This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years ago.
-
Topic
-
Ég ætlaði bara að þakka Lúter og félögum fyrir dráttinn nálægt Hveravöllum í gær.
Það er svona að elta gömul för, engin blámi en þunnt undir og úps!!! komin á kaf í krapa og allt fast. Eftir að vera búinn að puða við að moka og drullutjakkast kallaði ég í stöðinni hvort einhver væri í nágrenninu.
Lúter og félagar voru nokkra km frá (að leika sér í öðrum krapapytti, furðurlegt hvað menn sækja í þessa pytti) og svöruðu að þeir kæmu um leið og þeir losnuðu (ég held nú samt að þeim hafi þótt pínu leitt að þurfa að slíta sig upp úr sínum „eigin“ pytti) og innan skamms birtist Lúter á OFURPATTA, ásamt HiLuxum sem ég því miður veit ekki hverjir voru á.
Og svona til að halda uppi Toy/Nissan rígnum þá var OFURPATTINN hjá Lúther sá eini sem gat hreyft við mínum Patta svo kirfilega var hann skorðaður í skarirnar, ég varð ekki einu sinni var við það þegar HiLuxin kippti í (þá var Lúter í pásu að safna kröftum eftir nokkrar árangurslausar tilraunir). En það tókst og enn og aftur takk fyrir strákar!!Siggi_F
You must be logged in to reply to this topic.