Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › talsöðvar…
This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Snorri Ingimarsson 16 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
09.02.2008 at 21:46 #201830
daginn…ég er að spá..þar sem að ég er ekki með þessi talsöðvarmál á hreinu spyr ég….
Gufunesstöð er í neið,eða maður nær alltaf til byggða með henni… ? rétt ?
En ég er ekki viss á því hvar munurinn liggur á milli vhf og cb stöðva ?
svar óskast :Þ -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.02.2008 at 21:54 #613608
undir fjarskiptamál. Það er hægt að finna þar ógrynni upplýsinga, því innan raða klúbbfélaga er til fólk með yfirgripsmikla þekkingu á þessu sviði, bæði fagfólk á rafeindasviðinu sem og radioamatöra, sem margir hverjir búa yfir mikilli þekkingu og eru fúsir að miðla henni. – Ég er ekki rétti aðilinn til að svara þinni spurningu að öðru leyti, en við getum í stuttu máli sagt að munurinn milli CB og VHF liggi í tíðnisviði og mótun. VHF er skammstöfun á "Very High Frequency" og er næsthæsta tíðnisvið sem er notað í almennri notkun. Drægi þess er í sjálfu sér takmarkað við sjónlínu, en endurvarpar eins og endurvarpakerfi 4×4 getur aukið drægið verulega. Helsti kostur þess er hreint samband þegar það er á annað borð til staðar.
09.02.2008 at 21:56 #613610þar er fullt af gagnlegum upplýsingum um ótrúlegustu hluti …
09.02.2008 at 22:09 #613612takk þetta er mjög gagnlegt 😉
viðurkenni að ég kom þessu kannski dáldið ansnalega frá mér en var svona aðallega að sækjast eftir hvað hver stöð er..:) hljómar kannski asnalega en eitthvað á þann veginn að cb-stöðvar eru meira fyrir kjaftagang milli bíla,gufunes-stöðvar eru til að ná til byggða o.s.f.v. las mig aðeins til um þetta núna í kvöld,,,er samt ekki allveg með það á hreinu hvað vhf-ið er en leita áfram :=)
09.02.2008 at 22:42 #613614sæll
til að spara þér nokkur spor þá má kannski lýsa þessu svona á einfaldan hátt:
.
CB bílastöð er talstöð sem hentar vel í samskipti á milli bíla sem eru saman í hóp, hentar ekki vel í fjarskipti yfir langar vegalengdir enda engir endurvarpar fyrir þessar stöðvar. Tengingar og loftnet þurfa að vera vel frá gengin til að gæði í tali séu góð. Notendum fækkar ört en tæki mjög ódýr. Hentar alls ekki í neyðarköll til byggða.
.
Gufunes er talstöð sem dregur langt og þarfnast því ekki endurvarpa en krefst aðeins meiri búnaðar í loftnetum og tækjum á bílunum. Mjög fáir notendur, engin formleg hlustun og notendur þurfa radioamatör réttindi til að nota stöðvarnar. Hentar aðeins fyrir mikla áhugamenn um fjarskipti en hentar vel fyrir neyðarköll til byggða ef einhver er að hlusta.
.
VHF er talstöðvarkerfi sem er vinsælast í dag í jeppum, gæði eru mjög góð í tali en þó háð sjónlínu á milli bíla eins og CB. VHF hefur það fram yfir CB að f4x4 rekur endurvarpskerfi sem gerir notendum kleift að sambandi við aðra hlustendur á mun stærra svæði en í sjónlínu frá bíl. Doldið dýr búnaður en virkar. Hentar ekki vel í neyðarköll til byggða.
.
Tetra er í mikilli uppbyggingu núna og er talstöðvar og símakerfi í einu tæki. Er sjónlínu talstövarkerfi eins og VHF og CB en mun nýrri tækni á ferðinni. Endurvarpakerfið er þeim kostum búið að ef þú nærð sambandi við endurvarpa þá getur þú náð sambandi við 112 eða aðra notendur í byggð. Ekki endanlega ljóst hver dreifnin verður ennþá kerfið verður að mestu fullbyggt á þessu ári.
.
CDMA er nýtt símkerfi sem átti að koma í stað NMT en eitthvað er ennþá óljóst hvort af því verður. Hefur einnig gagnaflutningsgetu þannig að þú gætir komist online í gegnum það.
.
Iridium er símtæki tengt í gegnum gervihnött og þú nærð alltaf sambandi með honum. Dýr tæki og dýrt mínútugjald.
.
Að lokum er GSM að koma sterkt inn núna með langdrægum sendum Vodafone en það kerfi er í mikilli uppbyggingu núna. Kemur betur í ljós á næsta ári hvernig framhaldið verður með það.
.
— Ef þú ert græjuóður fáðu þér þá allt, ef þú vilt hafa þetta einfalt en öruggt fáðu þér þá VHF og NMT/Gervihnattasíma.kv
Agnar
09.02.2008 at 23:08 #613616okey,flott er…gott að hafa þetta á hreinu…:)
09.02.2008 at 23:28 #613618Smá athugasemd. Gufunesstöð krefst ekki radíóamatörsréttinda. Gufunesstöð vinnur á 2790KHz (og etv. nokkrum öðrum nálægt þeirri tíðni), telst til HF bandsins og notar SSB mótun (modulation). Hún fellur ekki innan [u:2x3gcp0u][b:2x3gcp0u][url=http://www.ira.is/tidnisvid.html:2x3gcp0u]tíðnisviða amatöra[/url:2x3gcp0u][/b:2x3gcp0u][/u:2x3gcp0u]. Amatörarböndin eru gegnum alla flóruna m.a. VHF og UHF. Amatör vhf er ekki alveg á sama tíðnisviði og vhf rásir fyrirtækja og félagasamtaka hér á landi, en er þó nálægt. Skv. lögum og reglugerðum má amatör vhf stöð ekki hafa 4×4 vhf rásirnar og öfugt.
-haffi
10.02.2008 at 09:28 #613620Á fjöllum þarf þarf þrennskonar fjarskipti, 1) leið til að tala milli bíla, 2) aðferð til þess að kalla á hjálp ef eitthvað ber útaf, og síðast en ekki síst, 3) þá vilja flestir geta látið aðstandendur vita reglulega af ferðum okkar.
Þegar menn ferðast einbíla þá er ekki þörf fyrir millibíla fjarskipti og þegar menn ferðast fleiri saman þurfa ekki allir að vera með búnað fyrir langdrægari fjarskipti.
Ódýrasta leiðin til að tala milli bíla er með PMR446 talstöðvum sem fást víða og kosta örfáa þúsundkalla. Slíkar stöðvar hafa verið notaðar í jeppaferðum á vegum Ferðafélags Íslands, annars hafa íslenskir jeppamenn ekki notað þær mikið. Ekki þarf sérstakt leyfi eða skráningu til að nota þessar stöðvar.
Áður voru CB stöðvar almennt notaðar til að tala milli bíla, eins og með PMR446 stöðvarnar, þá þarf ekki leyfi eða skráningu, en það þarf stór loftnet og stöðvarnar eru straumfrekar þannig að handstöðvar eru óhentugar. Síðan er það stundum til ama að stuttbylgjan sem CB stöðvarnar nota getur við viss skilyrði borist milli landa, sem veldur truflunum. Flestir jeppamenn nota VHF stöðvar til að tala milli bíla, þær geta líka oft gagnast til þess að kalla á hjálp. Af VHF stöðvum þarf að borga árlegt leyfisgjald.
Undanfarna áratugi hafa NMT símar verið notaðir fyrir #3 og #2, þar á undan svokallaðar Gufunes stöðvar. Nú stefnir í að GSM simi með OgVodafone áskrift taki við þessu hlutverki NMT símans.
GSM, eins og önnur fjarskipti á VHF og UHF, er háð sjónlinu. Því duga þau ekki ef menn vilja vera öruggir um að ná sambandi þar sem eitthvað kemur upp á. Þar duga aðeins gervihantta símar (iridium) eða talstöðvar sem vinna á mið- og stuttbylgjum. Eina raunhæfa leiðin til þess að hafa aðgang að slíkum fjarskiptum í dag, er að fá sér leyfi sem radíó amatör.
Skálarnir í Kerlingarfjöllum er dæmi um stað þar sem hvorki Tetra, GSM, NMT né VHF ná sambandi við umheiminn.-Einar
10.02.2008 at 11:28 #613622Maður greiðir ekkert árgjald af VHF, einu skilyrðin eru að vera í Ferðaklúbbnum til að mega hafa rásir klúbbsinns. VHF hefur eina almenna rás sem allir mega hafa óháð klúbbsaðild og ekkert ársgjald.
Uppí Kerlingafjöllum eru mjög slæmt fjarskiptasamband fyrir allar gerðir fjarskipta eins og Einar telur upp, en hann gleymir að telja upp að þar næst ekki heldur samband með HF eða SSB, sem annars er fullyrt að nái allstaðar sambandi. Til að ná sambandi þarf að hlaupa með loftnetsvír uppí fjall fyrir ofan skálana, og fyrst það þarf að hlaupa hvort sem er uppí fjall þá er það mun auðveldara með Tetra handstöð eða GSM síma í vasanum, heldur en þunga vírhönk á bakinu og eiga svo eftir að tengja vírinn við stöðina.
10.02.2008 at 12:44 #613624Sigurður, ég held að þú gerðir sjálfum þér og öðrum greiða með því að sleppa því að tjá þig um hluti sem þau veist [b:4rlooc48]ekkert[/b:4rlooc48] um.
Það er hægt að nota marger gerðir af loftnetum á HF samskiptum, í þingmannaferðinni þá prófaði Snorri (TF3IK) 100 m langan vír, [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=fjarskiptamal/8287#63170:4rlooc48]hér reynslusaga[/url:4rlooc48] þar sem notaður var 40m langur vír. Bílstöngin hans Snorra hefur líka virkað ágætlega, sem og 20 m langur vír sem lagður er á jörðina.-Einar TF3EK
10.02.2008 at 13:17 #613626Sæll Einar!
Áður enn að þú ferð að vera með meira með skítkast út í menn , og þykjast vita allt best sjálfur ættirðu kannski að lesa eftirfarandi.
kv mannijGjöld VHF stöðva.
Póst og Fjarskiptastofnun innheimtir árgjöld af notendum VHF stöðva.
Lýsing:
20 desember 2006 tóku ný lög gildi. Útskýring á lögum 172 :
Ekki er lengur greitt fyrir leyfisgjald pr. talstöð til Póst og Fjarskiptastofnunar.
Tíðnihafi (Leyfishafi) greiðir fyrir hverja rás sem honum er úthlutað.
Gjöld eru innheimt einu sinni á ári
Gjald fyrir landsrás (allt landið) án sítóns er 63,000 kr
Gjald fyrir landsrás (allt landið) með sítón er 25% af 63,000 kr eða 15,750 krGjald fyrir landshlutarás án sítóns er 12,600 kr
Gjald fyrir landshlutarás með sítón er 25% af 12,600 kr eða 3,150 krGjaldskráin eins hún var 1 maí 05.
Innheimt einu sinni á ári :
Stöðvar með sítónsrásum 1.080,-
Stöðvar með rásum án sítóns 1.800,-
Stöðvar með endurvarpa rásum 2.400,-
Fastar Móðurstöðvar 4.000,-Björgunarsveitir eru með umtalsverðan afslátt frá þessari verðskrá en Póst og Fjarskiptastofnun veitir nánari upplýsingar um slíkt.
Skráð skip greiða einungis 2.000 kr einu sinni á ári óháð fjölda stöðva.
Dæmi :
4×4 félagar greiða 2.400 einu sinni á ári
FÍ og Útivistarfélagar greiða 1.080
BJSV félagar sem eiga sínar stöðvar greiða 2.400
Fyrirtæki og stofnanir með sítóns rás(ir) greiða 1.080Verðskráin gildir fyrir hverja talstöð.
Nánari upplýsingar veitir Póst og fjarskiptastofnun.
10.02.2008 at 13:51 #613628Strákar, róið ykkur aðeins, einbeitið ykkur að staðreyndum en ekki skítkasti.
-haffi
10.02.2008 at 15:31 #613630Mér urðu á mistök hér að ofan varðandi árgjald af VHF stöðvum. Það var afnumið með lögum sem sett voru í desember 2006, ég hef marg lesið þessi lög en samt klikkaði ég á þessu.
Kristmann límir hér að ofan inn texta sem er á [b:1m8mfs01][url=http://www.aukaraf.is/newsdesk_info.php?newsdesk_id=21:1m8mfs01]þessari síðu,[/url:1m8mfs01][/b:1m8mfs01] þar stendur að félagar í 4×4 greiði 2400 kr. á ári. Eftir því sem ég best veit þá er þetta ekki rétt, ef eitthver kann skýringu á þessu þá væri gaman að heyra hana.Þó árgjaldið hafi verið afnumið þá er þó nokkuð pengaplokk af VHF stöðvum. T.d. þurfa menn að borga í hvert sinn sem menn vilja bæta við tíðnum í stöðina, bæði til þjonustuaðilans og stundum líka til Póst og Fjar.
Til að gera langa stögu stutta, ef menn ætla að fara á fjöll, þá er lágmarks fjarskiptabúnaður PMR466 stöð í hverjum bíl ásamt GSM síma með OgVoafone korti. Ef menn ætla ekki að hringja annað en í 112, þá má sleppa kortinu. Þegar Vodafone hefur set upp boðaðar stöðvar þá ætti GSM síminn að vera með betri dekkun en Tetra, því Tetra er með innbyggða 56 km fjarlægðar takmörkun, meðan langdrægu GSM stöðvarnar ná í allt að 120 km
Veit einhver hvort 112 getur hringt til baka ef maður er ekki með simkort í símanum?
-Einar
10.02.2008 at 22:00 #613632Þið verðið að afsaka. Hefði kannski átt að hefja nýjan þráð en læt spurninguna vaða. Þarf að stilla stand-bylgju eða eitthvað þess háttar þegar sett er ný vhf-stöð í bílinn ásamt nýju loftneti? hvað ber helst að varast við ísetningu á nýrri stöð? Hef lesið mér til um staðsetningu á lofneti svo að ég er ekki að spyrja um það. Kv. Sveinn
10.02.2008 at 22:32 #613634sæll Sveinn
Nei það þarf ekki slíkar mælingar, aðeins að tryggja að tengingar séu í lagi og þá skiptir mestu að jarðtenging sé góð.
Svo þarftu bara að fá þér rétta lengd af loftneti, annað hvort 5/8 (ca 116 cm minnir mig) eða 1/4 (stubbur ca 40 cm).
kveðja
Agnar
10.02.2008 at 23:29 #613636Ekki stendur á hjálpinni frá þér hvort sem er hér eða í brekkunum. Takk fyrir ábendinguna.
10.02.2008 at 23:33 #613638Nú er ég ekki sammála Agnari. Það má þó vera að ef loftnetið er sett á miðjan topp, og því fylgja leiðbeiningar um lengd vs. tíðni, að það sé í lagi að sleppa standbylgju mælingu.
Þegar ég athugaði standbylgju á mínu loftneti, eftir að hafa notað það í 3 ár, kom í ljós að loftnetið var kolvitlaust stillt. Ég var orðinn hræddum um að ég hefði skemmt stöðina á því að nota hana með vitlaust stilltu loftneti, en ég virðist hafa sloppið með skrekkinn. Það er alltaf vissara að athuga standbylgju, sérstaklega ef loftnetið er sett nærri þakbrún, eða á bretti.
-Einar
11.02.2008 at 08:59 #613640Samkvæmt svari ykkar við spurningunni minni þá ætti ég að vera nokkuð öruggur með loftnetið (5/8) staðsett á miðjum toppi. Keyptið settið hjá Aukaraf, stöð + loftnet, og talaði sölumaðurinn ekkert um að stilla þyrfti standbylgjuna en hann var svo sem ekkert að ausa of mikið úr visku-brunni sínum. En eru menn almennt sammála um að 5/8 loftnetin sé betri en 1/4 ? Sé ekki ástæðu að með lengra en þarf. Var með styttri gerðina síðast og dugði hún flott. En ég er kannski ekki að velta mikið fyrir mér með lengdina á loftnetinu heldur frekar standbylgju.
Kv. Sveinn
11.02.2008 at 10:53 #613642Það er umfjöllun um [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=fjarskiptamal/10773&calendar=2008-02#84827:6sm5kc3y]þessa spurningu hér[/url:6sm5kc3y]
-Einar
11.02.2008 at 11:18 #613644Sæll eik.
Var einmitt búinn að skoða þessa umræðu ásamt að próna mig í gegnum aðrar en hef ekki komist að óyggjandi niðurstöðu með þetta. En takk fyrir ábendingna. Hugsa að ég prufi 5/8 þangað til annað kemur í ljós.
Kv. sveinn
11.02.2008 at 12:37 #613646sæll Svenni
Áttaði mig ekki á því að þetta værir þú, takk fyrir síðast, flottur túr.
Ég var einu sinni í þessum sömu pælingum og þú og fór upp í N1 verkstæðið og bað þá um að ath hvort það væri í lagi með þetta, hvort ekki væri hægt að mæla loftnetið. Gaurinn þar fullyrti að það væri ekkert að mæla, ég ætti bara að tryggja að stöðin væri í lagi og allar tengingar (jörðin) væru í lagi. Meira veit ég ekki um málið …..
Varðandi lengdina þá held ég að þetta skipti engu höfuðmáli ef þú ert með þetta á toppnum. Alla vega fann ég litla breytingu þegar ég skipti út stubbnum fyrir 5/8.
kv
A
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.