Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Sverari felguboltar
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Grimur Jónsson 20 years ago.
-
CreatorTopic
-
15.11.2004 at 17:59 #194852
Mig langar spyrja hvort þið hafið einhverja hugmynd um hvar best sé að kaupa felgubolta og rær.
það brotnuðu felguboltar af hjá mér og það munaði minnstu að ég missti hjólið undann á leið minni frá Setrinu um helgina.
Ég er að spá í að setja sverari bolta og þá þarf ég náttúrulega að bora allt draslið út.Kveðja,
Glanni
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.11.2004 at 18:06 #508704
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
!!!!!!!
15.11.2004 at 18:21 #508706Þú ert kominn á 80 krúser ekki satt?
Held að menn hafi verið að setja í þetta bolta úr 5-bolta crúserum. Þeir eru 14mm vs 12mm orginal boltana.
Ertu á álfelgum eða stálfelgum? Álfelgur ættu að vera bannaðar undir þessum bílum…
HSSR lét skipta út öllum boltunum á 80 krúserunum sínum eftir að hafa misst 44" af á fullri ferð niður þjórsárdalin. Settir voru 9/16 boltar, amersíkir. Þeir brotnuðu aldrei af. Hundleiðinlegir boltar að öllu öðru leiti.
Gerðum það sama við Patrola sem sveitin á í dag. Þar höfum við verið í bölvuði basli með að halda herslu á boltunum. Veit ekki hvort það er útaf boltunum eða hvort menn hafi verið eitthvað sparsamir á að herða. Með 9/16 boltum á maður nefnilega bara að herða og herða vel, og herða svo aðeins betur. Þannig var þetta aldrei vandamál á krúserunum.kv
Rúnar.
15.11.2004 at 18:29 #508708Þetta er bara þín heggning fyrir að fá þér Toyotu, en ekki Patrol
Það virðist vera að orginal Toyotu boltarnir séu ekki nægjanlega sterkir, sérstaklega ef bílarnir eru á 44". Ég myndi byrja á því að setja orginal Patrolbolta (ef þeir passa) og sjá hvort þeir haldi ekki draslinu saman. Ég hef einusinni komið nálægt því að skipta út boltum í 80 Cruser, og þá voru nöfin rifin af og boruð í standborvél og boltarnir (sem voru 13/16" að mig minnir) settir í með pressu. Það þarf að passa sérstaklega vel að felgurærnar og felgugötin séu með sömu gráður, svo rærnar siti vel í sínu sæti. Þekki mörg dæmi þess að stærri felguboltar hafa bara verið vesen, og endalaust verið að losna upp á þeim.
Góðar stundir
ps: að sjálfsögðu á bara að nota stálfelgur fyrir 44"
15.11.2004 at 20:02 #508710Patrol í staðin fyrir TOYOTU er ekki lagi með þig Hlynur.En gagnvart felguboltum þá er annarhver Patrol að missa dekk frá sér vegna þess að felguboltar í Patrol slitna.En oftast er það vegna þess að menn ofherða rærnar (nota loftlykla). Boltar af 100 Cruser hafa mikið verið notaðir og svo á að nota átaksmæli við herslu á felgu róm. Þá slita þessir boltar síður.Hlynur mér skilst að það eigi líka við Beadlock er það ekki. Kveðja Runar Sv.
15.11.2004 at 20:08 #508712
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég get bara ekki séð fyrir mér að menn hafi verið að setja 13/16 bolta í nöf sem felgubolta, 13/16" eru 20,6 millimetrar, það eru sko engir smá boltar.
Kveðja Gunnar Már
15.11.2004 at 20:34 #508714Þetta átti að vera 9/16 en ekki 13/16. Smá munur þarna á.
Ég hef ekki skipt um bolta hjá mér og hef ekki verið í neinum vandamálum, enda nota ég bara stálfelgur og passa að herða rærnar vel, en hef aldrei notað herslumæli. Ég er ekki að nota Beadlock, heldur nota ég Magglock, en það hefur ekki neitt með felgubolta að gera, enda er þessi búnaður settur á felgurnar. Hvað boltana varðar sem notaðir eru til að herða saman hringina, þá er þeir ekki að brotna nema maður sé að skælast í grjóti og svoleiðis rudda sem fer í boltahausinn.
Góðar stundir
15.11.2004 at 21:27 #508716
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir
Braut orginal felgubolta á Patrol á 44" fyrir nokkrum árum og fékk Smára í Skerpu til að renna nýja 14 tommu bolta sem pössuðu beint í öxulgötin þannig að gömlu boltarnir voru slegnir úr og þeir nýju slegnir í í staðin. Hefur virkað fínt í yfir 100 þ.km. Fékk 14 tommu felgurær í Hjóbarðahöllinni.
Ekkert borvesen og gæti skipt í orginal boltana án vandræða.
EW.
16.11.2004 at 00:29 #508718Vá þið eruð ruglaðir 14 TOMMU (hahahahahaha)
Ef tú ætlar að fá þér nýja bolta þá mundi ég hafa þá frekar fínstittaða, þannig færðu betri herslu og miklu minni líkur á að þeir losni undan
Bjarni
16.11.2004 at 00:31 #50872014 tommu felgurær !!!!!!!!! Hvað ertu eiginlega með stórar felgur.
16.11.2004 at 21:51 #508722Sælir og takk fyrir kommentin sérstaklega ingcle…..
Hlynur þú ert einfaldlega með of mikla Patrolsýkingu til þess að tjá þig um svona Ofurbíla sem TOY-LC-80 jú vissulega er.
En til að róa þig þá er ég með Patrolfelgur undir honum takk,takk,takk.Ég er búinn að tala við nokkra góða menn um þetta og þar á meðal Smára í Skerpu,það eru mismunandi sjónarmið í þessu En Smári ráðlagði mér að fá mér bara orginal bolta aftur rær með rétta kóninum miðað við felgu,þetta er jú orðið 10ára gamlir boltar og margoft búið að losa og herða, og oft vafalaust með vitlausum verkfærum þ.e.a.s með einhverjum vörubíla loftskröllum o.þ.h. Þetta er bara endingin og allt í fína með það svo sem.
En hann sgði mér líka annað sem er líklega sniðugast í stöðunni og það er að setja stýringu á felgumiðjuna sem heldur henni fastri í miðjunni en ekki láta kónana á rónum eingöngu um að halda felgunni í miðjunni. (mig minnir að það sé svona stýring á patrol það var allavega á einhverjum bíl sem ég hef átt)Allavega það er niðurstaðan að það er of dýrt að það borgi sig að bora allt út og rífa allt í spað fyrir þessa aðgerð,aðalmálið er að passa að felgan losni ekki frá því ef hún gerir það þá skiptir nánast engu máli hve sverir boltarnir eru því laus felga í miklum átökum brýtur alla bolta í sundur.
Kveðja,
Glanni.
17.11.2004 at 10:51 #508724Um bolta og felgur….
Ef felguboltar eru að losna liggur það oft í felgunum, stálfelgur eru vanalega með þind, þ.e. felgan liggur ekki alveg upp að nafinu í kring um boltagötin. Þetta er gert til að það myndist fjaðurspenna í felgunni við herslu á boltunum.
Ef þetta er ekki til staðar (t.d. búið að plana miðjuna eða skemma miðjuna á annan hátt, t.d. við los) þá þarf spennan að vera í boltanum. Þar sem felguboltar eru alltaf úr mjög hörðu efni og frekar stuttir í ofanálag, þá hefur sú fjaðurspenna mjög litla slaglengd, sem þýðir að það er ekki gott að treysta á það.
Álfelgur hafa ekki svona þindareiginleika að neinu marki, sem endurspeglast í því að það losnar gjarna upp á þeim. Á móti kemur að miðjan í þeim er þykkari, sem gerir virku fjaðurlengd boltans meiri þannig að það á að duga til að koma í veg fyrir los.
Ég tel að sverari boltar séu ekki endilega til góðs, þeir teygjast minna en mjórri boltarnir >> fjaðra minna >> losnar frekar undan þeim.
Gamlir boltar geta hins vegar, eins og réttilega hefur verið bent á, verið orðnir þreyttir (bókstaflega, málmþreyta!) og því verið ástæða til að skipta þeim út fyrir nýja af sömu gerð.
kv
Grímur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.