This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælir,
nú langar mig að leita til eldri og reyndari manna innan klúbbsins.
Þannig er að ég er með Suzuki Sidekick 1995 á 33″ og er tvisvar búinn að lenda í vandræðum með fram“hásinguna“. Í fyrra skiptið braut ég húsið í kögglinum við pinnjóninn og skemmdi tannhjólin í drifinu en ég kenndi málmþreytu um því bíllinn er búinn að vera breyttur síðan hann var nýr. Nú var það að gerast nokkrum mánuðum seinna, að ein af þremur festingum (sem bolta hásinguna við grindina) brotnaði í spað. Áliðjan gat lagað þetta fyrir mig en maður er orðinn hálf-óöruggur með sig ef maður getur átt von á þessu í næstu fjallaferð.Það sem mig langar til að spyrja um er hvort einhver hefur verið að lenda í svipuðum eða bara einhverjum vandræðum með þessar álhásingar og hvort einhver lausn er til ? Ég ætla að skipta um gúmmífóðringarnar í festingunum til að þær séu örugglega nógu stífar en svo datt mér í hug að fjarlægja þær alveg og láta renna álfóðringar í staðinn. Er eitthvað vit í því ?
Annað: hefur einhver reynslu af þessu EZ-Locker/Lock-Rite/LA-Locker læsingum ? Þetta er eitthvað sem maður á ekki að þurfa að rífa drifið í sundur með tilheyrandi samsetningarkostnaði, heldur á maður bara að kippa mismunadrifshjólunum úr og skipta út fyrir læsingarhjólin. En svo talaði ég við einhvern uppí Benna og hann sagði að yfirleitt yrði að rífa drifið í sundur til að skipta um þetta. Hefur einhver gert þetta og hvernig gekk það ?
Snjókomukveðja,
Valdi
You must be logged in to reply to this topic.