This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Kári Freyr Magnússon 16 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Ég tók eftir því í gær að útvarpið í hiluxnum slökkti á sér en small inn strax aftur og ef ég kveikti á miðstöðinni þá kom rafgeymisljós í mælaborðið. Hann gekk fínt og framljósin lýstu alveg eins og venjulega.
Ég stoppaði og leit á rafgeymana, allir kapalskór vel fastir við pólana. Gaumljósin á rafgeymunum voru eiturgræn og hleðslan var ca 13V í hægagangi.
Svo drap ég á honum seinna og þegar ég ætlaði að ræsa hann aftur þá kom ekkert nema fyrrnefnt rafgeymaljós á mælaborðið. Ég sneri lyklinum fram og til baka og eftir nokkur skipti þá virkaði allt rétt. Ég drap þá á honum aftur og reyndi að starta honum aftur, þá gerðist ekkert fyrr en ég bankaði nokkrum sinnum í svissinn.
Núna gerist ekkert nema það að rafgeymaljósið kviknar og það eitt relí smellur í samband.
Er það ekki örugglega rétt hjá mér að svissbotninn er farinn?
Hvað kostar slíkur gripur? Ætti ég að taka hann hjá Toyota eða reyna að finna hann annars staðar?Með fyrirfram þökkum. Haukur Þór.
You must be logged in to reply to this topic.