This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðni Sveinsson 14 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar í gegnum árin hef ég breitt mörgum jeppum og af mörgum tegundum ekið þeim og prufað og síðan selt þá og átt eftir ýmsar upplýsingar um kraft drifgetu og þyngd og annað. Oft hef ég farið í að setja sverara púst í bílana bæði bensín og diselbílana td cruser patrol og toyotu. Það sem hefur komið mér á óvart er hversu lítinn eðað engan mun ég hef fundið í krafti og togi bar hávaði drunur og sánd um allan bíl og varla hægt að ræða saman í bílnum. Hefur einhver farið með bílinn sinn í dynotest bekk til að mæla hestöflin fyrir og eftir breitingu. Það held ég að sé eina rétta mælingin. Ég held að 5 til 10 hestöfl finnist ekki ef um leið er kanski lækkuð drif og dekk stækkuð nema að mæla þetta vísindalega. Svo er það líka spurning með td gamlan Patrol sirka 94 og Toyota dobulcab sirka 91 sem eru ekki kraft mikklir bílar því setja mennirnir í hvítusloppunum sem hanna þessar vélar 3″ púst fyrist það gefur allt að 15% kraftaukningu að sögn fróðra manna. Annars þetta er bara svona pæling sem kemur upp í huga minn í dag og væri gott að fá að heyra frá einhverjum sem hefur látið mæla bílinn sinn fyrir og eftir breitningu, en mælir þetta ekki eftir hávaða og kostnaði kveðja Guðni á Sigló
You must be logged in to reply to this topic.