Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Tækninefndin.
This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Grimur Jónsson 17 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.04.2007 at 19:30 #200219
Ég heiti Magnús Sigurðsson og er að sækjast eftir áframhaldandi setu í Tækninefndinni.
Ég er Vélfræðingur að mennt og hef verið sjálfur að breyta jeppum og breytt nokkrum tegundum, hef því nokkuð víðsýna mynd af breytingum. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að passa frelsi okkar í jeppabreytingum. Ef menn vilja vita meira um mig þá endilega skrifið línu.
Kveðja Magnús. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.05.2007 at 06:03 #589738
Hér er ég algerlega sammála Guðmundi. Ef menn ætla að gera þá kröfu að breytinga skoðun tryggi að bíll sé öruggur, þá er það miklu meira en að bæta við nokkrum púnktum í skoðanahandbókinni, þetta er gerbreyting frá því kerfi sem verið hefur og raunar ófyrisjáanlegt hvar það endar. Ég óttast að slíkt myndi þýða endalok breytinga eins og við þekkjum þær, í besta falli myndi kostnaðurinn og skriffinnskan margfaldast.
Þetta kerfi sem við höfum búið við undanfarin 15-20 ár hefur reynst vel, skynsamlegasti kosturinn fyrir okkur er að standa vörð um það. Við getum gert það með góðum rökum, því slysatíðni á breyttum jeppum er lægri en óbreyttum. Það hins vegar misskilningur að halda að þetta þýði að breyttir jeppar séu öruggari en óbreyttir. Það er mikilvægt að menn rugli þessu ekki saman.
-Einar
02.05.2007 at 10:03 #589740Hverjum á að treysta fyrir breytingum
Skoðunarstöðvum ?
Skúli þú segist þekkja dæmi um að breytingar á bílum af einstaklingum séu illa gerðar og af vankunnáttu, þó þær falli undir allar reglur. Gott og vel þá segi ég , ég þekki dæmi um bíla sem var breytt af miklu gróðasjónarmiði eða vankunnáttu á vegum bílaumboðs, þar voru hlutir gerðir sem gera það að verkum að þeir velta gjarnan eru samt valtir fyrir, stýrið hrynur úr sambandi og hjól fjúka undan fyrirvarlaust svo fátt eitt sé nefnt. Hvað vilt þú gera í þessu Skúli. Þarna er miklu meira vandamál á ferðinni en að einn og einn skúrakarl sem er ekki alveg með á hreinu hvort suðan sé köld eða ekki, hann þarf þó að nota bílinn sjálfur og veit því oftast hvað hann er með í höndunum. Myndi hert skoðunarferli taka á þessu ? Nei. Það þarf að treysta fólki til taka ábyrgð á sjálfu sér. Þessi áfangi sem hefur náðst í jeppabreytingum á Íslandi byggist mikið á því að treysta einstaklingum fyrir hönnun og gerð breytinga. Það sem þú er að fara Skúli gengur þvert á það finnst mér. Það þarf að vinna að þessu með það fyrir augum jeppabretingamenn hafi frelsi til að hugsa út fyrir kassann, annars verður bara stöðnun þessu.
X-D
02.05.2007 at 13:26 #589742Mér finnst þetta dæmi sem þú nefna styrkja það enn frekar að eitthvað þurfi að bæta í eftirlitinu. Ef ég kaupi breytingu af verkstæði sem er þannig að bíllinn er óeðlilega valtur, stýrið hrynur úr sambandi og hjól fjúka undan fyrirvarlaust þá keyri ég út í umferðina í góðri trú. Fer síðan í gegnum breytingaskoðun án athugasemda. Þá er eitthvað ekki alveg í lagi.
Eik segir ‘Ef menn ætla að gera þá kröfu að breytinga skoðun tryggi að bíll sé öruggur…’ Mér finnst eiginlega að það sé ekkert EF varðandi þá kröfu, eins hægt að sleppa þessu ef það er ekki málið. Þetta styrkir mig enn frekar í þeirri trú að það sé ekki allt í himna lagi í þessum málum.
Kv – Skúli
02.05.2007 at 14:29 #589744Mín skoðun er að núverandi fyrirkomulag, þar sem menn fá t.d. að breyta bílum, án þess að hönnun breytinganna sé tekin út af verkfræðingum sem hafa sérhæft sig í hönnun bíla, og að allar suður í bruðarvirki bílsins séu myndaðar, sé ásættanlegt.
Þessi skoðun mín byggist m.a. á því að slysatíðni breyttra jeppa er lægri en annara bíla.Það eru til margar aðrar leiðir til þess að fást við fúsk hjá breytingaverkstæðum ( og öðrum verkstæðum ), heldur en að gera hið openbera eftirlitskerfi ábyrgt fyrir öryggi breyttra jeppa. Enfaldasta leiðin væri hreinlega að gera upplýsingar um þessi tilvik aðgengilegar á vefnum.
-Einar
02.05.2007 at 18:20 #589746Að hafa upplýsingar um fúsk og klúður við jeppabreytinga aðgengilegar á vefnum er náttúrleg eitt af því sem þessi vefur snýst um og hefur virkað nokkuð vel til þessa, en það mæti kannski athuga með að gera þetta meira formlega.
02.05.2007 at 21:24 #589748Það hefur verið komið hér inn á ansi margt merkilegt og lærdómsríkt. Líklega stendur upp úr, að þróun bílabreytinga er fráleitt lokið, enda breytast þessir bílar sem verið er að eiga við stöðugt, nýjar týpur koma fram o.s.frv. Það er auðvitað deginum ljósara að meðan við lendum ekki í því sama hér og í USA, þ.e. að mjög takmarkað sé hversu mikið má breyta bílum sem eru í almennri umferð, verðum við að gera okkur ljóst að það er brýnt að breytingar á mikilvægastu þáttum í stjórnbúnaði bifreiðar, þ.e. hemlum og stýrisbúnaði, verða að vera gerðar á þann hátt að það rýri ekki stjórnhæfni þeirra eða séu það illa gerðar að þær bregðist á ögurstundu og bílarnir geti orðið hrein drápstæki, ekki síst gagnvart öðru fólki í umferðinni. Það er ekki nóg að eigandi beri ábyrgðina, hún getur svo sem verið ágæt, en hún færir okkur ekki látið fólk aftur, né bætir alvarlegt líkamstjón. Það var m.a. komið inn á suður hér að ofan og bent á mikilvægi þess að þær séu rétt unnar. Það er auðvitað ekki sama hvað er verið að sjóða frá sjónarmiði öryggis. Við eigum því að ræða þessa hluti með opnum huga án þess að loka okkur fyrirfram inni í einhverju mótþróahorni. M´rr finnst t.d. ákaflega góð fyrirmynd að slíkri umræðu hvernig t.d. Skúli H.Skúlason nálgast þetta hér að ofan auk þess sem ég held að það sé óhætt fyrir marga að lesa með athygli það sem hann Freysi vinur minn segir hér að ofan. Fáir eru honum reyndari á þessu sviði, hvort sem er á sviði ferðalaga eða hönnunar.
03.05.2007 at 00:18 #589750Þegar fjallað er um þetta málefni er gott að gera sér grein fyrir að það er algerlega tvískipt; þ.e. Hönnun annars vegar, og smíði hins vegar.
Hönnunarlega séð er kannski ekki margt nýtt undir sólinni, en þegar svo ber undir að eitthvað er útfært á nýstárlegan máta, t.d. í fjöðrunarbúnaði, stýri eða bremsum, þá er það rýnt nokkuð vel af hönnuðum, smiðum og svo skoðunarmönnum. Þannig held ég að okkur sé ekki mikil hætta búin af þeim þætti.
Smíðin er svo annað mál, þar geta verið á ferðinni hlutir sem líta út fyrir að vera í lagi án þess að vera það, eins og t.d. illa innbrenndar suður, rangt snittaðar gengjur í stýrisbúnaði, óheppilegt efnisval o.s.frv. Meginreglan er nú samt sú, að ef eitthvað lítur út fyrir að vera í lagi, þá er það í lagi.Það er jafnframt það sem við treystum bílaframleiðendum fyrir með þeirra framleiðslu. Hafa þeir aldrei klikkað…..?
Það er nú ekki hver einasta suða mynduð í Japan, alveg sama hvort hún er á samskeytum hluta eða við HLIÐINA á þeim !!
Það er nú bara þannig að það er ekkert fullkomið í okkar ágæta heimi, en að setja upp eitthvert heljarinnar reglufarg vegna þess að einn og einn bílskúrskall er ekki nógu flinkur með pinnann, finnst mér bara fráleitt.
Ég er alveg viss um að ef skoðunarmenn fá skýr skilaboð um að þeir eigi að gera menn afturreka ef þeim blöskrar vinnubrögðin (frá sjónarhóli svokallaðrar faglegrar skynsemi) þá verður þetta aldrei neitt vandamál.
Ef menn eru svo ekki sáttir við þá afgreiðslu mála, þá geta þeir bara borgað fyrir úttekt hjá Iðntæknistofnun til að fá samþykkt, ef þeir vilja. Þar eiga að vera menn með þekkingu á burðarþoli, efnistækni, og með tæki til greininga á þessum hlutum.
Mig grunar að þetta sé akkúrat það sem hægt er að gera í dag, án þess að breyta einum staf í reglum.
Þetta eru engin geimvísindi, eins og Freysi kom inná, bara alls ekki.
kv
Grímur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.