This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðni Þór Björgvinsson 15 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Sælir
Ég er að lenda í því á tveim bílum að fá einhver skrýtin stuð í VHF stöðvarnar mínar. Mig langaði að forvitnast hvernig menn væru að leysa þetta, eru menn að setja einhverja truflannaeyða á rafmagnssnúrurnar inní stöðvarnar? Ég er með yaesu stöðvar í báðum bílunum.
Ef ég hækka hraustlega í fyrri bílnum og er að keyra, þá er sífellt suð í stöðinni, jafnvel þótt að hún sé bara á scan. Suðið er stöðugt en tóninn breytist eftir snúningshraða vélarinnar.
Í seinni bílnum kemur þetta fram sem truflarnir á einhverri ákveðinni rás um leið og ég svissa á bílnum án þess að setja vélina í gang. Skiptir engu hvort að það sé slökkt á útvarpi og miðstöð. Jörð og allar tengingar fyrir þessa stöð veit ég að eru til fyrirmyndar þar sem að ég er nýbúinn að leggja allt rafmagnið í bílnum.
Þið sem hafið lent í svona, hvað hafið þið verið að gera?
You must be logged in to reply to this topic.