Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Tækninefndin.
This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Grimur Jónsson 17 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.04.2007 at 19:30 #200219
Ég heiti Magnús Sigurðsson og er að sækjast eftir áframhaldandi setu í Tækninefndinni.
Ég er Vélfræðingur að mennt og hef verið sjálfur að breyta jeppum og breytt nokkrum tegundum, hef því nokkuð víðsýna mynd af breytingum. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að passa frelsi okkar í jeppabreytingum. Ef menn vilja vita meira um mig þá endilega skrifið línu.
Kveðja Magnús. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.04.2007 at 21:11 #589698
Ég er með tvær spurningar til þín.
Spurning nr eitt: Nú er ég ekki alveg með á nótunum um hinar ýmsu laga eða reglugerðabreytingar sem voru innleiddar um áramótin. Því spyr ég hverjar eru breytingarnar sem þegar eru innleiddar og hvaða reglugerðum var frestað, eða var einhverjum frestað. Það væri áhugavert að fá svör við þessu, svo maður átti sig alminnilega á því hvað er í gangi.
Spurning nr tvö. Nú hefur Samkeppnisstofnun haft málefni Frumherja til umsagnar. Þ.a.s kaup Frumherja á Aðalskoðun. Sem mun leiða til einokunar ( ekki rétt ) Hefur tækninefnd 4×4 sent samkeppnisstofnun einhverja yfirlýsingu. Eða kannað stöðu mála frekar.
29.04.2007 at 23:06 #589700Ef ég man rétt þá kom inn þetta með breiddaljósin og einig ef að eitthvað er átt við stýrisgang þá þarf að skila inn hjólastilingavotorði. þetta með ljósagrindunar var frestað.
Ég spurðist fyrir þegar skoðunarkaupin voru og komst að því að það væri hjá samkepnisráði. En Tækninefndin hefur ekki sent yfirlýsingu. Hefur stjórn klúpsins sent yfirlýsingu Ofsi.
29.04.2007 at 23:08 #589702Hvur fjandinn eru breiddarljós? Aðalljós?
-haffi (fattlausi)
29.04.2007 at 23:14 #589704Þegar bíl er orðin yfir 210cm á breidd þarf að setja ljós ofan á toppinn.
Kveðja Magnús.
29.04.2007 at 23:34 #589706Nei stjórnin hefur ekkert gert á þeim vettvangi, við skildum það eftir fyrir ykkur. Þá má ekki gera allt fyrir ykkur. Þá verði þið bara ofdekraðir.
Flott með ljósinn alltaf hægt að bæta á sig ljósum.
30.04.2007 at 00:12 #589708Magnús, getur þú frætt mig meira um þetta með hjólastillinguna? Er það fyrir alla jeppa sem fara í sérskoðun eða bara jeppa sem eru nýskráðir eftir einhvern ákveðinn tíma? Mér er þessi krafa a.m.k. óskiljanleg á hásingarbíl þar sem eina stillingin er millibilið og þar er þetta bara aukakostnaður.
kv. Kiddi
30.04.2007 at 07:37 #589710Mig langar til að spyrja þig hver þeir finnast vera brýnustu verkefni tækninefndar næsta árið? Það er auðvitað alltaf gaman að berja á grýlum (og nornum) frá Brussel en eitthvað þarf maður nú að gera þess á milli 😉
30.04.2007 at 09:22 #589712Mín skoðun er sú að eitt af brýnustu viðfangsefnum tækninefndar sé að reyna að forða því að mistökin sem gerð voru þegar sjórn sendi fulltrúa sinn á Kastljós, án samráðs við tækninefnd, endurtaki sig. Magnús setti af stað mjög málefnalega og þarfa [b:1m3612g8][url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/9680:1m3612g8]umræðu um þessi mál[/url:1m3612g8][/b:1m3612g8] á síðasta félagsfundi, sú umræða hélt áfram hér á spjallinu.
Hér er um að ræða miklu stærra mál heldur en kastaragrindur og breddarljós eða hjólastillingar, þetta snýst um það hvort við fáum að þróa breytingar á bílum með svipuðum hætti og verið undanfarin 20 ár, eða hvort búiið verðu tíl nýtt skoðunar og eftirlits bákn, eins og raddir innan klúbbsins hafa verið að kalla eftir, og hagsmunaðilar tegndir jeppabreytingum hafa róið að.-Einar (tækninefnd)
30.04.2007 at 12:29 #589714Það verður eiginlega að segja að við erum löngu búnir að þróa jeppabreytingar til fulls hér á íslandi.
Það má ekki rugla saman þvi að breyta jeppa (boddyhækka og/eða hækka á fjöðrun og breyta stýrisgangi) annars vegar og útbúa bílinn með öllum mögulegum og ómögulegum græum. Það er einfaldlega ekki sami hluturinn. Er ekki málið eindaldlega það að koma þessum þróuðu breytingaraðferðum í reglugerðir og fá viðurkenningu fyrir vel smíðaða hluti. þannig skil ég allavega spurningu Ofsa til Magnúsar að hann sé einfaldlega að prófa hvað hann veit um reglugerðir og athuga hversu fær hann Magnús er til áframhaldandi setu í tækninefnd.Haffi
30.04.2007 at 16:55 #589716Haffi segir:
Það verður eiginlega að segja að við erum löngu búnir að þróa jeppabreytingar til fulls hér á íslandiÞað sem ekki er í þróun er staðnað. Sömu setningu hefði örugglega verið allt eins hægt að segja fyrir 10 árum en samt hefur mikið gerst síðan. Hugsanlega á félagi minn eik m.a. við mig (o.fl.) með raddir innan klúbbsins sem kalla á eftirlitsbákn. Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að breytingaskoðun og almenn skoðun breyttra jeppa (og reyndar bílaskoðun yfirleitt) eigi að vera þannig að hún stoppi af bíla sem eru hættulegir í umferðinni. Of mörg dæmi sýna að svo er ekki, þarna er greinilega eitthvað sem þarf að lagfæra. Frelsi til bílabreytinga stafar meiri hætta af of lélegu eftirlitskerfi heldur en ströngu eftirlitskerfi og ef tækninefndin eða klúbburinn tekur þá stefnu að rugga ekki bátnum og láta eins og allt sé í himna lagi, verður það bara til að gera aðkomu að málunum erfiðari þegar á þeim verður tekið. Það er einmitt það sem gæti orðið til þess að þróunin verði stoppuð.
Það að gera ekkert tryggir ekki endilega að ekkert gerist. Hins vegar ráða þeir sem gera ekkert afskaplega litlu um það hvernig hlutirnir gerast.
Kv – Skúli
30.04.2007 at 20:19 #589718Það er ekki einfalt að verja þann árgangur sem náðst hefur, bæði varðandi ferðafrelsi okkar, og frelsi okkar til þess að breyta og bæta jeppunum. Ég held að það geti allir verið sammála um að það verður ekki best gert með því að gera ekki neitt.
Það eru til margar leiðir til þess að draga úr hættu (sem ég held reyndar að sé stórlega ýkt) sem stafar af illa breyttum jeppum. Það hefur lengi verið mín skoðun að það sé betra að gera þetta með öðrum leiðum heldur en að gerbreyta hinu opinbera skoðunarkerfi, sem hefur reynst vel. Þetta þýðir þó ekki að það þurfi ekki að þróa það kerfi. En ég held að það sé ekki viðeigandi að sækja fyrirmyndir til eftirlits með húsbyggingum, eða keppnisbílum.Ég er líka algerlega ósammála þeirri skoðun að þróun jeppbreytinga sé lokið, því sé allt í lagi að festa allt í reglugerðum.
– Einar
30.04.2007 at 22:35 #589720Kristinn:
Skv. reglunni þarf að skila inn hjólastillingavottorði þegar farið er í stýrisgang. Ég fæ frekari upplýsingar um þetta seinna í vikunni.Tryggvi:
Helsta verkefni tækninefndar er að reyna að fá betra samband við umferðarstofu og reyna að fá upplýsingar um reglubreytingar áður en þær taka gildi. Minn áhugi er sá að reyna að fá aukinn burð skráðann á jeppa svo að menn geti hætt að mæta með falsaða vigtarmiða í skoðun.Haffi og Skúli:
Þessi dæmi um hættulega og illa breytta jeppa í umferðinni sem hafa komist í gegnum skoðun, eru þetta eitthvað meira en sögusagnir? Oft finnst mér eins og menn séu að tala fyrir hönd breytingaverkstæðanna. Ef við tækjum mið af því hvernig breytingarverkstæðin tala um hvert annað þá ætti ekkert ökutæki sem að kæmi þaðan út að fá skoðun.Kveðja Magnús
01.05.2007 at 01:43 #589722það er þetta tvent sem tækninefnd verður að beita sér að nú á næstu vikum.
Jeppar í dag eru fæstir með stuðara heldur eitthvað plastdrasl. Til að geta ekið upp úr klakaám er nausynlegt að setja einhverj styrkingu framan á bílinn. t.d. grillgrind.
Grillgrind, við getum gert þá krófu að grillgrind skuli vera formuð eftir lagi bílsins og engin útstæð brún skuli hafa minni radíus en 5mm. sem gerir það af verkum að það eru engin hvöss horn.
það að banna grillgrindur er slgerlega út í hött eins og jeppar eru byggðir í dag.
það eru margar tæknilegar forsendur fyrir að leyfa að hækka heildarþyngd jeppa. þeir þurfa að fjaðra ,bera og bremsa. það eru engin geimferðavísindi í þessu. hásingar þurfa að bera bílinn, hásingarrörið burðarlega, það er hægt að reikna það út. hjóllegur er hægt að reikna út sk. stöðlum frá leguframleiðendum. nýjir gormar eða fjaðrir er lika hæagt að fá mælda. Bremsur er hægt að mæla á bremsuprófunartæki bifreiðaskoðunnar.
ég held að við´ættum aldrey þessu vant að fara að dæmi Norðmanna og leyfa aukna heildarþyngd, ef menn skifra um Gorma eða fjaðrir og skifti um bremsudiska og setja betri diska til að bæta bremsugetuna.
01.05.2007 at 10:56 #589724Það er mikilvægt að verja eða auka þann rétt sem við höfum til að breyta bílum. Ég held að leiðin sé að reyna að víkka út reglurnar ekki bæta við þær eða þreyngja þær. Mér finnst þetta vera svolítið rangar áherslur. þetta eru ekki þau atriði sem sem við þurfum að hafa áhyggjur af í þessu. Þetta með að þurfa að skila inn hjólastillingarvottorði er eitt af því við eigum að reyna að stoppa. það eykur kostnað við jeppabreytingar og þyngir þær í vöfum. Eitt sem við ætum líka að reyna að vinna í er að leifa dekkjaskurð, og setja saman einhvern reglu ramma um það, það er eitthvað sem margir eru að gera en er bannað með lögum. Enn annað er sem þarf að vinna í eru hæð ökuljósa, ef fara ætti alveg eftir lögum þá þyrfti að lækka ljós á flest öllum breyttum jeppum eins vantar heimild til að setja breiddar ljós í staðin fyrir að færa aðaljósker nær útbrún ef þau eru of langt frá útbrún. Svona mætti lengi telja í óþörfum reglum sem takmarka frelsi til jeppabreytinga.
Það er ekki mikill ávinningur fyrir jeppamenn að fá að hækka burðargetu jeppa sem eru of þungir fyrir. Þróun í jeppabreytingum fer ekki fram á slíkum farartækjum. Vissulega er til í því að men séu með eitthvað gáfulegt í höndunum. En það sem er að reka á eftir þessu núna eru oftast jeppar sem hafa lítið að gera á fjöll. Ég er líka ekki alveg að skilja hvað kengúrugrindur hafa með jeppabreytingar að gera, að reyna að keyra upp á skari með því að stanga þær með svona grind er ekki alveg að virka í minni sveit að minnsta kosti og bara ávísun á meira tjón. Sama væri mér þó þær yrðu bannaðar.
01.05.2007 at 11:46 #589726Mér dettur nú bara í hug, eftir að hafa lesið lauslega þráðinn sem vitnað var í hér áðan, hvort einhver í tækninefnd gæti ekki búið til greinargóðan pistil í máli og myndum um hvernig maður á að sjóða heima í bílskúr. Þekki nefnilega nokkur dæmi um að menn séu að gera þetta sjálfir og hafa bara keypt sér ódýra rafsuðu og farið að sjóða, og af því að draslið sem þeir eru að sjóða virðist vera fast halda menn að þetta sé í lagi. Ég held að leiðbeiningar um að hreinsa og slípa áður en menn fara að sjóða gætu verið gagnlegar, ásamt einhverjum fróðleik um rafsuðuvíra og spennu. Ég held líka að þó menn gætu komist í svona upplýsingar færu samt ekki allir út í skúr að sjóða eitthvað í stýrisganginn eða sjóða saman grindina í jeppanum, heldur halda menn áfram að fá einhvern sem kann til verka við það, enda sjálfsagt að benda á það í sama pistli.
Kv Beggi
01.05.2007 at 17:37 #589728Eftirfarandi er úr gildandi reglugrð
*************************************
22.203 Breytt bifreið.(1) Mesta leyfilega hækkun frá upprunalegri útfærslu framleiðanda nemur:
– 50 mm milli blaðfjaðra og framáss og 100 mm milli annarra fjaðra og framáss
– 100 mm milli fjaðra og afturáss
– 100 mm milli húss og grindar
– 200 mm milli hjólmiðju og grindar.(2) Heildarhækkun má vera allt að 250 mm og skal vera jafn mikil að framan og aftan. Til viðbótar getur komið hækkun vegna stækkunar hjólbarða.
***************************************Þetta hefur í för með sér að við breytingar á suzuky jimy er hægt að hækka langt út fyrir vitræn mörk, en ef maður er með grindarlausan ford arostar þá er eiginleg ekki hægt að hækka hann innan ramma laganna svo hægt sé að setja undir hann 38 tommu hjól.
01.05.2007 at 17:55 #589730Skil ég þessa reglugerð rétt að t.d. á patrol megi að hámarki síkka stífufestingar um 200mm og boddyhækka 50mm?
-haffi (fattlausi)
01.05.2007 at 20:14 #589732Að mínu mati er reglugerðin í megindráttum nokkuð góð, setur ramma sem hefur þó ekki verið að hamla mikið þróun breytinga hingað til. Mér hefur hins vegar sýnst breytingaskoðunin gera lítið meira en mæla einhverja millimetra á upphækkunum og telja draslið í sjúkrakassanum. Án þess að ég ætla að fara út í að týna til einhver dæmi hérna, þá veit ég um dæmi þar sem breyting er framkvæmd á óviðunandi hátt sem orsakaði alvarlega veikleika, þó svo breytingin stæðist öll mál. Slíkt getur gerst hreinlega vegna kunnáttuleysis og ekkert skrítið að slíkt gerist, það hafa ekki allir sem eru að dunda sér við breytingar á bílnum sínum þá kunnáttu sem til þar. Skoðunin þarf að stoppa slíka bíla af en er ekki að gera það í dag. Það þarf ekkert nýtt eftirlitskerfi til þess, bara endurskoða handbókina fyrir breytingaskoðun. Sjálfsagt verður þá meira mál að fara í gegnum skoðunina, en ég hef litið svo á að ég vill hafa vissu fyrir að allt sé í lagi þegar ég keyri út úr skoðunarstöðinni og alveg til í að eyða aðeins meiri tíma í að fara í gegnum undirvagninn.
Kv – Skúli
01.05.2007 at 23:00 #589734Þessar hugmyndir um að láta skoðunarmen dæma um ágæti breytinga eru ekki góðar held ég, vegna þess einfaldleg að það fást sennilega seint nægilega hæfir menn til að vinna þá vinnu Mér finnst líka að skoðunarmen hafi bara staðið sig vel með rennimálið í gen um tíðina. Sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að þeir eru stanslaust að líta framhjá reglum sem stoppa ágætlega breytta bíla í breytingaskoðun. Ef skoðunarmen færu alveg eftir reglunum fengi varla nokkur breyttur jeppi skoðun og sennilega enginn bíl sem ég hef breitt, eru það góðar reglur? eða kann ég kannski bara ekkert að breyta jeppum. Þó þetta hafi gengið ágætlega undanfarna áratugi þá er það mikið skoðunarmönnum að þakka frekar en því að reglurnar sé góðar, ekki það að þær séu vondar en þær mætti bæta eins og annað. Mér finst það út í hött að fara að gera bifvélavirkja á lúsarlaunum ábyrga fyrir breytum jeppum. Breytur jeppi í umferðinni er á ábyrð eigandans og tryggingafélagsins sem tryggir hann.
01.05.2007 at 23:52 #589736Breyttur jeppi er auðvitað alltaf á ábyrgð eiganda rétt eins og óbreyttur bíll. Það er hins vegar hlutverk skoðunarmanna að skoða öryggisbúnað bíla, jafnt breyttra sem óbreyttra. Það breytist auðvitað ekkert og er ekkert nýtt við það. Bara spurning um að tékklistinn í breytingaskoðuninni sé aðeins ítarlegri. Ef ómenntaður bílagrúskari getur breytt bílnum sínum (sem er eitthvað sem við viljum halda í) ætti fagmenntaður bifvélavirki að vera fullfær um að taka út breytinguna og úrskurða um hvort ákveðin grundvallaratriði séu í lagi.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.