Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Tacoma
This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Íris Mjöll Valdimarsdóttir 19 years ago.
-
CreatorTopic
-
04.10.2006 at 14:44 #198660
Er að spá í að fá mér Tacoma. Hvernig hafa þeir reynst ?
Tooogkveðja, Patrolman.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.10.2006 at 20:49 #562202
hvíslaði því að það væri hægt að sjá í gegnum útblástursreykinn á er-tacoma.
04.10.2006 at 21:04 #562204ég get sagt þér það í trúnaði, svona okkar á milli, þær eru bara að standa sig fjandi vel í förum. Þær henta líka vel eldra fólki sem er að komast á húsbíla aldurinn. Svo þú skalt ekki hika við að fá þér einn. Þú gætir líka beðið fram á vor og skellt þér á einn tjónaðann. en þá verður þú líklega að sætta þig við bláann eða svartann. Allavega eru meiru líkur á því en minni.
Baráttu kveðjur Ofsi
04.10.2006 at 21:04 #562206Samkvæmt því sem ég fann skrifað eftir þig herra Patrolmann þá veistu meira en marga grunar.
"Þvílíkt nafn á fólksbifreið. Eru þetta ekki tiltölulega sprækir bílar og léttir. Það ætti að auðvelda manni að draga þá á og af fjöllum. Sá hokni hefur held ég skælt yfir sig og kerlingin er að launa honum lambið gráa með þessari rennireið.
Samhryggist þessum hóp en annars er þetta gott fyrir okkur á Patrolum til að hægja á okkur. Það er jú bannað að aka of hratt.
Tooooooooooooooooogkveðja, Patrolman."
Þetta er bara eins og þegar við Íslendingar bjuggum í torfkofum þá vissum við bara ekki betur en það. Þetta er svipað með Patrolana. Vertu bara áfram í torfkofanum.
Skemmtileg umræða Patrolmann þó langt sé í alvöruna hjá þér með þetta. Auglýsir bara Tacomur.
Kveðja,
HG
Hringdu bara í mig og ég skal fræða þig um Tacoma. Þú veist hvernig þú nærð í mig.
04.10.2006 at 21:53 #562208oft koma góðir/slæmir þegar um þá er nefnt…..
kæri Patrolman gaman að sjá þig aftur og að þér farnist vel en auðvitað toyota það er náttla eina vitið (fyrir utan 44" patrolinn sem ég er að spá í)
með von um fleiri skemmtilega pósta eins og í gamla daga
kv Davíð Karl R-2856
04.10.2006 at 22:19 #562210Mikið er ég feginn að þú ert á lífi, og ert að skipta yfir í Tacomu segir meira en mörg orð um patta djásnið.
Kveðja blái Tacoma kallinn.
04.10.2006 at 22:29 #562212Ég get sagt þér smá sögu af hugsanlegri orku getu Tacoma jeppans.
Einn félagi minn ekur á gömlum 60 crúser með bara 6,5 Gm dísel, hann var svo hræddur þegar ég fékk mér Tacomuna að undir eins skellti gamla cúser hræinu inn í skúr til að reyna að auka aflið.
Og þegar honum var ljóst að honum myndi ekki ná afli Tacomunar þá ákvað hann að koma óorði á Tacomurnar með því að sprauta bílinn sinn í Tacoma lit.
Kveðja Blái Tacoma kallinn.
04.10.2006 at 22:42 #562214Það þýðir ekki að bera neitt saman við þessa 60 druslu sem er endalaust úrbrædd og verið að mála. Mér vitanlega hefur sá bíll aldrei farið á fjöll, og mun líklega aldrei fara neitt. Patrolmann er auðvita á guðs útvöldu tegund og samanburður við einhverja 60 cruser hauga með ónýta 6.5 vél er bara hlægilegur. Meiraðsegja Hrælux með orginal 2.4 turbo laus refsar þessum 60 haug.
Patrol er málið
Góðar Stundir
05.10.2006 at 16:06 #562216Veit ekki, en allavegna heyrir maður öðru hvoru í talstöðinni á ferð sinni …..
TACOMA eða vantar þig spottann aftur !!!!kkklllll…roger over and out 😛
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
