Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Sýsli taka 666
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 17 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.07.2007 at 17:23 #200568
AnonymousÓlafur Helgi.
Grein í Morgunblaðinu í dag.
Í Morgunblaðinu fjallar Ólafur Helgi sýslumaður um utanvegarakstur og skilgreiningu á því hvað sé utanvegarakstur og hvað ekki. Ólafur kvartar yfir því að dómstólar hafi skilgreint utanvegarakstur vítt og bendir á mál því til staðfestingar t,d nefnir hann meðal annars mál á Hengilssvæðinu og við Hagavatn, þar sem menn voru sýknaðir af ákærum.
Þarna var eðlilegt að meintir gerendur væru sýknaðir enda voru þeir á merktum slóðum sem eknar hafa verið í marga áratug. Þar var því ekkert við dómaranna eða löginn að sakast heldur voru það vinnubrögð lögreglunar og sýslumanns sem voru með ólíkindum og vankunnáttan þeim til vansa. Virtust löggæslumenn ekkert kunna í meðferð g.p.s tækja og þaðan af síður kynntu þeir sér kort af svæðinu eða yfir höfuð, höfðu einhverja þekkingu á óbyggðaslóðum. Þetta gönuhlaup sýslumanns kostaði ríkið og óbreytta borgar því miljónir sem betur hefði verið varið í eitthvað viturlegra. Annað athyglisvert í þessum pistli og kannski það athyglisverðasta, er fyrst Ólafur Helgi tapaði meintum utanvegarakstursmálunum í röðum vegna slælegs undirbúnings, þá vill hann breyta lögum. Manninum virðis ekki detta í hug að undirbúa sig betur. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.07.2007 at 17:34 #593888
Sæll Jón Ofsi
Ég held að það sé ekki nóg að skrifa svar við þessari grein á þessum vef ég held að umhverfisnefnd verði að svara þessu í Morgunblaðinu.
kv gundur
25.07.2007 at 17:38 #593890hjá þér Gundur, ég er nú bara að vekja athygli félagsmanna á þessu. En, en sýsli sjálfur les þetta þó samkvæmt áræðanlegum heimildum. Það þarf endilega að búa til notenda fyrir hann á spjallið, svo hann geti tjáð sig. Annas mæli ég með því að hann mæti á félagsfund hjá okkur og geri grein fyrir skoðunum sínum.
25.07.2007 at 17:47 #593892Já sumir sætta sig einfaldlega ekki við staðreindir.
Og þá er best að halda því fram að lögin standist ekki.
Mæli með því að sýsli fari í kennslu hjá Jóni í undirbúning.
Þú hankar Jón ekki í bælinu þegar eitthver mál eru, hann vinnur heimavinnu og það vel og einnig Dagur Braga.
Sýsli lenti bara hreinlega á mönnum sem voru með allt á hreinu og að aka á slóða er ekki utanvega akstur.
Það er kanski eitthvað sem hann sýsli æti að skoða áður en hann dæmir lögin. Það er sjálfsagt rólegt hjá honum þessa dagana.
kv
Agnes Karen
27.07.2007 at 10:32 #593894[url=http://www.motocross.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1939&Itemid=1:64enpij0][b:64enpij0]Morgunblaðið[/b:64enpij0][/url:64enpij0]
27.07.2007 at 11:10 #593896Ég legg til að klúbburinn svari þessu sem allra fyrst; þögn er sama og samþykki….
Við viljum nú ekki hafa það þannig að allt sé bannað nema það sé skýrlega leyft, frekar þannig að allt sé leyft sem ekki er skýrlega bannað … eða?
Nú þarf að setja saman málefnalegt svar við þessum sem vilja banna allt og halda virkilega að jeppamenn séu í stórum stíl í utanvegaakstri. Einnig finnst mér að það þurfi að dusta rykið af átakinu okkar gegn utanvegaakstri og halda því stöðugt lifandi, það þarf alltaf að minna á.
kv. Ólafur M.
27.07.2007 at 11:32 #593898Þó gott að hún taki það fram að það þurfi að "merkja" með hvaða hætti svo sem maður vill túlka það (gps track, kort, stikur, o.s.frv.).
Annars finnst mér c.a. seinni hlutinn af frétta moggans ekki vera frétta heldur áróður. Ég veit í raun ekki hvort þetta er túlkun blaðamannsins eða hvort þetta sé bara tekið beint upp eftir sýslumanninum án þess að það sé orðað þannig.
Rosalega sem ég er ánægður með að vera ekki áskrifandi að mogganum í dag.
27.07.2007 at 11:45 #593900
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæl öll
Ég var að koma úr hálendisgæslunni hjá Landsbjörgu og fór nokkuð víða um Fjallabak og marga slóða.Mér blöskrar orðið þessi hestamennska þar sem kannski 10 manns með 80 lausa hesta sem hlaupa um allt og enginn segir neitt um það en ef 1 jeppi leyfir sér að víkja vel fyrir bíl þá verður allt vitlaust og stórar fyrirsagnir í blöðum.Ég sá nú ekki mikið um akstur utanvega eftir jeppa á leiðinni en dáldið var af förum eftir fjórhjól og og torfæruhjól.Hvernig væri það að það giltu sömu reglum um hesta og jeppa um utanvega akstur ekki veitir af einsog þetta er að verða þarna uppfrá,eða er hestamennskan snopp sportið hjá uppanum svo það má engin segja neitt um það.
Kveðja Matti
27.07.2007 at 11:56 #593902
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég las yfir þessar greinar sem Guðmundur linkar á og þar er ekkert nýtt að koma fram. Það er alveg ljóst að þó svo margir fögnuðu nýlegum dómum varðandi utanvegaakstur, að þá er nokkur hópur fólks sem gerir það ekki. Verst er að í þeim hóp er til fólk sem lifir í svart hvítum heimi þar sem heilbrigð skynsemi er ekki til. Þó svo orustur hafi unnist heldur ferðafrelsisstríðið áfram.
Ég hef á tilfinningunni að þetta vandamál "utanvegaakstur" sé ekki jafn stórt og ætla má af fjölmiðlum. Ekki virðist þetta kotnaðarsama þyrlueftirlit skila miklu og nær að nota aurinn til að sinna mikið notuðum fjallaleiðum betur, með því koma í veg fyrir að nýjar samhliða leiðir myndist. Að mínu mati er það fyrst og fremst fræðsla, áróður og stikun leiða sem er aðferðin til að halda sem flestum á sporinu. Boð, bönn og svarthvítar lögregluaðgerðir eru úreltar.
Hvað ætli heildartjón þjóðarinnar vegna skemmda af völdum utanvegaaksturs á hálendinu hafi verið á síðasta ári ?
ÓE
27.07.2007 at 12:26 #593904Tja, til að setja verðmiða þarf að meta umfang og verðmæti. Umfangið er erfitt að meta eins og við vitum (og Ólafur sýslumaður veit líka…). Verðmatið … tja ef við notum sama verðmat á ósnortin svæði eins og þegar Kárahnjúkar voru metnir nú eða áform Norðurvegar ehf þá held ég að umfangið skipti ekki máli, það mun koma út í plús en ekki mínus 😉 Mun örugglega miðað við þær forsendur vera þjóðhagslega hagkvæmt að aka utan vega…
27.07.2007 at 12:38 #593906Já hvað með hestana, þeir skemma mun meira en nokkurntíman breyttur jeppi. Þ.e.a.s ef keyrt er rólega.
En torfæruhjól virðast alltaf skemma. Það virðist ekki vera hægt að keyra hægt og rólega á þeim.Kveðja
Þengill
27.07.2007 at 13:49 #593908Það sem stakk mig mest við lestur þessa pistils, var að þar gefa bæði Ólafur og Ellý í skyn að stoppa ætti notkun á gömlum og gildum slóðum, vegna þess að það auki hættu á að fólk búi til nýja slóða. Það yrði skelfileg þróun.
27.07.2007 at 14:01 #593910Í grein sýsla kemur skýrt fram hvað hann hefur mikið á móti jeppum. Flestir af okkur sem aka á þessum bílum passa sig á því að keyra ekki utanvega og nýta þá slóða sem fyrir eru. Það getur verið erfitt að meta hvort við séum á slóða sem er í lagi að fara eða hvort þetta sem slóði sem sýsli telur ekki vera í lagi. Ég fór í ferð um daginn sem ég var að keyra slóða sem ekki var mjög skýr á köflum. En þetta er slóði sem bændur í sveitinni nota til að smala og athuga með sitt fé. Nú velti ég því fyrir mér hvort þetta sé slóði sem ég hefði mátt velja þrátt fyrir að hann hafi verið ekinn í mörg ár. Ég get ekki kallað það utanvegaakstur ef við notum slóða sem eru til staðar í dag. Ef á að fara að taka hart á þessu þá þarf að koma skýrar merkingar á alla slóða á landinu sem má fara og og mekja aðra slóða sem hafa myndast sem ekki er talið í lagi að aka. Ég hled að yfirvöld ættu samt að snúa sér af öðrum brotum sem ég tel mikilvægari heldur en þetta.
27.07.2007 at 19:36 #593912Heyrði brot af viðtali við umræddan mann um daginn.
Þar stungu mig orð úr munni hans er hann skilgreindi utanvegaakstur einnig sem akstur á slóða eða vegi sem er ei merktur inn á kort.
Nú vil ég vitna í svar Landmælinga hér fyrr um árið að þeir hefðu ekkert dómaravald yfir því hvaða vegi mætti aka og hvaða ekki, og vísuðu þessum orðum sýslumanns á bug.
Svo sé ekki talað um að vegur er ágætlega (þó svolítið grátt og loðið) skilgreing í lögum. Fyrsta eða önnur grein umferðarlaga ef ég man rétt.Með innanvegsaksturskveðju, Úlfr á Undanfara II.
(sem er glæpamaður samkvæmt sýsla)
27.07.2007 at 20:50 #593914Það má raunar segja að sumt er rétt sem Ólafur Helgi segir þó annað byggist á stórkostlegum misskilningi sem líklega stafar af vanþekkingu á hálendisvegum og eðli ferðalaga um fáfarnar slóðir.
Í greininni stendur:
‘Ólafur Helgi segir þarna mega greina skýlaust bann en dómstólar hafi túlkað lögin svo að ef einhvers staðar sé slóði þá sé mönnum refsilaust að fara hann’
Þarna náttúrulega kristallast misskilningur sýslumannsins því hann áttar sig ekki á því að vegslóð á hálendinu þarf ekki að vera annað en tvö hjólför þar sem menn hafa farið í gegnum áratugina. Það er ekki einu sinni víst að hjólförin sjáist, sums staðar sjást engin för. Það er kannski eðlilegt að þeir sem hafa aldrei farið út fyrir vegi sem búnir eru til með stórfelldum náttúruspjöllum (þ.e. búnir til með miklu jarðýturaski, uppbyggðir og jafnvel malbikaðir) eigi erfitt með að skilja að vegslóðin á áraurunum við Hagavatn geti talist vegur í skilningi laga, þaðan af síður að þeir skilji þær ótrúlegu afleiðingar sem það hefði fyrir ferðafólk á hálendi Íslands ef allt annað yrði strikað út og aðeins mætti aka á númeruðum vegum eins og þeir eru í dag. Það sem sýslumaðurinn virðist ekki átta sig á er að niðurstöður dómanna er bæði í fullu samræmi við lögin og þann veruleika sem um er að ræða. Vegslóð þarf alls ekki að vera búin til með tækjum og ef sú krafa yrði gerð um samþykkta vegi á hálendinu þýðir það í raun mun meiri náttúruspjöll en utanvegaakstur hefur orsakað í gegnum árin. Og þá er ég ekki að gera lítið úr skaðsemi utanvegaaksturs
Hins vegar segir sýslumaðurinn:
‘Það geri eftirlit mjög erfitt, því það þýðir að til þess að vera viss um að ákæra hafi möguleika á því að enda með sakfellingu þarf að standa þann sem fyrstur fer að verki’
Þetta er í sjálfu sér alveg rétt, það er mjög erfitt að átta sig á hvað er löglegur slóði og hvað ekki og þarf oft talsverða staðþekkingu til. Ég sá sem dæmi ‘slóð’ inn á Sprengisandi í fyrrasumar og reyndar fleiri en eina sem ég er nokkuð viss um að voru ekki nema nokkra vikna gamlar og eru með réttu afleiðing utanvegaaksturs. Ég hefði getað ekið þessar slóðir í góðri trú og verið dæmdur fyrir það. Ég hefði líka hugsanlega getað ekið þær vitandi betur og sloppið með það þó þyrlan kæmi þar sem fulltrúar sýsla vissu ekki betur og erfitt væri að sýna fram á á staðnum að þetta sé ekki réttmæt slóð. Ég er samt ekki viss um að ég hefði í slíku tilviki verið sýknaður fyrir dómi þar sem vitnaleiðslur og nákvæmari gagnavinnsla hefði auðvitað sýnt fram á að þarna hafi ekki verið slóð. Ég hefði ekki haft sömu varnir og voru í þessum frægu málaferlum, enda voru menn þar klárlega ákærðir saklausir. Það er hins vegar varla hægt að ætlast til þess að löggæslumenn hafi þetta í hausnum, þessa 40 þúsund kílómetra sem 4×4 og LMI eru að trakka. Það verður því að segjast eins og er að áhyggjurnar af þessu eru nokkuð réttmætar og villta-vesturs réttarfar í þessu gengur ekki til lengdar þó það hafi virkað vel í fásinninu hér áður fyrr. Það eru bara breyttir tímar.
Lausnin á þessu má samt alls verða sú sem Ólafur Helgi virðist sjá fyrir sér ef ég skil hans orð rétt, þ.e. að þrengja lagaskilgreininguna þannig að aðeins megi aka númeraða vegi sem gerðir hafa verið með vegagerðarframkvæmdum. Afleiðingar af því yrðu skelfilegar:
Í fyrsta lagi myndi það setja verulegar hömlur á möguleikana til að ferðast um hálendið, ekki bara akandi heldur líka gangandi. Það eru ekki bara jeppakarlar sem nota slóðana, þeir eru líka notaðir til að komast á heppilega upphafs- og lokapunkta gönguferða, trússa fyrir gönguhópa, þjónusta skála o.s.frv. Menn skildu því ekki halda að þetta sé eingöngu eitthvað sérhagsmunamál 4×4 karla og kerlinga. Það eru miklu fleiri sem málið varðar, raunar alla sem vilja ferðast um hálendið og njóta þess.
Í öðru lagi er veruleg hætta á að þetta hefði þveröfug áhrif en ætlunin er, þ.e. að þetta myndi stórauka utanvegaakstur. Hvað þýðir kjörorð lögreglunnar: Með lögum skal land byggja og ólögum eyða. Ólög eyða virðingu fólks fyrir réttarkerfinu og ef mönnum yrði bannað í einni svipan að nota 90% af samgönguæðum hálendisins er það nákvæmlega það sem myndi gerast.
Í þriðja lagi er líklegt að til lengri tíma litið ýti þetta undir umtalsverð náttúruspjöll á hálendinu. Þá er ég ekki að tala um utanvegaakstur heldur vegagerð. Ef vegir á hálendinu eiga að vera í samræmi við þann skilning sem mér sýnist Ólafur Helgi hafa á hugtakinu yrðu menn einfaldlega að draga fram jarðýturnar og fara í vegagerð þar sem áður dugðu einfaldir slóðar þar sem ummerki um þá eru í algjöru lágmarki. Náttúruvænustu samgönguæðarnar eru jú einmitt frumstæðustu slóðarnir.
Ég held að þrátt fyrir allt sé almennur skilningur á þessu á þeim stöðum þar sem það skiptir máli. Það þarf þó auðvitað að gæta að því að ákvarðanir um þetta séu teknar í ljósi þekkingar á ferðalögum um hálendið þannig að ranghugmyndir móti ekki endanlega niðurstöðu. Við þurfum hins einnig að gæta þess að loka ekki augunum fyrir vandanum sem vissulega er til staðar. Þó málaferli Ólafs Helga hafi verið illa unnin og óréttmæt, þá sýna þau samt hversu erfitt er að framfylgja lögum um utanvegaakstur. Dæmið hér að ofan af förunum á Sprengisandi held ég sýni það ágætlega. Það er auðvitað ekki rétt hjá sýslumanninum að dómstólarnir hafi túlkað slóð eitthvað óeðlilega rúmt, það er ekki skýringin á því að hann tapaði málaferlunum. Vandamálið liggur hins vegar í því hvernig löggæsluaðilar geti gengið úr skugga um það hvað sé lögmæt slóð og hvað séu nýleg för eftir utanvegaakstur.
Ég sé aðeins eina lausn á þessu og það er sú lausn sem verið er að vinna að með allri þessari ferlun sem Jón Ofsi og fleirri eru að vinna að af ótrúlegri þrautseigju.Kv – Skúli
27.07.2007 at 21:53 #593916Nú þarf bara að koma þessari grein í Morgunblaðið þannig að allir þeir sem hafa bara Rolling Stons sem aðal áhugamál geti lesið þetta.
kv gundur
28.07.2007 at 08:09 #593918Endilega settu þessa grein í blöðin Skúli,þetta hittir í mark að öllu leiti og að mínu mati fullkomið svar við grein Sýsla.
Kv Klakinn
30.07.2007 at 12:30 #593920Ómar Ragnarsson tjáir sig um þessi mál á [url=http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/:96pq3cdn][b:96pq3cdn]bloggsíðu[/b:96pq3cdn][/url:96pq3cdn] sinni:
26.7.2007 | 22:38
UTANVEGAAKSTUR – ÓKLÁRAÐ MÁL.
Dómstólar landsins eru að mínum dómi á réttu róli þegar þeir túlka vafa og óljós ákvæði laga um utanvegaakstur hinum ákærða í vil. Í forystugrein Morgunblaðsins í dag kemur fram að höfundur leiðarans fylgist ekki nógu vel með ástandi þeirra mála. Í fyrra kynnti Jónína Bjartmars þáverandi umhverfisráðherra fyrirætlanir um það hvernig staðið yrði að merkingu viðurkenndra vega og slóða og þá kom fram að mikið verk er enn óunnið í þeim efnum.Það er því ótímabært að hamast í þessu máli fyrr en því verki er lokið, en það felst í því að merkja inn á kort Landmælinga Íslands alla þá vegarslóða sem viðurkenndir eru þannig að eftir það verði hægt að dæma með vissu um það hvort lög hafa verið brotin eða ekki.
Sem dæmi um það verk sem ólokið er má nefna, að þegar ég leit af handahófi á það á þáverandi korti Landmælinga hvort vegarslóði, sem liggur inn að Brúarjökli væri á kortinu, kom í ljós að hann var það ekki.
Það hefði þýtt eftir strangri túlkun laganna að allir þeir fjölmörgu sem óku þá leið á þeim tíma hefðu verið að brjóta lögin.
Afar ósanngjarnt hefði verið á þeim tíma að ákæra allt þetta fólk. Ástæðurnar voru tvær: Þar sem slóðinn byrjaði var og er stórt skilti vegagerðarinnar sem á stendur: "Brúarjökull 8 km."
Þetta skilti er jafn vandað og traust og venjuleg skilti Vegagerðarinnar sem allir helstu þjóðvegir landsins eru merktir með.
Í öðru lagi var það fáránlegt að ekki væri viðurkennd eina slóðin vestan Jökulsár á Dal sem liggur upp að Brúarjökli.
Rétt eins og þessi slembiathugun mín leiddi í ljós að hér þyrfti að vinna betur að verki hefur komið í ljós að engin leið er að klára það á vandaðan hátt nema hafa samráð við kunnugustu menn í héraði sem og önnur samtök ferðamanna svo sem Ferðaklúbbinn 4×4.
Þessi vinna stendur nú yfir og það er ekki fyrr en henni er örugglega lokið sem hægt verður að fara að dæma menn af sanngirni og viti.
Sem dæmi um menn sem hafa allt að hálfrar aldar reynslu af slóðum og leiðum á hálendinu vil ég nefna Völund Jóhannesson á Egilsstöðum sem á sínum tíma vann með Vegagerðinni og öðrum sem fóru um hálendi Austurlands að finna bestu slóðirnar og merkja þær.
Slíka menn þarf að leita uppi og fá til samstarfs um þetta mikilvæga verk.
Mér er kunnugt um að á því svæði sem Völundur hefur verið manna kunnugastur um í nær hálfa öld er ekki enn búið að fara um og ákveða um merkingar slóða en það mun standa til síðar í sumar.
Þangað til held ég að menn ættu að geyma stríðsaxirnar og lofa þeim sem verkið vinna að ljúka því vel og örugglega.
Völundur hefur sagt mér að mjög miklu hafi alltaf skipt að merkja leiðirnar vel og hafa um þær góðar upplýsingar.
Sé það ekki gert villast margir og slóðarnir liggja út um allt.
30.07.2007 at 22:17 #593922Mæli eindregið með því að þú aðlagir þennan ágæta pistil þinn að blaðagreinarformi og fáir hann birtann í Mogga eða Fbl.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.