Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Sýning í haust
This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Ísak Fannar Sigurðsson 16 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.04.2008 at 15:17 #202260
Sæl öll.
Verður sýningin í haust bundin við 7 milljón króna 46″ breytta bíla eða verður hún einhverskonar þverskurður af smekk og flota félagsmanna? Hvenær ætli verði farið að tína til jeppa til að sýna þarna?
Kveðja, Hjörleifur.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.04.2008 at 21:59 #619632
persónulega vona ég að þetta verði þversnið af flota félagsmanna og frekar fleiri 35",38"og 44" breytta bíla þar sem ég held að það séu algengustu dekkjastærðir bíla félagsmanna.
En ég vill líka sjá minni og stærri bíla t.d. óbreytta bíla og öfgabreytta bíla.kv.maggi
06.04.2008 at 23:15 #619634Eftir síðustu sýningu 4×4 hafð einn ágætur maður orð á því við mig að hún hafi verið með eindæmum leiðinleg. Ástæðan var sú að alltof stór hluti hennar hafi verið nýlegir bílar breyttir af breytingaverkstæðum sem hægt er að sjá allsstaðar og ekkert er spennandi við. Einn gripur var þó á sýningunni sem lífgaði verulega upp á og gerði það að verkum að þetta var ekki algjör tímasóun og það var að sjálfsögðu Hrollurinn.
Jeppabreytingar eru stöðluð framleiðsluvara í dag, en það sem er gaman að sjá og skoða eru þeir bilar sem skera sig út úr fjöldanum.
Kv – Skúli
06.04.2008 at 23:17 #619636lang skemmtilegast að sjá einhverja bíla sem menn hafa breytt sjálfir, einstakir, ekki eitthvað sem þú getur séð á hverju götuhorni sem AT eða einhverjir hafa breytt.
En þeir verða allavegana að líta sæmilega vel út, ekki að detta í sundur af riði
06.04.2008 at 23:33 #619638Hafa sem breiðasta línu af jeppum, sem spannar jeppaferðalög hérlendis frá upphafi og til okkar daga. Eins þarf að gera sögu hálendis og jeppaferða hérlendis góða skil, og það verða að vera rúllandi myndasýningar með fyrirlesurum um jeppamensku, eitthvað sem er áhugavert og fræðandi. Stórir jeppar á duga ekki lengur til að draga fólk á staðin, heldur þarf að bjóða upp á eitthvað meira. Það er aukaatriði þótt einhver drusla sé að detta í sundur af ryði, ef hún er áhugaverð fyrir fólk.
06.04.2008 at 23:55 #619640Ég væri einmitt afar mikið til í að þessi sýning yrði á þeim nótum sem komið hafa fram hér og ég held að það séu ansi hreint margir á sama máli þar. Ég hef í það minnsta hug á að bjóða minn til sýnis, grófur, heimagerður en vel gerður og myndarlegur. Þannig jeppa, sem og ferðasögur, myndir og búnað sem dæmi fer ég til að sjá á sýningum..
Hjölli.
07.04.2008 at 03:00 #619642væri líka flott að hver sá sem er með bíl á sýningu ætti myndir meðan á breytingum stendur og setja við bílinn í bók eða bara plakat eða eitthvað því um líkt
07.04.2008 at 06:49 #619644Mér finnst að sýningin eigi að vera þverskurður af jeppa eign félagsmanna eins og áður hefur komið fram svona eins og sýningarnar voru uppi í Reiðhöll í gamladaga og eins sýningin sem var haldin upp í Bílabúð Benna fyrir nokkrum árum. Eins verður að vera með fullt af myndasýningum og þess háttar frá upphafi jeppaferða til dagsinns í dag eins og Hlynur minntist á. Ég á orðið alveg gríðarlegt safn af jeppamyndum inni á heimasíðunni minni http://www.icejeep.com sem ég gæti sýnt og reyndar er mikið meira á leiðinni :-). Ég gæfi janfvel kost á mér í bílavalsnefnd ef hún er ekki kominn á laggirnar.
Með sýningar kveðju Kristján Kolbeinsson http://www.icejeep.com
07.04.2008 at 08:56 #619646Svo verður að einnig að gera mikilvægastu störfum klúbbsins góð skil. Umhverfismálunum, tæknimálunum, fjarskiptamálunum og slóðaverkefninu. Öllu þessu góða sem við höfum af okkur leitt.
Einnig ætti einhver björgunarsveit að vera þarna með tæki og tól, þar sem án þeirrar þróunar í jeppabreytingum sem klúbbuirnn hefur verndað, þá væru þær jú hálf tannlausar.kv
Rúnar.
07.04.2008 at 09:08 #619648Það væri mjög flott að taka t.d. myndasafnið hans Tedda og búa til veggskreytingar jafnvel með smátexta um skrefi svona til að sýna ferlið… kannski ekki besta dæmið en skemmtilega extreme og vel skjalfest á myndum greinilega.
07.04.2008 at 09:41 #619650Sæl
Það er gaman að sjá að loksins er farið að tala um sýninguna sem verður í haust nánar tiltekið 10 – 13 okt. Það er búið að velja bílavals nefnd og er hún þegar farin að starfa (er ekki með öll nöfnin hjá mér), bílavalsnefndin á að sjá til að sem flestar tegundir og flóra okkar jeppamanna verði sýnd. Á þessari sýningu hefur klúbburinn hátt í 5 þús. fm til að sýna bíla félagsmanna. Núna er verið að teikna upp Fífuna svo við sjáum hve margir bílar komast inn ég hef heyrt tölur í kr. 150 á innisvæði og annað eins úti, menn hafa verið að leita líka að bílum sem eru í breitingum (meðan sýningin er). Annars verða sýningarmálin rædd á fundinum í kvöld og bílavalsnefndin verur kynnt.
Ps. Kristján ég leit inn á síðuna hjá þér og skoðaði myndirnar hjá þér þær eru flottar. Það eina sem vantaði á svona síðu er góðar myndir af Wagoneer.
Sveinbjörn Hallsórsson -43
07.04.2008 at 13:02 #619652Set þá hér með fram formlega fyrirspurn til þeirrar nefndar um hvernig eigi að velja á sýninguna og hvert ég megi senda upplýsingar og myndir af mínum jeppa til að bjóða hann á sýninguna. Eflaust nokkrir til í að fá þær upplýsingar úr því nefndin er komin á koppinn. Einnig væri gaman að vita hvernig hægt verður að verða að liði þegar líður að sýningu.
Kveðja, Hjörleifur.
07.04.2008 at 13:14 #619654Sæll Hjörleifur
Ég skal koma þessu til bílavalsnefndar og ég mun örugglega þegar nær dregur setja inn á vefinn uppl. um allar þær nefndir sem þarf að setja á laggirnar vegna sýningarinnar (sennilega núna í vikunni). Takk fyrir að bjóða þig fram…Sveinbjörn Halldórsson – 43
07.04.2008 at 15:12 #619656Ef þið eruð í vandræðum með bila má VIAGRAN svosum standa þarna einhversstaðar.
Hafið bara samband ef þið viljið það.
Kv
Frikki.
07.04.2008 at 17:19 #619658Hvernig fer val á bílum til að hafa á sýningunni fram?
sendir maður ummsókn ef svo er fyrir hvaða dagsetningu?
Veit einhver hvað það verða margir bílar?
07.04.2008 at 18:35 #619660Það er búið að skipa fjögurra manna valnefnd sem á að velja bíla á sýninguna. Það verður uppgefið eitt netfang þar sem hægt er að senda inn umsókn og tillögur að bílum á sýninguna.
Þetta kemur von bráðar inn á síðuna hjá okkur.
Ef þið eruð með tillögur að bílum þá endilega vera dugleg að tjá ykkur um það.
Kveðja, Theodór.
07.04.2008 at 19:10 #619662Hæ heyrði að búið væri að gera Ívan Kassawisky hann er bara FLOTTUR, ps nærri eins flottur og Hrollur þó að það vanti smá uppá
07.04.2008 at 19:51 #619664Takk fyrir það Sveinbjörn og Theodór, þá bíður maður bara rólegur.
Kveðja, Hjörleifur.
07.04.2008 at 21:15 #619666en er búið að ákveða dagsetningu á þessa bílasýningu ?
kv. Atli ekki að fylgjast með
07.04.2008 at 21:31 #619668út að aka, bara að skrolla upp og Sveinbjörn færir þig í allan sannleikan
07.04.2008 at 21:39 #61967010-13. okt
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.