This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhannes þ Jóhannesson 18 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.02.2006 at 16:19 #197229
Anonymousjæja, nú er verið að tala um hin skaðlegu áhryf svifryks á heilsuna og ef að ég man rétt, þá var verið að tala um að svifryk væri einn helsti útblástur úr dísilmótor, þá er spurning hvort að stjórnvöld fari að breyta til og reyna að gera dísil bíla óvinsælli, maður spyr sig…
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1183226
(þetta er eingöngu ætlað til að vekja umræðu en ekki persónulegar árásir)
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.02.2006 at 16:37 #541424
Samkvæmt fréttinni er mest af svifriki í Reykjavík af völdum nagladekkja. Mengun frá díselvélum margfaldast þegar menn eru að reyna að kreysta aukið afl úr velunum með "tölvukubbum" eða því að skrúfa upp olíuverkin.
-Einar
03.02.2006 at 22:44 #541426Fyrst búið er að opna umræðuna get ég ekki þagað.
Án þess að geta sannað eitt eða neitt þá leyfi ég mér að fullyrða að saltaustur á götur í Reykjavík orsaki miklu meiri skemmdir á malbiki og rykmyndun en nokkur annar þáttur gerir.
Flestir þekkja eitthvað til hitaþenslu og hvernig hún virkar í efnum sem hafa mismunandi þenslustuðla. Annað efnið þenst meira en hitt og sprunga myndast milli þeirra. Svoleiðis er það einmitt með tjöru og grjót. Ef síðan rignir á götuna sem oft gerist í Reykjavík þá rennur vatn í sprungurnar, frýs svo seinna, vatnið þenst út og sprungan víkkar enn meira o.s.frv.
Þetta ferli magnast enn meir ef salt er borið á göturnar því að salt og snjór mynda kuldablöndu og þá er frostið ekki 1 eða 2 stig, heldur oft nálægt -7 og frostskemmdirnar eftir því. Loks má benda á það að salt er efnafræðilega mjög virkt efni, eins og bíleigendur vita vel, og veldur ýmsum fleiri efnahvörfum en ryðmyndun í járni.
Máli mínu til sönnunar gat ég til skamms tíma bent á vegspotta sem aldrei var ekinn með nagladekkjum, en var samt stórskemmdur eftir akstur Strætisvagna. Þetta var útskot við Hlemm, sem nú er búið að malbika yfir og breyta. Því verður smá bið á að nýtt sönnunargagn myndist – en það kemur.
Þótt nagladekkin séu ekki alveg saklaus, held ég að þau bæti umferðaröryggið svo mikið að þau má hvorki banna né skattleggja sérstaklega. Prófið bara að spyrja tryggingafélögin hvort bílar á naglalausum dekkjum séu með óskerta bremsugetu í vetrarfæri.Kveðjur
Ágúst
03.02.2006 at 22:55 #541428Eru menn að keyra á nagladekkjum í Reykjavík?
kv
HG
04.02.2006 at 01:44 #541430Það ætti að vera löngu búið að banna þetta. Gjörsamlega ástæðulaust að hafa innkaupakerruna á nöglum þegar allt er saltað til helvítis.
04.02.2006 at 02:13 #541432Ég er alveg sammála Ágústi með saltið, enda getur líka fátt verið hættulegra í umferðinni vegna þess hve snjórin verður sleip drulla. það eru ófá skipti sem bíllin hjá mér hefur byrjað að renna þanngað sem honum sýnist t.d. í hringtorgum sökum saltsnjó þótt ég sé á nýlegum dekkjum og sé að keyra rólega.
Hvernig getur nokkur maður talið sér í trú um það að þetta virki á snjó.
ég veit hins vegar mjög vel að þetta virkar á hálku EN þegar það viðrar þannig að það sé hálka á götunum þá eru oftast góðar líkur á snjókomu.
Þannig að fyrir mitt leiti myndi ég frekar kjósa sand í saltkassana, vegna þess að þá er snjórin ekki næstum eins sleipur.
Ég neyta því hinsvegar ekki að sandurinn setjist ekki í ræsin en það hlítur að koma á móti að viðhald á malbiki er ekki eins mikið.kv. Samson Bjarni
04.02.2006 at 11:32 #541434Svifryk orsakast af þessum megin þáttum
Nagladekkin spæna upp göturnar og eru í fyrsta sæti.Saltið sem borið er á götur er hluti af svifrykinu í formi ryðs og annarra útfellinga sem verða við efnahvörf salts við önnur efni auk þess sem bent er á hér að ofan í sambandi við varmaþenslur. Dísilvélar eru mjög stór hluti af þessu og vaxandi vandamál í borgum, hér í Reykjavík í logni á sumrin er sótmengun frá dísilvélum meira en helmingur svifryksins og það sem ég held að við þurfum að hafa mestar áhyggjur af vegna þess að það er sennilega mest heilsuspillandi mengunin.
[img:3qkz7wo2]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4173/28106.jpg[/img:3qkz7wo2]
í kökuritinu er er jarðvegur sér, stór hluti malbiks er jú jarðvegur
og ekki gott að greina þar á milli.
Guðmundur
04.02.2006 at 11:48 #541436Mér finnst þessi umræða um ngaladekkin ákaflega einkennileg. Það er vel hægt að skilja að fólk sem býr í reykjavík fari hreint aldrei út fyrir borgarmörkin. Ég er t.d einn af þeim sem fer að meðaltali aðrahverja helgi vel útfyrir bæinn, bæði austur í sveitir og síðan í Borgarfjörðinn. Ég er á naggladekkjum og hreinlega tel ekki annað vært í stöðunni. Bara um síðustu helgi var ég fyrir austann í algeru gleri. Þetta er allsekki óalgengar aðstæður og annar dekkjabúnaður en naggladekk óásættanlegur. Það vill svo til að ég bý í Reykjavík. Þannig að ég sé fyrir mér að þurfa að skifta um dekk í hvert sinn sem ég fer út fyrir bæinn eða borga sekt. Hvortveggja er ekki að gera sig í mínum huga.
04.02.2006 at 13:13 #541438Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að nota sand frekar en salt. Öll niðurföll á götum eru með sandgildru, ef ég giska eftir sjónminni þá held ég að ca. 100 lítrar kæmust þar fyrir. Síðan á að dæla upp úr þessu reglulega en ég hef ekki séð það gert…
04.02.2006 at 14:39 #541440Sælir
Ég er mikið á móti saltnotkun og finnst það hreint skelfilegt að horfa upp á það að salti er núna dreift á flesta stærri þéttbýliskjarna landins þrátt fyrir ítrekuð mótmæli landsbyggðarmanna. Það er hægt að taka fram að tryggingar á smærr bæjum út á landi eru talsvert ódýrari vegna þess að það er litið á þá staði sem minni áhættuflokk.
i sem blandast hefur snjó í ákveðnu hlutfalli.Það að ætla sér að mæla svifryk af nagladekkjum eingöngu sé ég ekki að sé hægt á óyggjandi hátt. Mér finnst það gefa augaleið að öll dekk myndi svifryk með núnungi við malbik en mismikið. Nagladekkin gera þetta líklega mest allra dekkja en við vitum ekki hver munurinn er í raun og veru.
Mér finnst það reyndar líka alveg hrikalega fyndið þegar menn eru að horfa til annara landa í þessu sambandi. Mér þætti t.d. alveg eðlilegt að það væri hreinlega bannað að aka um á nagladekkjum á Kúbu. Ísland er landfræðilega svolítið sér á báti og veðrakerfin hér eru ólík því sem gerist annars staðar. Sömuleiðis skiptir stærðin á okkur máli þar sem það er vandfundið mannsbarn sem ekki bregður sér úr bænum af og til yfir veturinn.
Hinsvegar finnst mér það gott mál að það eigi sér stað þróun á nýjum gerðum vetrardekkja og áróður þess efnis að menn eigi síður að nota nagladekk ef menn telja sig komast af án þeirra en að skattleggja þá sem þurfa á þessum dekkjum að halda yrði hreinn glæpur.
Kv Izan
04.02.2006 at 15:00 #541442Ísland er nú ekki kannski sér á báti með að salta götur,þegar ég var úti á Nýfundnlandi þá voru götur þar saltaðar allrosalega,en þeir ytra máttu allavega eiga það að göturnar voru einnig hreinsaðar þannig að ökumenn voru ekki að keyra í saltslabbi svo dögum skiftir,en það er ekki gert hér á fróni.
Hér eru göturnar í saltpækli og slabbi svo vikum skiftir þ,e,a,s ef ekki rignir.
Það held ég að sé megin ástæða fyri því að Íslenskir ökumenn aki um á nagladekkjum í Reykjavík.
En allvega er ég með nagla á báðum bílum/Mitsanum og Sprinternum
(Kannski smá falskt öryggi en finn verulegan mun á sendibílnum þegar göturnar eru hálar)
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.