Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Suzuki Jimny…
This topic contains 40 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.01.2004 at 16:19 #193405
AnonymousSuzuki Jimny… Var að spá í það hvort þið vissuð eitthvað meira um þessa bíl en ég. Er auðvelt að breyta þeim og hvað er þorandi að breyta þeim mikið. Hafa þeir nógan kraft fyrir mikið stærri dekk…
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.01.2004 at 13:50 #483632
Hvernig var það, fékkstu á endanum lægri hlutföll í bílinn? Ef svo er, hvaðan eru þau og hvað kosta svoleiðis? Er hægt að setja læsingar í Jimnyinn?
10.01.2004 at 13:54 #483634Hvað varstu með breiðar felgur, annars vegar fyrir 31" og hins vegar fyrir 33" ?
10.01.2004 at 19:15 #483636
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er nokkuð mál að rífa aftursætin úr svona bíl?? Ná sér í stærra skott og léttist meira að segja aðeins við það…
10.01.2004 at 19:29 #483638
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll vertu,
ég mæli nú bara með að þú farir og kaupir þér svona bíl, þá geturðu prófað þetta allt. Það segir sig bara sjálft að ekki getur verið erfitt að kippa þeim úr.Viltu ekki líka segja okkur hvort þú ætlar að hafa plast á sætunum og hvort þú ætlar að hafa snickers í hanskahólfinu.
Ef þú etr svona ákveðinn að fá þér svona bíl þá þarftu ekkert að vera spyrja þetta. Voðalega erfitt að útskýra fyrir einhverjum sem er ekki með hlutinn í höndunum.( Óli nokkur er í útlöndum í helgarferð með kellingunni. Svo þegar hann er í Taxanum á leið á hótelið fer hann að hugsa um nýja jeppann sinn sem hann hafði fest kaup á stuttu áður en hann skellti sér út. Þá flaug honum í hug að hann kynni ekki að fella niður aftursætisbökin á nýja bílnum heima. Hann hafði verið búinn að leita áður en hann fór út. Þá hringir hann í félaga sinn sem á alveg eins bíl. Og spyr: hvernig felli ég aftursætis bökin á bílnum. Og hinn svarar, sérðu smellurnar fyrir neðan gúmmíið. Óli: nei ég er nú í útlöndum og kem ekki heim fyrr en á mánudag.)
Ekkert illa meint, vill umfram allt halda friðinn hérna en svona er þetta.
Jónas
11.01.2004 at 18:15 #483640Það er minnsta málið að taka aftursætin úr, en ef það er til að létt bílinn, tekur því varla, þau eru fislétt. Það er líka alveg nóg pláss í honum, séu bara tveir að ferðast.
Mér finnst nú allt í lagi að menn spyrji svona, séu þeir að láta sig dreyma. Annað hvort nennir einhver að svara þeim eða ekki, en það er óþarfi að vera að fæla nýja eða tilvonandi meðlimi af síðunni með hroka (ég veit að það var ekki svoleiðis meint, en gæti virkað þannig).
En mér er ennþá spurn:
a. Er hægt að fá lægri hlutföll í Jimnyinn? Þau einu sem mér er kunnugt um, eru drifin úr sjálfskipta bílnum, en þau eru örlítið lægri.
b. Ef ekki sérstaklega fyrir Jimny, er hægt að nota drif úr Fox?
c. Er einhver möguleiki á læsingum í bílinn.
Minn bíll virkar nokkuð vel á 31" en mig langar að stíga skrefið til fulls, en þori ekki í það nema geta fengið lægri hlutföll.
Það er kannski lítil von að finna einhvern sem veit þetta, enda ekki komin mikil reynsla á að breyta svona bílum.
11.01.2004 at 20:17 #483642
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sem fyrrverandi eigandi á 33" Jimny þá var sú breyting fín.
Notaðir voru kanntar sem ætlaðir voru fyrir 31" og setti ég
gúmmíkannt á þá til að ná fullri breydd.
33" breytingin er alveg nægjanleg og til vitnis um það eru ferðir á Langjökul og Grímsfjall,krapaferðir inn í Laugar og
dröslast með tjaldvagn um allt.
Hann er ekki vatnshræddur, hefur farið Hófsvað,Sóleyjarhöfðavað og vaðið Jökulgilskvíslina upp á framrúðu.
Vissuleg mætti aflið vera meira en hann var með original hlutföll.
Varðandi fjöðrunina þá steytti hann vissulega stömpum en ekki er við öðru að búast af svona stuttum bíl en hann var mjög stöðugur á holóttum vegum og fór merkilega vel með mann.
Það er minnsta mál að kippa aftursætunum úr, 2 boltar fyrir miðju og ein ró á hliðinni.
11.01.2004 at 23:41 #483644Ég var með bílinn á orginal hlutföllum og slapp það alveg, en ég hefði gjarnan viljað fá bæði hlutföll og læsingar í bílinn. Hann hefði þá farið allt. En það stóð ekki til boða á þessum tíma og seldi ég bílinn án þess að pæla meira í þessu.
ÓAG.
11.01.2004 at 23:49 #483646Ég var með 8" breiðar felgur undir bílnum en eftir reynsluna af þessari dekkjastærð (31") miðað við orginal hlutföllin þá ákvað ég að setja hann ekki á stærri dekk, eins og upprunalega planið var. 31" var alveg nóg til að fara allt og orginal hlutföllin voru í hærra lagi til að byrja með.
Þeir sem hafa farið alla leið í 33" geta væntanlega svarað fyrir sig.
ÓAG.
12.01.2004 at 00:13 #483648
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,
ég vil bara byrja á því að biðjast afsökunar á framferði mínu hér áður. Allir hafa sinn rétt til hvers sem er. Þetta virðist bara hafa verið erfiður dagur og einhver pirringur í gangi.Jónas
12.01.2004 at 14:25 #483650Menn hafa líka rétt á að eiga slæma daga
Ég held að það hafi nú engum sárnað hérna.
12.01.2004 at 14:53 #483652Myndir af honum að burra yfir í myndaalbúminu mínu.
kv.
Rúnar.
16.01.2004 at 12:51 #483654Nú er hann bara oltinn, 33" Jimnyinn. Sá einhverja stelpuskjátu á honum áðan í Skeifunni og bíllinn greinilega búinn að rúlla sér aðeins á toppinn.
Sorglegt, en satt
29.02.2004 at 03:03 #483656
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hello
I was looking for info on tire dimensions for Suzuki Jimny and found this forum. From the looks of it you guys are talking about dimensions for jimny tires in this thread. I have some questions regarding tire size and mods but do not know your language. If it’s possible send me an email to kavakolones@hotmail.com or write in this forum http://www.jimnyclub.gr/forum/index.php in the section labeled "Friends from all over the world" .Thank you and sorry to butt in like this.
Panos
29.02.2004 at 09:34 #483658
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fann þetta á netinu……
http://users.skynet.be/dgtuning.com/jimny_gears.htm
Þetta fína dót lækkar BÆÐI háa og lága drifið í litla
krílinu um 35%Er þetta ekki það sem menn eru að leita að ?
29.02.2004 at 23:00 #483660
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
http://users.skynet.be/dgtuning.com/jimny_gears.htm sýnir hvernig hægt er að lækka hlutföll í millikassa, með því að skipta um millikassa. Þarna er settur SJ413/410 millikassi, og þá er úr nokkrum hlutföllum að velja í kassann.
Það er verið að smíða einn 35" Jimny hjá Breyti þessa dagana. Sjá fréttaskot á http://www.breytir.is.
29.02.2004 at 23:17 #483662
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já það er pottþétt að maður fer í Jimny eftir Löduna.
02.03.2004 at 00:27 #483664
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
I m sorry i made a mistake when i wrote my email. The correct email is kavokolones@hotmail.com. I hope you guys can make an international section , we here in Greece are big fans of your modifications and would like very much to have a chanse to trade ideas .
Cheers
Mario
02.03.2004 at 02:39 #483666
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það eru til 5,38 og 6,17 hlutföll í Jimny. Ég er með 5,38 til að setja í minn. Síðan eru til Lock Right og Detroit EZ locker (virka eins og NoSpin) í afturhásingu, og ARB loftlæsingar bæði framan og aftan. Þá er hægt að fá lægra hlutfall í lágadrifið í Jimny millikassann, sem gefur 3,4:1 í stað 2,15.
Ég á eftir að setja hlutföllin í og snikka kanta á bílinn, vonast til að það verði langt komið fyrir helgi.
02.03.2004 at 09:21 #483668Why do you like these modifications? Last time I checked there wasn´t alot of snow in Greece 😉
Well I´m glad you like our mods, most websites are all about the American mud and rock rigs. Just how popular are we in Greece? Have you ever been on a glacier or in one of these snowdriving off-road trucks?
Haukur
02.03.2004 at 23:02 #483670
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
I am a member of the Hellenic Jimny Club and when i say that we like the mods you do in your 4x4s i mean a few of my fellow members and myself. Just today benny came by our site and informed us that a Jimny with 35s was on the works. We like the mods because we like big tires on our Jimnys , that simple.
As far as snow goes, 2 weeks ago we had about 1 meter of snow in the suburbs of Athens so you can imagine what went on in the mountains. Global warming seems to work on opposite ways here than it was suposed to.
I ve been on glaciers before but not with a 4×4, just on skis . I wouldn’t dare to go to one with my Jimny. It would get stuck in the first few meters . I would very much like to visit your country and drive my Jimny there , after off course a few mods :-))))
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.