo illa að aftan. Var að spá hvort það gætu verið einhver gúmmí farin í höfuðdælunni því handbremsan virkar fint sem og dælurnar úti hjól og allt virðist vera í lagi, sé hvergi smit frá rörum eða neinu. En prufa bara að pumpa meira og vona það besta, takk fyrir;)
Kveðja
Hjalli
15.08.2008 at 12:13 #627474Hvað er bíllinn mikið upphækkaður? er búið að færa hleðslujafnarann upp eftir hækkun?
.
Þetta hljómar eins og hallinn á hleðslujafnaranum sé of mikill. Hann á að vera nánast láréttur.
.
kkv, Úlfr
E-1851
15.08.2008 at 13:29 #627476Hertu vel útí áður en þú ferð að eltast við loft
bara tillaga
kv Gísli
15.08.2008 at 13:57 #627478Bíllinn er hækkaður fyrir 38"+. Og stöngin sem liggur í hleðslujafnarann er alveg lárétt þar sem hún liggur að honum. Ég prufaði að taka hana frá og tappa af en það breyttist ekkert. Hreinsaði jafnarann að innan þannig að hann á ekki að sitja á sér. Svo er búið að herða eins vel útí og ég þori. Hiluxgreyið endar bara sem verkstæðismatur. En takk samt fyrir alla hjálpina.
Hilsen
Hjalli
15.08.2008 at 19:48 #627480Nú hef ég átt nokkra hiluxa og þurft að vinna vel í þeim öllum og þar á meðal bremsum og þegar kemur að skálarusli þá borgar sig að skipta öllu innvolsi út ef það er einhver vafi á ástandinu. Það einfaldlega borgar sig ekki fyrir geðheilsuna að fara að lappa uppá svona hestakerrubúnað. Ef þú ert laghentur og vilt halda skálunum þá geturðu sparað þér pening og endurnýjað þær sjálfur og farið á verkstæði til að lofttæma. Hin lausnin er að smíða diskabremsur á hann, þá fyrst fer hann að bremsa eins og bíll að aftan.
15.08.2008 at 20:23 #627482Gæti náttúrulega verið útíherzlan. Mæli með að líta á það, annars getur þú hóað í mig ef þú ert alveg ráðþrota með þetta.
.
Svo fyrir ykkur hina sem eruð að velta fyrir ykkur að bremsa í framtíðinni á hilux/’Runnerum, þá er til kit til að breyta yfir á diskabremsur þar sem bremsusullið af hiluxnum er notað, en þá þarf að möndla helv, handbremsið uppá kassa.
Svo er til annað áhugaverðara kit sem mér líst mun betur á, það er heilfjótandi öxlar að aftan með diskabremsum. Einfalt og þægilegt, en kostar $$$.
En sennilega ekki dýrara en verkstæðiskostnaður við að fá þetta bremsudót í lag.
.
Því miður man ég ekki vefsíðuna í augnablikinu en skal grafa hana upp. Veit þó að Bazzi er með þetta á hreinu.
Edit: Fann síðuna [url=http://www.frontrangeoffroadfab.com/nfoscomm/catalog/:iglgkv13]Front range Off Road[/url:iglgkv13]
.
Föndurkveðjur, Úlfr
E-1851
15.08.2008 at 21:39 #627484og eftir að hafa fengið loft á bremsur Þá varð hann nánast bremsulaus að aftan.Ég var alltaf einn að gera við svo ég var með slöngu ofan í bremsuvökvabrúsann til að lofttæma á dælum. Í þetta skiptið virtist ég ekki losna við loftið af bremsunum fyrr en ég var búinn að pumpa nánast heilum brúsa í gegn um kerfið með þessum hætti og þá út um ventilinn við hleðslujafnarann. Það leiðir hugann að því hvort um loft hafi verið að ræða eða "ónýtan bremsuvökva". Maður hefur jú heyrt um að hann geti orðið ónýtur, en hvernig það gerist veit ég ekki ef ekkert blandast við hann. Kannski hertist líka betur útí með sjálfvirku útíherslunni. En amk komu fínar bremsur á Hiluxinn við þetta hjá mér miðað við að hiluxbremsur eru jú ekki bremsur heldur hægjur eins og sagt var hér að undan. Og já, ég fékk endurskoðun út á lélegar bremsur að aftan og þær voru mjög ójafnar. Þegar ég fór með hann í endurskoðun þá voru bremsurnar nánast jafnar að aftan og komu vel út í prófuninni. Gangi þer vel.
Kv Beggi
15.08.2008 at 22:51 #627486Vill einhver útskýra fyrir mér hvað útíherslubúnaður hefur með fótbremsuna að gera ?
15.08.2008 at 23:10 #627488útíherslubúnaðurinn sem er á skálabremsum að aftan á gömlum jeppum passar að "herða útí" þegar borðarnir slitna, s.s. passa að dælan þurfi ekki að ganga of langt til baka þegar borðar eyðast, stoppa samslagið á kjálkunum. Annars myndi pedallinn ganga of langt niður að gólfi.
örin á þessari mynd hérna bendir á útíherslu-sýstemið:
[url=http://www.4x4wire.com/toyota/maintenance/bleedingbrakes/rear.jpg:1ngrz5jl][b:1ngrz5jl]útíherslubúnaður[/b:1ngrz5jl][/url:1ngrz5jl]þetta er yfirleitt einfaldur tannhjólabúnaður með "eyra" sem sér um að snúa tannhjólunum þegar borðarnir slitna nógu mikið. oft gerist þetta bara ef rifið er í handbremsuna, s.s. hún er notuð til að "herða útí".
15.08.2008 at 23:22 #627490Ég veit hvernig þetta virkar og hafði sömu hugmyndir um samspil útíherslu og fótbremsu og þú þangað til að ég talaði við mikið menntaðan bifvélavirkja sem sagði mér það þetta kæmi fótbremsuni ekki rassgat við. Hann sagði að sjáflvirka útíherslan væri bara fyrir handbremsuna enda virkar hún bara á henni. Það ætti að vera hægt að taka útíhersluna úr bílnum án þess að verða var við það á fótbremsunum. Annars er ég ekki bifvélavirki og veit svosem ekkert um þetta annað en það sem ég hef fiktað með sjálfur og hef ég aldrei getað lagað fótbremsur að aftan með því að herða útí handbremsuna. Aftur á móti verður handbremsan eins og ný.
15.08.2008 at 23:28 #627492Magnað…
alltaf lærir maður eitthvað nýtt. ég hef reyndar lent í þessu líka þegar ég fer að spá til baka… herða útí handbremsuna og hún er fín en alltaf er fótbremsudraslið máttlaust og leiðinlegt. og ég sem héllt ég hefði svona ægilega rétt fyrir mér
15.08.2008 at 23:51 #627494Ætti ekki útíherslan líka að gagnast fótbremsunni, þ.e. minni vökvi þarf að fara um kerfið ef dælan er alveg "útí".
-haffi
16.08.2008 at 00:03 #627496að ég hélt eins og Lárus að útíherslan passaði að bremsuskórnir gengju ekki of langt til baka og þessvegna færi bremsupetalinn ekki að fara lengra og lengra niður í gólfið eftir því sem bremsuborðarnir slitnuðu meira og höfuðdælan þyrfti að spýta minni vökva inn á bremsulælurnar til að bremsa. Kannski hef ég rangt fyrir mér, en ég hugsa nú samt að þú finnir líka mikið menntaða bifvélavirkja sem eru sammála okkur Lárusi um þetta. Að öðru leyti held ég að sjálfvirka útíherslan komi fótbremsunum ekkert við.
Kv Beggi
16.08.2008 at 00:14 #627498Veit ekki hvar þessi bifvélavirki lærði allvega myndi ég ekki ráða hann!!
Borðarnir að aftan eru tengdir saman með gormum sem toga borðana alltaf saman þar á milli er svokallað útíherslujárn (mismunandi í öllum bílum en virkar alltaf eins) það á að halda borðunum eins nálægt skálinni og hægt er án þess þó að borðarnir "dragi" útí skálina ef rétt er stillt þá þurfa þenjararnir (norðlenska) ekki að ganga svo mikið til til að virka á borðana rétt stillt borðabremsa virkar mjög vel.
kv Gísli sem hefur stillt líklega nálægt 1000 borðabremsur:)
Sjálfvirk útíhersla gerir það sama og teingist fótbremsunum en ég hef ekki rekist á eina sem virkar eins og hún á að gera þe að alltaf þerf að forstilla og fylgjast með.
16.08.2008 at 00:41 #627500Ég hef nú alltaf náð hægjum á þetta helvíti fyrir rest, en það kostar MIKLA þolinmæði, og nokkrar umferðir af bremsuvökva.
Mín aðferð er eftirfarandi:
Sílikonslanga (mjúk og þægileg, þéttir vel við aftöppunarstúta, fæs líklega í Landvélum), sett á stút og ofaní brúsa með vökva. Slakað rétt nógu mikið á aftöppunarstútnum til að hann blæði. Alls ekki losa of mikið, þá dregur hann loft til baka þegar slakað er á pedalanum. (Ath. ég er alltaf að vesenast í þessu einn, enda ekki ráðlegt að umgangast mig þegar bremsuviðgerðir eru annars vegar….)
Pumpað slatta, a.m.k. 10 slög á hverju horni bíls.
Losað rétt svo nóg uppá nipplum við höfuðdælu til að það blæði við pumpun, aftan og framan.
Endurtekið.
Svona hefur þetta nú tekist fyrir rest, en er allt annað en skemmtilegt.kv
Grímur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.