Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Suzuki Jimny
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Elías Blöndal Guðjónsson 17 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.06.2007 at 00:18 #200452
Sælir jeppamenn. Ég var að fá mér Suzuki Jimny 2005 og til stendur að breyta honum fyrir 33″. Það væri gaman að heyra skemmtilegar hugmyndir um hvernig hægt er að gera hann að ágætis fjallabíl. Allt frá smáum upp í stórar hugmyndir.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.06.2007 at 17:35 #592740
Ég er með einn svona á 31" og hann skítvirkar en langaði alltaf að setja á hann 33" eða 35" fannst ekki nógu hátt undir hann… en mæli með að þú skoðir http://www.dgtuning.com þeir eiga til ýmislegt sem þú gætir þurft.
24.06.2007 at 00:55 #592742Sæll, átti svona bíl á 35" og hann svínvirkaði.
Var með 5.38/1 í honum og var hann mjög sprækur enda undirgíraður.
Þú ert með það nýjann bíl að það er kominn rafmagns knúinn millikassi í hann og því ekkert sniðugt að fá sér hlutföll í millikassann, því þá þarftu að setja í hann fox millikassa og þá þarftu að gera gat fyrir stöngina.5.38 eru einu hlutföllin sem þú færð í hásingarnar og er hann þá undirgíraður á 35" þannig að þú kæmist sennilega ekki hraðar en 65-70 í efsta gír á 33"
Ef þig vantar upl meilaðu mér þá
krillih@hotmail.comKveðja: Kristmann
25.06.2007 at 12:02 #592744Ég þarf að skoða það vandlega hvort ég fari í 35". Kantarnir sem ég er að hugsa um eru fyrir 33-35". Þú ert semsagt að segja að ég þurfi breytt hlutföll fyrir 35 og þau er hægt að fá?
Takk einnig fyrir ábendinguna um dgtuning.com. Helvíti góð síða.
06.07.2007 at 02:24 #59274633"eru perfect fit fyrir svona bíl ekki stærra. hann heldur
svona sirka þessu litla afli sem hann hefur og drífur nóg
06.07.2007 at 12:48 #592748Gaman að heyra að það séu fleiri að breyta þessum bílum.
Ég á einn 35" breyttan Jimny sem er reyndar ekki með hlutföll í hásingum eins og bíllinn hans Kristmanns heldur með millikassa úr SJ410 og breytingum fyrir hann. Önnur hlutföll kominn í hann og samsvarar hann sér rosalega vel fyrir 35".
Mæli þó með 33" sem akstursdekkjum.
33" breyting án hlutfalla er einhvað sem ég færi persónulega ekki í. Það er hægt að fá viðeigandi hlutföll fyrir 33". Held það gæti verið nokkuð skemmtilegt.
12.07.2007 at 11:01 #592750Sælir félagar og takk fyrir góð svör.
Hvaða hlutföll hafa menn verið að setja fyrir 33"?
Nú er ég algjör nýliði og spyr þess vegna: hversu mikið mál er að setja ný hlutföll og hversu mikill kostnaður fylgir því?
17.07.2007 at 20:41 #592752Nú er ég að fara festa kaup á köntunum í þessari viku. Hvaða efni er best að nota til að setja undir kantana til að dempa veghljóð?
17.07.2007 at 22:30 #592754Mæli með að þú fáir þér einangrunardýnu til að setja i kantana.. það virkar mjög vel..
hver gerði kantana fyrir þig?
hefuru fundið einhverstaðar hlutföll?
17.07.2007 at 22:53 #592756Kantana gerði Björgvin Kristinsson, held að hann sé frá alltplast.net
Einu hlutföllin sem ég hef fundið eru á dgtuning.com. Hugsa að ég prófi hann nokkra túra á orginal hlutföllunum og sjái hvernig það gengur. Er það nokkuð algjör vitleysa?
18.07.2007 at 08:13 #592758Gamli minn var ekki á hlutföllum á 33" og það var alltí lagi, týpískt Suzuki í fyrsta og lága í grenjandi botni..
18.07.2007 at 08:54 #592760Sæll, það er allt gott og blessað að fara bara í 33 en ég mundi skera úr fyrir 35" því kantarnir taka þau alveg.
Þetta eru sömu kantar og ég og gunni erum/vorum með.
eins og ég segi hér að ofan þá eru þessi hlutföll sem þú ert að skoða á dgtning.com ekki í millikassann sem er í þínum bíl heldur í fox millikassa. síðan selja þeir konversion kit til að hægt sé að mixa þann millikassa í jimnyinn.Ég mundi ekki fara að eiga við millikassann í bílnum ef ég væri þú því þú ert með rafknúinn millikassa en ekki stöng sem setur í háa og lága osf. eins og er í eldri árgerðum af þessum bíl.
Ég og Gunni mixuðum þennann kassa í bílinn hjá honum og var töluvert mál og kostar alltaf meiri peninga en ætlað er í byrjun. Td. þurfti gunni að taka kassann sinn 3-4 sinnum úr aftur og laga hann til að þetta sé til friðs.
Einu hlutföllin sem þú getur sett í bílinn, án þess að eiga við kassann eru 5.38 í hásingarnar og get ég pantað þau fyrir þig ef þú vilt.
En auðvitað er ekkert að því að hafa hann hlutfalla lausann á 33" en ég get lofað þér því að þú verður fljótt leður á kraftleisinu.
þá er inmitt fínt að geta seinna meir sett hann á 35 og hlutföll í.Þegar ég breytti mínum bíl setti ég hann fyrst á 32" og ætlaði svo að setja hann á 33 þegar nálgaðist vetur, en ég gafst upp á 32" og setti hann beint á 35" og hlutöll og bíllinn varð alllt annnnar miklu snarpari og skemmtilegri.
En annars óska ég þér velfarnaðar í breytingum og vonandi að þú verðir sáttur með bílinn þegar upp er staðið.
Kveðja: Kristmann sem veit nánast allt um suzuki Jimny (=
26.09.2007 at 16:10 #592762Loksins er breytingin að skella á. Er farinn að hafa áhyggjur af stýrisbúnaðinum, þarf að breyta honum eitthvað. Stýristjakk eða eitthvað svoleiðis?
21.10.2007 at 15:37 #592764Hvernig gengur?
Ég spáði mikið í þessu á sínum tíma. Ætlaði að nota hlutföll úr Suzuki Fox með 1000cc mótor. Var með svoleiðis hlutföll í 1300cc Samurai og það virkaði vel á 35". Ég er enn að spá og held að ég fari þá leið frekar en eitthvað millikassa ævintýri.
Hvernig myndi þá 35" breytingar uppskrift vera?
Hlutföll.
Brettakantar og úrskurður.
Síkka stífur um 10cm. og setja 8cm undir gorma.
Aðra dempara og lengja þverstífu.
Eitthvað í þessa átt??
21.10.2007 at 17:36 #592766Breytingin gengur vel. Bíllinn er hjá félaga mínum núna þar sem verið er að fara að setja nýja OME dempara undir hann. Búið er að síkka stífur og allt tilheyrandi og setja klossa undir gormana. Þetta er að koma virkilega vel út og ég er spenntur að sjá hann fullkláraðan. Dick Cepek dekkin og felgurnar sem ég fékk í Arctic Trucks skemma ekki fyrir.
21.10.2007 at 18:23 #592768endilega sýndu okkur myndir af honum
21.10.2007 at 19:39 #592770Smelli inn myndum af breytingaferlinu þegar hann er tilbúinn.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.