FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Suzuki vandræði

by Valdimar Nielsen

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Suzuki vandræði

This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 23 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 21.02.2002 at 10:17 #191350
    Profile photo of Valdimar Nielsen
    Valdimar Nielsen
    Member

    Sælir,

    nú langar mig að leita til eldri og reyndari manna innan klúbbsins.
    Þannig er að ég er með Suzuki Sidekick 1995 á 33″ og er tvisvar búinn að lenda í vandræðum með fram“hásinguna“. Í fyrra skiptið braut ég húsið í kögglinum við pinnjóninn og skemmdi tannhjólin í drifinu en ég kenndi málmþreytu um því bíllinn er búinn að vera breyttur síðan hann var nýr. Nú var það að gerast nokkrum mánuðum seinna, að ein af þremur festingum (sem bolta hásinguna við grindina) brotnaði í spað. Áliðjan gat lagað þetta fyrir mig en maður er orðinn hálf-óöruggur með sig ef maður getur átt von á þessu í næstu fjallaferð.

    Það sem mig langar til að spyrja um er hvort einhver hefur verið að lenda í svipuðum eða bara einhverjum vandræðum með þessar álhásingar og hvort einhver lausn er til ? Ég ætla að skipta um gúmmífóðringarnar í festingunum til að þær séu örugglega nógu stífar en svo datt mér í hug að fjarlægja þær alveg og láta renna álfóðringar í staðinn. Er eitthvað vit í því ?

    Annað: hefur einhver reynslu af þessu EZ-Locker/Lock-Rite/LA-Locker læsingum ? Þetta er eitthvað sem maður á ekki að þurfa að rífa drifið í sundur með tilheyrandi samsetningarkostnaði, heldur á maður bara að kippa mismunadrifshjólunum úr og skipta út fyrir læsingarhjólin. En svo talaði ég við einhvern uppí Benna og hann sagði að yfirleitt yrði að rífa drifið í sundur til að skipta um þetta. Hefur einhver gert þetta og hvernig gekk það ?

    Snjókomukveðja,
    Valdi

  • Creator
    Topic
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)
  • Author
    Replies
  • 21.02.2002 at 10:27 #459248
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    er ekki bara málið að fá sér toyotu





    21.02.2002 at 11:29 #459250
    Profile photo of Valdimar Nielsen
    Valdimar Nielsen
    Member
    • Umræður: 31
    • Svör: 253

    Vinsamlegast sendið brandara og annað slíkt eitthvað annað.
    Ég vil helst fá málefnaleg svör en ekki óþroskaðan fíflaskap.

    Kv, Valdi





    21.02.2002 at 16:22 #459252
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég sett Lock-Right í afturdrifið á 1987 Isuzu trooper.
    Það var ekki mikið mál að fylgja leiðbingunum fyrir
    ísetningu, sérstaklega að aftan. Á Ísuzu og (toyota)
    þá dregur maður öxlana aðeins út og losar koggulinn undan.
    Það þarf ekki að snerta pinjoninn. Á trúpernum þrufti að
    losa kambinn, bara passa að setja allt eins saman.

    Þessi læsing svínvirkaði en entist ekkert. Mín læsing var
    keypt í USA og var með 2 ára ábyrgð. Ég fékk nýja læsingu
    tvisvar sinnum undir ábyrgðinni, en þá nennti ég þessu ekki
    lengur. Það sem gerðist var að tennurnar í læsinginni hnoðuðust
    og hún fór að sleppa með háværum smellum.
    Ég þekki dæmi um að í 7.5" toyota drifum, að þá valdi
    svona læsing því að "carrier" í drifinu klofni með þeim
    afleðingum að drifið fer í köku. Toyota drifin virðast
    ekki nógu sterk til að þola svona læsingu.

    Mér skilst að á Dana hásingum sé hægt að setja svona læsingu
    án þess að taka drifið úr.





    21.02.2002 at 17:12 #459254
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 540

    Lock right er stæling á no-spin, gallin er bara sá að þetta drasl virkar mjög stutt. Algerlega misheppnaður útbúnaður eins og nefnt er hér að ofan.

    Ég skil reyndar ekki alveg þegar þú talar um að hásingin sé boltuð í grindina, þú átt sennilega við drifhúsið ekki satt?
    Er einhver sérstök ástæða til að skipta út gúmífóðringunum? Ég mundi aldrei setja ál hólka í stað þeirra, þær dreifa álaginu milli festinganna og dempa hljóð og titring.





    21.02.2002 at 22:25 #459256
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég er buin að vera með Lock rigth bæði aftan og framan á suzuki sidekick í 2 ár og var með 1600 Turbo vel í bilnum 35" dekk og ekkert vesen og það bara svin virkaði veit ekki hvernig þið eru að keira þessa jeppa ykkar :)





    21.02.2002 at 23:47 #459258
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Er þetta ekki spurning um að hækka bara aðeins meira í útvarpinu þegar lætin byrja og svo þegar allt rekur í stopp þá dreg ég þig bara rest…… :) :)

    Kv. Stebbi





    22.02.2002 at 17:29 #459260
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    fáðu þér bara nýja heila hasingu





  • Author
    Replies
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.