This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Hallur Norðdahl 15 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Ég vil bara þakka öllum þeim sem voru í Setrinu um helgina fyrir gríðarlega skemmtilega helgi.
Ég kom þarna með hálfum hug á föstudagskvöldinu þar sem fáir ætluðu að koma og þetta væri eitthvað flopp og var reyndar komin í fjandi vont skap eftir að hafa ekið stubbinn úr Kerlingafjöllunum.
Skömmu eftir að ég kom mætti Hljómsveitin HÆTTIR á svæðið plögguðu græjunum í samband med det samme og héldu 2ja tíma óvænta tónleika fyrir okkur … því sveitaballið var ekki fyrr en á laugardeginum og það var ekki annað hægt en að hrífast með og komast í gott skap því þessir miðaldra gaurar (Gunni Antons og Haukur Nikulás) komu mér á óvart og eru hinir bestu skemmtikraftar og eins og duracell kanínur þvílíkt úthald
Þessi helgi var hreint út sagt frábær í alla staði og vona ég að þetta verði árlegur viðburður þarna í Setrinu hér eftir.Ég mun reyna að koma einhverjum myndum á netið á næstu dögum en nóg er til af myndefni.
Takk kærlega allir fyrir að skemmta mér svona vel um helgina.
Kv. Stefaníaps. heimasíðan þeirra
http://haettir.blog.is/blog/haettir/
You must be logged in to reply to this topic.