This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Magnússon 14 years ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Ég var í gærkvöldi að nota Orkulykilinn nýja sem okkur bauðst, í fyrsta skiptið.
Í auglýsingunni stendur skýrum stöfum að við fyrstu tvær notkanir á lyklinum sé 10 kr. afsláttur. Allt í lagi með það.
Á lyklinum hjá mér er 50þús króna hámark á dag, og þar sem ég er með 250 lítra tankapláss í Grandinum ákvað ég að nota fyrstu dælingu til að fylla alla tanka fyrir boðaða hækkun eftir áramótin.
En þegar ég var búinn að dæla fyrir 25þús. þá var ekki hægt að dæla meira nema renna lyklinum yfir og nota dælingu númer tvö!
Hvernig er það hafa fleiri lent í þessu?
Það var aldrei minnst á að ekki væri hægt að dæla nema fyrir 25þús í hvert skipti. Mér finnst að auðvitað ætti að vera hægt að dæla þessu 50þús. kalli í einni dælingu.
Alla vega finnst mér að þarna hafi verið komið aftan að mér. Hvað finnst ykkur um þetta?Nýárskveðjur
Trausti Bergland
You must be logged in to reply to this topic.