Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Suzuki Jimny
This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Þorgeirsson 21 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.01.2004 at 21:41 #193524
AnonymousJæja fólk ég er nýbúinn að kaupa mér jimny og ætlaði mér að breita honum. Ég talaði við Fjallsport og mig svimar ennþá yfir verð tilboðinu sem þeir gáfu mér, 380,000.kr fyrir 31″ breitingu. Er það ekki svolltið mikið?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.01.2004 at 21:49 #485232
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll,
jú það þykir mér mikið, sérstaklega fyrir 31", væri kannski allt í lagi fyrir 33". Breytingar hafa hækkað rosalega í verði. 38" breyting fyrir nýja bíla er ekki undir milljónkall. Breytingarmenn hljóta að vera græða á tá og fingri. Hérna er eitthvað um breytingar á þessum bíl:
[url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=2321:2o1uj8p4]Jimny[/url:2o1uj8p4]Jónas
20.01.2004 at 22:55 #485234
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég var að spá í að breita honum sjáfur á 31" eða 32". Mig langar ekki að fúska þetta einhvernegin heldur að reyna að gera þetta vel og helst eins ódýrt og hægt er að sleppa með það. Hvar get ég fundið ódýr dekk og felgur (má allveg vera notað) held að það sé góð byrjun.
21.01.2004 at 14:22 #485236Þessi breyting hefur þrjá stóra kostnaðaliði. Fyrst eru kanntarnir en það þarf að skipta alveg um kannta á bílnum og sprauta þá ef þú ferð á stærri dekk en 29". Númer tvö er vinnan en nú er útseld vinna orðin svakalega há. Síðasti liðurinn er efniskostnaðurinn. Var þessi breyting ekki með dekkjum og felgum? Ef svo er þá er þetta eðlilegt verð miðað við hvað gengur og gerist í dag. Ef dekk og felgur eru ekki innifalin þá þarf að fá nánari útskýringu á þessu verði.
Jimny rules!
Kv, ÓAG.
R-2170.
21.01.2004 at 14:36 #485238Ég er búinn að vera að breyta mínum bíl sjálfur undanfarið ár og það hefur ekki kostað mig mikinn pening.
Ekki láta plata þig í að kaupa brettakantana sem fást hjá Formverk og í Fjallasport, þeir kosta einir og sér milli 70-80þús. ósprautaðir, og eru svo gott sem óþarfir. 31" dekk á 7" breiðum felgum standa ekki útfyrir orginal kantana, og ef maður vill vera á t.d. 32" og aðeins breiðar felgum er ráð að setja snyrtilegan gúmmíkant í hjólskálarnar.
21.01.2004 at 14:40 #485240olafurag:
Ég var að sjálfsögðu ekki að meina að þú værir að reyna að plata hann(las ekki svarið)
Mér finnst bara 100.000kall full blóðugt fyrir þessa kanta, jú, þeir líta vel út, en það er hægt að sleppa billegar með sömu útkomu.
21.01.2004 at 14:49 #485242Og svona fyrir dýpri pælingar, þá fann ég greinargóðar leiðbeiningar um hvernig ætti að skipta millikassanum út fyrir kassa úr Fox/Samurai SJ10 og fá þannig 4:16 hlutföll.
Rakst líka á ARB loftlæsingar, en Benni segir að þær muni kosta um 130.000kall sérpantaðar, svo maður reynir að fá þær með öðrum leiðum.
21.01.2004 at 15:15 #485244Ég er með 35" tilboð fyrir bílinn minn (að vísu nokkura mánaða gamalt,bíllinn er af gerðinni MMC L200,vinna og efni 393,600 þús+vsk,tilboð alls 490,000 þús miðað við stálfelgur.
þannig að fyrir 31" þykir mér 380 þús frekar mikið.Talaðu við þá í Bílar og hjól Reykjanesbæ Sími 421-1118
kv JÞJ
21.01.2004 at 18:28 #485246Það er náttúrulega mikill munur á því að breyta bílnum vel eða skítmixa einhverja gúmmílista á allt of litla brettakannta sem búið er að skera slatta úr og veikja þá. Ég viðurkenni það að mér finnst 70-80 þúsund vera aðeins of mikið fyrir ósprautaða Formverks-kanntana, en hins vegar veit ég hvernig þeir voru smíðaðir og hvaða hönnunarvinna lá á bak við þá. Það var nú ég sem lét smíða þessa kannta til að byrja með og það tók nú ekki nema heila fjóra mánuði að breyta bílnum og a.m.k. tvær tilraunir í kanntagerð. (Enda sá fyrsti sem var breytt!) Þessir brettakanntar voru líka nýtískuleg hönnun og voru sérstakir að því leyti að þeir voru heilir fram á stuðara, en upp úr þessum könntum voru m.a. heilu brettakanntarnir á Patrol hannaðir.
Þannig að það var settur mikill kostnaður í að breyta þessum bíl í upphafi og þeir hjá Formverk og Fjallasport eru vafalaust að reyna að ná þessum kostnaði aftur til baka. En þetta eru líka mjög vel heppnaðir kanntar, drulluflottir og gera bílinn virkilega flottann. Sjáið bara myndirnar í albúminu mínum, á fjallasport.is og á formverk.is. Hann er flottur litla greyið!
Hvernig er það gislisv, hvar eru myndirnar af trukknum þínum? Ég hefði mikinn áhuga á að bera þessa tvo bíla saman. Maður er orðinn spenntur að sjá útkomuna á öðruvísi breytingu á Jimny en með Formverks-könntunum. Endilega skellu inn nokkrum myndum.
Það er vafalaust hægt að sleppa billegar með breytinguna ef maður gerir það sjálfur með gummílistum og járnsög, en verður útkoman eins flott og sá rauði er? Þú færð það sem þú borgar fyrir! Látum myndirnar tala sínu máli!
Jimny kveðja,
ÓAG.
R-2170.P.S. Hvenær fer einhver að setja Jimny á 38"…………..
21.01.2004 at 19:06 #485248
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
já gislisv hvar eru myndirnar? 38" ahhh heldur mikið en ég vil miklu frekar sjá það undir xl-7… hvernig væri það…
35" á jimny vil ég svo sjá… nema ég geri það bara sjálfur…
21.01.2004 at 19:11 #485250Ólafur kemur inn á kjarna málsins, er verið breyta bílnum til þess að hann líti "flott" út eða er það til þess að auka notagildið? Mann grunar að stór hluti jeppabreytinga á Íslandi séu gerðir til að sýnast, frekar en að menn noti bílana til að ferðast þar sem reynir á breytingarnar. Það skýrir þessi fáránlegu peninga sem menn eru að setja í brettakanta.
Ef notaðar eru innvíðar felgur (miðja færð), þá ætti ekki að þurfa kanta fyrir 31"-32" dekk.
-Einar
21.01.2004 at 19:32 #485252
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
menn eiga bara að breyta eins og þeir vilja og það kemur eiginlega engum öðrum við og persónulega mundi ég vilja að bíllinn minn liti mjög vel út OG kæmist eitthvað almennilega utan vega þannig að reyna mætti á hann. svo er verðið stór þáttur. þeir sem eiga fyrir flottri breytingu frá fagmönnum nú gott mál bara og áfram Jimny!!!!
21.01.2004 at 20:04 #485254Þar sem ég er ,,fátækur námsmaður" verð ég að ákveða hvernig ég ráðstafa mínum litlu tekjum í jeppann minn, þ.e. velja og hafna. Eins og góður jeppamaður vel ég auðvitað fyrst að útbúa bílinn þannig að hægt sé að nota hann, t.d. með hækkun og stærri dekkjum o.s.fr.v.
Hins vegar er Jimnyinn frekar eigulegur bíll, á meðan maður á ekki fjölskyldu eða aðra fylgihluti, svo að þegar fjárhagurinn leifir má vel vera að maður splæsi í þessa kanta. Mér blöskraði bara svo verðið á þeim, Formverk setur 84.000kr á þá og Fjallasport 69.000kr.
En það þýðir víst ekki að væla, ég veit vel að þetta er ekkert ódýrt sport.Það er spurning hvort þeir lækki verðið með tímanum, eða hvort einhver annar mun bjóða upp á sambærilega kanta á lægra verði. Ég tel það ekki útilokað, þar sem áhugi á þessum frábæru bílum virðist vera að glæðast.
Staðan á mínum bíl er þannig í dag að hann er á 31" og 7" breiðum álfelgum. Þau dekk standa ekkert út fyrir brettin, en þó þurfti ég að saga aðeins innan úr þeim. Lokafrágangurinn líður helst fyrir tímaskort en ég er nú búinn að vera að njósna um þessa tvo helstu, þinn (olafurag) og þennan 33" breytta.
33" bíllinn er með netta gúmmilista umfram brettakantana og mér finnst það nú bara ekkert ósnyrtilegt.Myndir af bílnum koma inn um leið og ég hunskast til að þrífa hann og fæ góða birtu.
Jimny kv.
Gísli S.P.S. Ég ætla ekkert að deila við þig um það, að þinn er mun flottari með kantana, en hafa skal það sem hendi er næst…
P.P.S Hafiði séð þann vínrauða nýlega? Ég sé ekki betur en að hann hafi rúllað sér aðeins á toppinn, ljótt að sjá
21.01.2004 at 20:06 #485256
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er ekki hægt ad gera þetta bara skref fyrir skef. Setja púða undir gormana og taka svo eina og eina helgi í þetta, er eithvað sem mælir gegn því annað en að hann eigi eftir að vera svoltið asnalegur meðan á þessu stendur?
hvernig er það með þetta núna með breitta bíla þarf maður að setja veltigrind og slökkvutæki í þá til að fá skoðun?
Ég átti suttan fox sj10 þangað til að hann fór í flikk flakk með skrúfu afturábak niður brekku og dó. Hann var á Armstong desert dog at dekkjum sem voru rosalega mjúk og góð og hann rásaði mjög lítið á þeim. En þau eru ekki til lengur hvaða dekk ætti ég að spá í undir Jimnyinn?
21.01.2004 at 20:09 #485258Við þetta má kannski bæta að felgurnar mínar, sem eru gamlar orginal Bronco álfelgur, eru það innvíðar að ég þarf að nota 6mm speisera að framan, til að felgan rekist ekki í stýrisendann. Það kemur þó ekki að sök.
Ég hef líka keyrt hann svolítið á 30" á mjög útvíðum felgum, en þær valda titringi í stýri, og ég er ekki frá því að spindillegurnar og hjólalegur að aftan hafi farið m.a. af þessum sökum. Sveiattan.
Ég er svona í rólegheitum að leita mér að 8" breiðum felgum og einhverjum góðum 32" dekkjum, þá held ég að flotið sé orðið alveg nógu gott fyrir bílinn.
21.01.2004 at 20:15 #485260
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
hvernig er það þegar þeir eru hækkaðir á boddý. eruð kubbar soðnir við grind eða boltaðir eða hvað, og hvað 6-8 cm, og hvað þarf svo að lengja..gírstöng…..og fl.?????
21.01.2004 at 20:17 #485262jújú, það er fínt að taka þetta í áföngum, þannig fór ég að með minn bíl.
Byrjaði á að setja 4cm álklossa ofan á gormana, lengja dempara og ,,rýmka" brettin örlítið. Það var ekki nóg fyrir 31", því þegar ég skrapp á langjökul nokkru síðar brotnaði hornið á framstuðaranum í Kaldadal, væntanlega hefur dekkið hoggist upp í hann.
Þá var bara að smella boddíhækkun undir hann, ég valdi að hækka um 6cm í viðbót, og það virkar svona skrambi vel, bíllinn er ekkert asnalega hár, en dekkin hafa aldrei rekist í boddí eftir þetta.
Var Foxinn þinn nokkuð sá sem tók snúninginn á Snæfellsnesi í fyrrasumar?
kv.
Gísli S.
21.01.2004 at 20:25 #485264Hækkunin er sú sama og á 33" súkkunni. Boddíið er fest með átta boltum, en til að ná að festa það með upphækkunarkubbum þarf að lengja boltana.
Athugaðu að losa bremsurörabracket (bæði í hjólskálum og á hvalbaknum), bensínstútinn úr boddíinu og jafnvel handbremsubarkann. Man ekki eftir fleiru.
Gírstöngina lengdi ég ekki og hún virkar sem áður, en millikassastöngina lengdi ég jafn mikið og ég hækkaði boddíið, annars gat ég ekki sett í lága.
Kv. Gísli
21.01.2004 at 23:17 #485266
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nei hann endaði ævina uppí heiðmörk með miklum loka tilþrifum. Fjaðrirnar að aftan voru brotnar að aftan og ég hefði ekki nent að gera við það og hann var líka á gormum og svo það var enginn verulegur munur.
En svo gerðist það! ég var að bakka niður brekku í lausamöl og ætlaði að negla svo á bremsuna og látan slúast framm, oft gert það með heilar fjaðrir og ekkert mál.
En í þetta skippti fékk annað aftur dekkið fast grip þegar bíllin var hálfnaður með hringinn, og liftist uppá brottnu fjaðrirnar og skíst svo einhverneginn uppí loftið. Bíllin kemur svo beint niður á húddið ( slepti skottinu og þakinu) og sníst þar í skrúfu og kemur svo niður á þakið og veltur svo á hliðina.en ég lifði:)
22.01.2004 at 08:27 #485268við fögnum því
22.01.2004 at 09:08 #485270jÁ ÞAÐ ER SATT MEÐ VÍNRAUÐU SÚKKUNA, ÉG ER EIGANDI AF HENNI OG MISSTI HANA Í HÁLKU Í STÓRU S BEYGJUNNI UPPÍ BLÁFJÖLLUM OG ÁÐUR EN ÉG VISSI VAR ÉG Á HLIÐ ÚTAF!! MJÖG SÁRT FYRIR SÁLINA EN ÉG VAR SVO SEM GÓÐUR Á LÍKAMA!! EN G.B TJÓNAVIÐGERTÐIR ERU SVO YNDISLEGIR AÐ VILJA GERA VIÐ BÍLINN FYRIR MIG OG HANN FER INN Á MÁNUDAGINN NÆSTA!!
ÞÉR ER FRJÁLST AÐ KOMA OG SKOÐA BÍLINN MINN EF ÞÚ VILLT SJÁ HVAÐ FJALLASORP HAFA BARDÚSAÐ VIÐ HANN.
ÞAÐ VÆRI ROSALEGA GAMAN AÐ VIÐ JIMNY EIGENDUR EÐA BARA SUZUKI YFIR HÖFUÐ FÆRUM SAMAN EITTHVAÐ!! ÉG OG FÉLAGI MINN SEM ER Á SIDEKICK Á 35 FÖRUM MIKIÐ Í STUTTAR FERÐIR,INNSTIDALUR ÞINGVELLIR O.F.L OG ÞAÐ VÆRI GAMAN AÐ FÁ FLEIRI SÚKKUR MEÐ, STOFNA EINSKONAR SÚKKU MAFÍU ;)FRAMTÍÐARPLÖN ERU LANGJÖKULL OG SKJALDBREIÐ O.F.L EN EINS OG ER ERU SÚKKURNAR ÓSTARFHÆFAR MÍN VEGNA LÝTIS OG HANS VEGNA LENGINGAR .ÞIÐ GETIÐ KÍKT Á SÍÐUNA MÍNA http://WWW.BENNYS4X4.TK EF ÞIÐ VILJIÐ EINHVERJAR UPL EN HÚN HEFUR EKKI VERIÐ UPPFÆRÐ NÝLEGA VEGNA FLUTNUNGA OG PERSÓNULEGS ÁFALL!! (SÚKKAN VELLTIR)
ÞAÐ VIRÐAST EINNIG SUMIR HALDA AÐ MÍN SÚKKA OG SÚ ELDRAUÐA SÉ HIN SAMA EN SVO ER EKKI MÍN ER VÍNRAUÐ, ER RAUÐA Þ.A.S ELDRAUÐA LÍKA KOMINN 33 EÐA ER MÍN SÚ EINA ÞANNIG??
FERÐAKVEÐJA SÚKKRULES A.K.A KLEUS
(KLEUS VIRKAR EKKI EFTIR SMÁ AUGL SEM ÉG SETTI INN) 😉
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.