Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › T-Max Spil
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Sveinn Jónsson 15 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.02.2008 at 22:45 #201983
Hvernig er það, hafa menn einhverju reynslu af þessum T-Max spilum sem BB er að selja. Þeir lofa þetta í bak og fyrir, er það bara sölumennska eða er þetta koma fínt út miðað við Warn sem dæmi eða aðrar tegundir.
Svo sá ég MileMarker á fínu verði einnig, hverju mæla menn með. Ég get allavega fengið 2 stk T-Max spil í staðinn fyrir eitt Warn.
Stærðin sem ég er að skoða er 9500-10000.
Kv, Kristján
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.02.2008 at 23:49 #615544
‘Eg hef verið að skoða þessi spil og líst bara vell á þau og þaug eru ekki svo dýr. ‘Eg er á léttum jeppa og er á því að fá mér 10,o spilið , 12,5 er ekki nema tæpum 3 kg þingri sem er bara betra fyrir þingri bíla, er þú ekki með bíl yfir 2,2 t .
kv,,, MHN
29.02.2008 at 09:26 #615546Hvernig er það þarf svona öflug spil fyrir bíla sem eru undir 2,5tonn. Nú hef ég séð spil rifna framanaf bíl, í þessum þingdarflokki, með spilbita, grind og öllusaman eftir hafa verið að reyna spila upp bíl sem var næstumþví tvisvarsinnum þyngri þessvegna hef ég verið að velta því fyrir mér hvort það sé ekki bara argasta vitleysa að vera með 10000 punda spil framan bílum eins og Hilux, Tacoma, LC120, NAVARA, JEEP svona svo eitthvað sé nefnt?
.
Kv.
Óskar Andri
29.02.2008 at 17:33 #615548É held að sé allveg í lagi með þessa tegund. Skoðaði þetta mikið á sýningu út í Frankfurt í hittifyrra, var þá búinn að heyra að Warn spilin væru svo sparneytinn á straum það væri stæsti kosturinn, en svo kom á daginn að T-Max spilin eru að taka minni straum. Og allt þetta dót er framleitt í stóra landinu Kína.
Kv Bjarki
29.02.2008 at 19:06 #615550hverjir eru að selja þassi spil t-max og milemarker
29.02.2008 at 19:45 #615552Það er bílbúð benna
kv,,, MHN
29.02.2008 at 20:06 #615554stærra spil er betra að mörgu leiti festingar skipta öllu máli að fara nógu langt aftur í grind með festingarnar veldu bara letta bila til a spila upp ef þú ert hræddur um a slíta bílinn í sundur
29.02.2008 at 20:48 #615556Hvaða verð eru á þessum spilum miðað við warn eða önnur á markaðnum?
Kveðja Halli Þór
29.02.2008 at 23:40 #615558Bílabúð Benna er að selja T-Max spil og ég sá síðan MileMarker í landvélum. Man ekki verðin á spilunum hjá Benna en þau voru fín. Benni er með eitt Warn spil á lager, það er eitthvað geimskip með loftdælu og eitthvað og eitthvað, það er á tilboði á 130 þúsund og vantar þá skúffu, tengin og eitthvað. Annars þarf að sérpanta og þá erum við farnir að tala um 150 kall og uppúr. Og þá á eftir að kaupa skúffuna og allt draslið, eflaust hægt að gera þetta ódýrara með því að panta á netinu en sammt alltaf talsvert dýrara en þessi T-Max spil, 10000 spil með skúffu og ollu batteryinu með 4×4 afslætti er undir 90 þúsund krónum. Einnig er hægt að fara í 9500 spil og spara þar enn fleiri þúsundkalla.
Man eftir gæum sem tóku warn 9500 spill inn fyrir jól með öllu nema rúlluvarinu eða hvað þetta heitir og var það 130 þúsund. Sem er yfir 40 þúsund kalli dýrara en þetta og þá var dollarinn rétt yfir 60.
Kv, Kristján
29.02.2008 at 23:57 #615560Um hversvegna menn eru að eltast við þetta öflug spil að þá hringdi mhn í mig í dag og skýrði þetta út fyrir mér. Ég hef nefninlega sjálfur enga reinslu af spilum og ef það er einhver sem er jafn grænn og ég þá ætla ég að skýra þetta út aðeins. Málið er eftir því sem vegalengdin milli spils og festipunkts er meiri því minna verður átakið frá spilinu. Talað er um að fyrir hvert heilt lag/vafning (layer/wrap) af vír á tromluni minki átakið um c.a. 12%.
Til að mynda gefur T-max upp fyrir 10000 punda spil upp 10000 punda átak á 5m en á 28m er ákakið komið í um 7000 pund og 6500 punda spil er komið í 3580 pund á 28m.
.
Með því að nota spilblökk er hægt að tvöfalda átakið frá spilinu.
.
[url=http://www.jeeptech.com/winch/:2jgyl4nb][b:2jgyl4nb]Hérna er ágæts lesning um spil og spilnotkun[/b:2jgyl4nb][/url:2jgyl4nb]
.
[url=http://www.t-maxwinches.com/winches.htm#standard:2jgyl4nb][b:2jgyl4nb]Hérna eru síðan PDF skjöl hjá T-max þar sem hægt er að finna upplýsingar um line pull[/b:2jgyl4nb][/url:2jgyl4nb]
.
Ég vona að þetta sé allt rétt hjá mér, það væri vel þegið að fá leiðréttingar ef það eru rangfærslur í þessu hjá mér.
.
Mér finnst svona stundum vanta inn á fróðleiks/tæknisíðuna eða er ég kanski sá eini sem vissi þetta ekki
.
Kv.
Óskar Andri
01.03.2008 at 00:07 #615562Ef aflið minnkar um hvern vafning á spilinu ætti þá ekki minnsta átakið að vera með spilfestu næst bílnum og allan vírinn á tromlunni og þar með mesta átakið þegar allur vírinn er kominn út af tromlunni. Finnst allavegan það vera rökréttara líka vegna þess að þegar vírinn vefst á tromluna þá eykst þvermálið á tromlunni og þar með hækkar gírunin í spilinu og aflið ætti að minnka. Spyr sá sem ekki veit eða skilur
Kv, Óli
01.03.2008 at 00:09 #615564Ég lærði það af mér mikið fróðari mönnum að maður ætti alltaf að taka eins mikið út af spilinu og hægt væri (allt nema innsta hring) og dobbla vírinn.
Kv Bubbi
ps. hafiði spilin bara bundin föst inní bíl….ekki geyma þau framan á, þar er mestu líkurnar á að skemma þau í krapa t.d…. ég tala af reynslu búinn að slátra 2 😛
01.03.2008 at 00:34 #615566svo er annað… fáið ykkur bara patrol og þið þurfið ekkert á spili að halda…… nema í mesta lagi að bjarga vinum ykkar úr festum, en góður teigjuspotti og skófli er fínt að hafa með til að getað lánað þeim 😀
01.03.2008 at 20:44 #615568Til að geta fengið sem mesta átakið út úr spilum þá á að draga allan vírinn en skilja aðeins eftir þrjá hringi af vír eftir á spilinu, með þessu móti fæst mesta aflið út úr spilinu.
Kveðja Addikr
01.03.2008 at 22:49 #615570Það munar talsvert hvort menn eru á yrsta eða insta lagi af vírnum. Hér er tafla yfir 10000 lbs spil frá T-max þannig að það munar um rúmlega 2500 kg átak hvort spilið er notað á innsta lagi eða því yrsta með einfaldri doblun.
Line Pull & Cable Capacity
Layer of Cable
1 2 3 4lbs 10000 8633 7716 7089
kg 4532 3913 3497 3213
Einföld Doblun
kg 9064 7826 6994 6426Hér er linkur sem ég fann á netinu frá Vesturlandsdeild
[url=http://www.vest4x4.net/default.aspx?page=page&id=4633:2fs329or][b:2fs329or]Linkur frá verturlandsdeild[/b:2fs329or][/url:2fs329or]
Valur
25.02.2009 at 20:32 #615572Ágætur þráður, en svarar ekki spurningunni varðandi reynslu af T-Max spilum. Er einhver hér sem hefur prófað þessi spil og getur miðlað af þeirri reynslu sinni.
kv
þorsteinn
25.02.2009 at 20:56 #615574Tek undir það, sem kom fram hér að framan, ekki vera með spilin fasttengd framan á bílnum. Nota prófíltengingu og hraðtengi á kaplana. Hef slæma reynslu af því að hafa spilið fast framan á. Það fellur á snerturnar og þær fara að hætta að virka, sem og er spilið yfirleitt alltaf beinfreðið og klammað þegar mest liggur við og það fer illa með rafmagnsdótið í þeim yfirleitt að vera svona úti í okkar veðráttu. Hef ekki verið með Mile-Marker sjálfur, en mér er sagt af þeim sem reynt hafa, að þetta séu afspyrnu góð spil. Hinsvegar séu stýrisdælurnar í japönskum bílum yfirleitt ekki nógu öflugar fyrir þau. Amerískir bílar eru hinsvegar með nógu aflmiklar dælur að sögn þessara heimildarmanna. Þekki ekki þessi kínversku, en held að með einhverjum kínverskum fjórhjólum fylgi minni útgáfa af svona spilum. Þeir, sem hafa prófað þau geta e.t.v. gefið þeim einkunn.
25.02.2009 at 22:08 #615576Það er örugglega skynsamlegra að stinga spilinu í prófíl- hraðtengi og taka það af þegar það er ekki í notkun eins og fram hefur komið. En sú spurning vaknar hvað þessi tengi þola. Á Jeep Tech síðunni sem vísar var til hér að ofan segir; "Receiver mounted winches are very useful, but remember their static pull load is limited by the receiver they fit into. For a class III hitch that is 5000lbs. (eða 2200 kg)." Vita menn hvað prófíltengi frá þeim sem eru að smíða þetta hérna heima þola mikið eða eru gefin upp fyrir mikið tog.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.