Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › talsöðvar…
This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Snorri Ingimarsson 16 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
09.02.2008 at 21:46 #201830
daginn…ég er að spá..þar sem að ég er ekki með þessi talsöðvarmál á hreinu spyr ég….
Gufunesstöð er í neið,eða maður nær alltaf til byggða með henni… ? rétt ?
En ég er ekki viss á því hvar munurinn liggur á milli vhf og cb stöðva ?
svar óskast :Þ -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.02.2008 at 16:25 #613648
Ég þekki svosem ekki aðferðirnar við að stilla standbylgju á vhf stöðvum. Hvernig er það gert?
Ps. Sammála AgnarBen, flottur túr. Þakka líka fyrir afnotið af grillinu.
11.02.2008 at 17:34 #613650Notar standbylgjumæli og klippir loftnetið til, þar til standbylgjan er sem lægst.
Mæli með að þú kíkir á einhvert rafeindaverkstæðið og látir mæla þetta fyrir þig.
Múlaradíó eru t.d. mjög fínir hvað þetta varðar einnig Nesradíó og líklegast aukaraf. Veit ekki hvernig RSH er orðið í dag. Svo er náttúrulega radíóraf uppí kópavogi.
kkv, Úlfr
E-1851
11.02.2008 at 17:49 #613652Ég hef verslað við Radíóraf síðan Siggi Harðar hætti með RSH og þeir eru mjög góðir.
Ég spyr nú bara eins og asni, til hvers þarf að standbylgjumæla þegar þú ert að versla talstöð með standard forrituðum rásum (F4x4) og loftnet sem er klippt í rétta lengd þegar þú kaupir það ?
Eru stöðvarnar mismunandi, geta lagnirnar truflað eitthvað eða er verið að klippa loftnetin í vitlausar lengdir í þessum búðum ?
kv
Agnar
11.02.2008 at 18:17 #613654Siggi Harðar er byrjaður aftur að selja stöðvar, fyrirtækið heitir Ferís (minnir mig) og er í kópavogi.
Hvað varðar fjarskipti í Kerlingafjöllum, þá er gott samband við endurvarpa 46 á Þrándi, með stöðinni sem er í stóra húsinu. Þrándur næst ágætlega á Sauðárkrók, Blönduós og mörgum öðrum stöðum. Þegar við vorum þarna á þorrablóti fyrir stuttu hljóp Snorri með víra upp um öll Kerlingafjöll, en náði aldrei neinu sambandi á HFinu.
Góðar stundir
11.02.2008 at 18:20 #613656Sum loftnet eru stillanleg, önnur ekki. Ef loftnið er ekki stillanlegt, þá gefur standbylgjumæling samt til kynna hvort allt sé eins og þá á að vera, lengd loftnets, jarðsamband og aðrar tengingar. Það kemur t.d. stundum fyrir að tengi eru ekki rétt sett á sammiðujukapla. Slíkt getur valdið skemmdum á talstöð, ef reynt er að senda í loftnetskapal sem er ekki í lagi.
-Einar
11.02.2008 at 21:06 #613658Margt hægt að frétta og læra af svona umræðu. En hér að ofan er sagt frá því að okkar ágæti Siggi Harðar sé byrjaður aftur. Það finnst mér fagnaðarefni, því hann veit mörgum í þessu fagi meira um talstöðvar og er sjór af reynslu.
Meðan maður treysti á "Gufunes" stöð var Siggi nánast þyngdar sinnar virði í gulli, svo maður noti nú extreme samlíkingar. Nú þarf maður bara að fá nýjan neðri legg á gamla kvartbylgjuloftnetið fyrir Gufunesstöðina og fara að gangsetja ferlíkið aftur. Spurningin bara hvar maður kemur svona kassa fyrir í bílum nútímans. Það getur orðið þrautin þyngri, var ekki mikið mál í gamla Bronco!
11.02.2008 at 22:17 #613660Fyrst Hlynur er farinn að láta ljós sitt skína, þá er rétt að botna frásögnina og segja frá eins og þetta gekk fyrir sig.
Skíðaskólinn Kerlingarfjöllum eru þannig staðsettur að fjarskipti við umheiminn eru erfið. Skíðaskólinn er í skjólsælum og fallegum dal norðanmegin í Kerlingarfjöllunum, [url=http://www.kerlingarfjoll.is:11tex7he][b:11tex7he]sjá hér.[/b:11tex7he][/url:11tex7he]
Fjarskipti sem krefjast sjónlínusambanda eru því erfið á þessum stað, Tetra næst ekki (e.t.v. getur Þórhallur Ólafsson upplýst okkur um hvort fyrirhugaðir Tetra sendar muni ná á í þennan vinsæla og fjölsótta ferðamannastað), NMT virkar illa eða ekki, VHF næst ekki við aðra endurvarpa en Þránd (sem er í nánast beinni sjónlínu til norðurs), VHF samband næst við bíla á Kili við Innri Skúta og norðar.
HF samband hefur í gegnum tíðina verið eina sambandið til byggða. Þegar skíðaskólinn var starfræktur, var strengt loftnet þvert fyrir dalinn á sumrin og notað með góðum árangri til að ná sambandi við Gufunes og bíla á ferð.
Eftir að NMT kerfið var sett upp tókst að ná NMT sambandi með góðu loftneti ofan á Skíðaskólanum. Nú eru þar 2 NMT símar og HF fjarskipti voru lögð niður þegar vakt hætti í Gufunesi.
Eftir að NMT kerfið fór að dala, þá er NMT samband mikið til hætt að virka í Kerlingarfjöllum. Fyrir 3 vikum (í þingmannferð f4x4) mældist samband á NMT símunum en ekki tókst að hringja nema einstaka sinnum, það var eins og ekki fengist lína. Í þorrablótsferðinni fyrir viku mældist nær ekkert samband á NMT símunum og ekki tókst að hringja úr þeim alla helgina og aðeins eitt símtal náði inn.Fyrir þrem vikum, þegar þingmannaferðin var, dugði því enginn sími annar en Iridium og ég náði líka sambandi á HF (amatörtíðninni 3,633 Mhz) í Borgarfjörð. Þegar við biðum eftir 4×4 hópnum á laugardeginum voru HF fjarskipti þau einu sem við höfðum við hópinn (Dagur í umhverfisnefndinni , TF3DB, var með HF stöð í bílnum hjá sér) þangað til við náðum með VHF þegar hópurinn var komin langleiðina inneftir. Daginn eftir, þegar f4x4 hópurinn var kominn að Ingólfsskála heyrði ég dauft í Degi en þá bar radíóamatör í Borgarfirði skilaboð á milli.
Etv hefði verið hægt að hringja úr Iridium símanum og ná sambandi við Tetra stöðvar eða NMT síma í hópnum á köflum, það hefði hinsvegar þurft að grafa þessi númer upp með símtölum með Iridium símtölum og ærnum kostnaði. Þrátt fyrir litla notkun á Iridium þessa helgi, þökk sé HF, þá er Iridium reikningurinn um 5.000 kr. eftir þessa einu helgi.
Vegna þessa nær algjöra samskiptaleysis í Kerlingarfjöllum við umheiminn höfum við prófað okkur áfram með HF fjarskipti á staðnum, m.a. með nokkrum gerðum loftneta. Yfirleitt hefur náðst sambandi við einhvern þegar við höfðum prófað á 3,633 Mhz (sem er um 80 metra bylgjulengd). Ég hef bæði notað venjuleg bílaloftnet og einnig gert prófanir með vír sem er um 100 m að lengd, eða ca ein bylgjulengd. Með bílaloftnetinu náði ég sambandi við radíóamtöra í Reykjavík og undir Eyjafjöllum. Helgina sem f4x4 kom með þingmennina í Kerlingarfjöll voru skilyrðin erfiðari, þá lagði ég 100 metra vír frá bílnum upp skaflinn ofan við Skíðaskólann og talaði með góðum árangri til Reykjavíkur og víðar.
Í þorrablótsferðinni prófaði ég HF stöð sem ég setti upp inni í Skíðaskólanum með sama vír upp fjallið en það virkaði ekki vel, líklega vegna þess að ekki náðist jarðtenging til mótvægis. Það er tilraunin sem Hlynur vitnar til með góðlátlegu gríni.Vissulega náðist að lykla endurvarpa 4×4 á Þrándi en enginn svaraði þegar kallað var. Okkur dugar illa að lykla endurvarpa í neyð ef enginn er til að svara kallinu. Neyðarhlustun á endurvarpa F4x4 er því mikilvægt verkefni sem getur aukið mjög öryggi f4x4 félaga á fjöllum.
Vitað er að HF fjarskipti eru ekki eins lipur og þægileg og símsamband en á stöðum eins og í Kerlingarfjöllum er það ein af alltof fáum samskiptaleiðum eins og staðan er nú.
Nú eru ekki nema 3 mánuðir í að opnað verði í Kerlingarfjöllum og byrjað að taka á móti sumargestum. Það stefnir í að staðurinn verði algerlega án neyðarfjarskipta í sumar nema komið verði Tetra samband eða sjónlína verði á einhvern langdrægan Vodafone-GSM sendi fyir norðan. Við munum fylgjast með í vor en þrautalendingin getur orðið rándýr Iridium sími því örugg neyðarfjarskipti þurfum við á staðnum.
Snorri
R16 og TF3IK
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.