Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Tækninefndin veltibúr
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Sigurðsson 19 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.06.2006 at 18:19 #198074
Ég er einn meðlimur í tækninefndinni og hef verið að spá í veltibúr, mér finnst að jeppar sem eru komin á 44 eða stærra eigi að vera skylda að hafa velribúr. Eða að þegar jeppar eru komnir 90% í heimilaða heildar þyngt þurfi men veltibúr og geti þá dreigið fjaðrandi aukaþyngt frá burðagetu. Við vitum það að stór dekk og hásingar minnka burð jeppans ekki. En ef jeppi veltur þá legst fjaðrandi þyngt ofaná jeppann. 49 tomman á felgum er orðin 500 kg.
Kveðja Magnús -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.06.2006 at 18:45 #554380
bíll kominn yfir 90% heildar þyngdar ef að solleiðis bíll væri svo líka kominn með verltibúr væri ekki góðar líkur á því að hann væri orðinn ólöglegur vegna þyngdar. Svona veltibúr er eingin léttar vara bara með svona pælingu. en mín skoðun á þessum veltibúrum er sú að fólk á bara að ráða því sjálft hvort það vill hafa það eða ekki þetta er nú þeirra líf sem er í húfi ekki þitt nema að þú setjist inn í svona bíl en þá er það líka bara á þina eiginn ábyrgð. en það er kanski annað mál með túrista bíla það mætti kanski skoða það eithvað en með almening þá ætti það bara að stjórna þessu sjálft hvort sem það er á óbreyttum eða á 49" dekkjum.
11.06.2006 at 19:27 #554382Persónulega finnst mér að jeppar eigi að vera með veltiboga eða veltibúr.
.
Það er á mörkunum að hús jeppa geti borið bílinn óbreyttan. Þegar fallhæð er orðin einhver þá (eins og t.d. ef keyrt er fram af hengju) er líklegt að flestir ef ekki allir jeppar leggist saman (ef hann er án veltibúrs eða boga).
.
Tveir kunningjar mínir væru ekki á lífi í dag ef Hiluxinn sem þeir voru á hefði ekki verið með búr.
.
Þetta er ekki aðeins okkar mál því að við erum yfirleitt ekki einir í bílnum, og svo mun ótímabært fráfall okkar líklegast hafa áhrif á miklu fleiri en okkur.
11.06.2006 at 20:23 #554384Ef jeppinn er komin inn í 90 % yrði hægt að draga frá auka þyngd sem er fjaðrandi. Ég er að tala um veltiboga og þá boga fyrir hverja farþeigaröð og tengt á milli boga.
Kveðja Magnús.
11.06.2006 at 20:39 #554386já ok en umferðarstofa er ekkert að draga frá þá þyngt sem er fjaðrandi og því færiru yfir mörkin. en ég er samt á því það á að leyfa einstaklinginum að velja um þetta…
11.06.2006 at 21:23 #554388Ég er að tala um að við myndum fá þetta lögleit og því yrði að fara eftir því, sem sagt ný regla.
Kveðja Magnús.
11.06.2006 at 22:00 #554390Sæl öll
Þetta þykir mér alveg prýðis góð hugmynd.
Oft er ég á móti lögum og reglugerðum og vill ráða mér sem mest sjálfur.
En þegar þetta er orðið spurning um mannslíf, jafnvel mörg á ári þá þykir mér ekkert sjálfsagðra.Reyndar hef ég oft furðað mig á því af hverju þetta er ekki skylda í öllum breyttum jeppum. En það væri sennilega of langt gengið.
Kveðja
Arnór
12.06.2006 at 13:03 #554392Í guðana bænum ekki fleiri reglur takk!!!
Ég held að mönnum ætti alveg að vera treystandi að meta það sjálfir hvort þeir eiga að vera með veltibúr eða ekki.
Kveðja,
Glanni
12.06.2006 at 14:45 #554394Ég er í megin atriðum sammála Glanna, við ættum að vera mjög varkárir þegar kemur að breytingum á reglum um breytingar á jeppum. Það er komin mjög góð reynsla á þær enda hafa þær lítið breyst síðustu 15 árin.
Ég vil hvetja alla þá sem hafa áhuga á öryggismálum að kynna sér nýútkomna [url=http://www.rnu.is/skyrslur/Skyrsla_RNU_2005.pdf:20cbfgas]Skýrslu Rannsóknanefndar umferðarslysa vegna ársins 2005.[/url:20cbfgas]
Þar kemur m.a. fram að 95% banaslysa verða á vegum með steyptu eða bundnu slitlagi, 5% á malarvegum og 1% í torfærum. Ölvun er örsök næstum helmings allra banaslysa árið 2005 og allra þeirra slysa sem urðu í "torfærum" og fjallað er um í skýrslum rannsóknanefndarinnar fyrir tvö síðustu ár. Ég veit ekki hvort það er á verksviði tækninefndar, en ölvunarakstur er mál sem klúbburinn þarf að horfast í augu við, og taka á (áfram gundur!).
En ég er hlyntur því að tækninefndin skoði veltibúr, og hugsanlega mæli með því notkun þeirra við tilteknar aðstæður, ef athugun bendir til þess að það sé æskilegt. Ef ég ætti að giska á hvapð gæti komið út úr slíkri úttekt, þá gæti það verið að mæla með veltibúrum þar sem eigin þyngd breytts bíls er meira en 20% yfir þyngd bíls fyrir breytingar.
Ég held að það sé ekki skynsamlegt að undanskylja ófjaðraða þyngd gagnvart takmörkunum á heildarþyngd. Ófjöðruð þyngd er mjög óæskileg í jeppum eins og öðrum ökutækjum þar sem hún hefur mjög slæm áhrif á aksturseiginleika, sérstaklega á það við um þyngd dekkja. Massi hjólbarða hefur t.d. í för með sér næstum því tvöfalt álag á bremsur, samanborði við massa í yfirbyggingu.
-Einar
12.06.2006 at 15:10 #554396Veltibúr eins og menn hafa verið að setja í suma bíla geta valdið mjög alverlegum slysum á farþegum. Algjört lykilatriði að klæða grindurnar með þar til gerðum fóðringum til að minnka lýkurnar á slíku tjóni.
Veltibúr í keppnisbílum lýtur öðrum lögmálum þar sem farþegar í þeim eru strappaðir niður með 5 punkta öryggisbeltum og með hjálm.
Annars tel ég að þetta sé ekki vandamál og svo sem engin þörf á skylda menn til að setja veltibúr í breytta bíla frekar en óbreytta. Reynslan sýnir það nú bara eins og Einar bendir á.
kv
Rúnar.
12.06.2006 at 17:22 #554398
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Rúnar, þér er mjög tíðrætt um hættur veltibúra. Hefur þú einhver gögn í höndunum er varða aukna slysahættu óvarðra búra vs burðarbita eða annara innviða bíla?
Kv
Magnús
12.06.2006 at 21:27 #554400Ég hef mjög miklar efasemdir um það séu mjög margir 46“ til 49“ löglega skráðir jeppar á götunni. Allt tekið úr jeppanum fyrir viktun og því ólöglegir. Með þessu væri hægt að skrá þessa jeppa löglega.
Men vilja líklega hafa þetta svona áfram? Ég verð kanski að bíða eftir slysi svo hægt væri að setja þetta fram. Veltibúr er ekki hættulegt ef men eru í belti.
Kveðja Magnús.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
