Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Suzuki Jimny…
This topic contains 40 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.01.2004 at 16:19 #193405
AnonymousSuzuki Jimny… Var að spá í það hvort þið vissuð eitthvað meira um þessa bíl en ég. Er auðvelt að breyta þeim og hvað er þorandi að breyta þeim mikið. Hafa þeir nógan kraft fyrir mikið stærri dekk…
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.01.2004 at 16:22 #483592
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
08.01.2004 at 16:40 #483594
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
08.01.2004 at 17:20 #483596
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Gremlins!
Ef ég væri þú þá myndi ég nú setja bara bílinn sem þú átt á 35". Þú ert með Grand Vitara og eru þeir að koma skemmtilega út á 35". Þá ertu líka með almennilegan bíl.
Jónas
08.01.2004 at 18:07 #483598Ég á einn Jimny og er búinn að breyta honum fyrir 31" dekk.
Hann kemur nokkuð skemmtilega út, enda fisléttur, þó hann sé á grind og með hásingar.Hann er til sölu líka, ef einhver hefur áhuga.
Kv.
Gísli
08.01.2004 at 18:11 #483600það er auðvitað ekkert rífandi power, en það má sjálfsagt opna púst og eitthvað fleira. Annars ræður hann vel við 31", hef líka prófað rauða 33" bílinn og hann var ekkert ósprækari. Það má minnast þess að Foxarnir eru enn í góðu gildi með kraftminni 1300 vélar og maður hefur séð þá á allavegana 35" með þeirri vél. Jimnyinn er auðvitað bara lúxustýpa af stutta Fox.
08.01.2004 at 18:26 #483602
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Takk fyrir þetta. Ég er að spá í að fá mér Jimny, þó síðar verði. Setja í hann K&N síu, breyta pústinu og kannski eitthvað fleira og ég held að ég myndi fara í 31".
08.01.2004 at 19:07 #483604
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég gleymdi að spyrja ykkur áðan að því hvað það kostaði að breyta svona bíl fyrir 30"-31". Og hvað felur sú breyting í sér. Eru bara settir kubbar undir gorma eða hvað – þarf að klippa úr? Hvað er mikið sem er sett undir gorma. 2"??
08.01.2004 at 19:09 #483606
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er ekki ódýrast að setja bara undir gorma og setja hann bara á 30"x9.5". Nægir mér alveg…
09.01.2004 at 13:27 #483608Ég setti undir gorma á mínum (4cm) og boddíhækkun líka (6cm) og það er mátulegt. Það þarf ekki mikið að mixa fyrir boddíhækkun, færa tvö bremsurörabracket og lengja millikassastöngina. Man ekki eftir að hafa gert neitt meira.
09.01.2004 at 13:29 #483610Kostar ekki mikið ef maður gerir sjálfur. Gormakubbarnir kostuðu ca. 8000kall og boddíhækkunin 12.000, smíðað eftir pöntun hjá Árna Brynjólfs í Hafnarfirði.
Gormahækkunin ein og sér reyndist ekki nægileg hjá mér fyrir 30" dekk. Hélt fyrst að ég gæti sloppið þannig.
09.01.2004 at 13:58 #483612
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
gislisv… eru ekki myndir af þínum hérna einhversstaðar?
09.01.2004 at 14:06 #483614
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er ekki hægt að síkka stífurnar og setja stærri gorma undir eða hvað??? (Nýr í þessu – veit ekki mikið um þetta.)
09.01.2004 at 15:59 #483616
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Endilega miðlið visku ykkar miklu jeppakallar til þeirra sem vilausir eru. (Ég)
Er hægt að fá læsingar að aftan í Jimny og hvernig þá.
Fínt ef þið deilduð því kannski með mér hvernig helstu gerðir læsinga virka og hvað þær kosta.
09.01.2004 at 16:07 #483618það borgar sig held ég ekki að hækka bílinn meira á gormunum, þá ertu að hækka þyngdarpunkt bílsins mun meira, heldur en ef þú lyftir bara boddíinu. Þar að auki er fjöðrunin það góð orginal, að það væri synd að ,,skemmileggja" hana. Það er langbest í rauninni að hækka sem minnst og skera þeim mun meira úr.
Þér er velkomið að kíkja við ef þú vilt skoða hvernig ég fór að þessu, þetta eru frekar einfaldar aðgerðir.
Myndirnar í albúminu mínu eru allar af bílnum óbreyttum, en ég býst við því að bæta úr því eftir helgi maður fær gott veður um helgina.Kv,
Gísli S.
6906747@internet.is
09.01.2004 at 17:43 #483620°´Eg get nú ekki verið sammála um að það sé góð fjöðrun í jimny, ´´holottum malarvegi byrjar hann straxv sð skoppa ofaná!
Það þykir nú líkleg ástæða fyrir öllum rúllubílunum yfir sumartímann.En er búið að smíða 33" kanta fyrir hann??
síðast þegar ég vissi voru bara til 31" kantar sem eru samt sem áður notaðir f 33"það er til læsing í annaðhvort aftur eða framm drifið, ég man ekki hvort það var,, en í það drif hægt er að læsa var ættað ú foxinum.
09.01.2004 at 17:55 #483622
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það eru til kantar fyrir 31"-32".
09.01.2004 at 18:21 #483624ástæðan fyrir öllum þessum rúllubílum er sú sama og á t.d. stutta krúser, þeir eru fullstuttir fyrir eigin breidd. Það gildir það sama og áður, bílstjórinn veltir bílnum, ekki fjöðrunin eða annað.
Minn bíll er bara nokkuð mjúkur og góður, enda gasdemparar í honum sem ég held að séu orginal og mátulega mjúkir gormar.
Síðast þegar ég vissi var bara ein tegund af köntum til á þá og var sú gerð bæði notuð fyrir 33" og 31". Ástæðan fyrir því að ég fjárfesti ekki í svoleiðis er sú að þeir kosta um 70.000kr sem mér finnst nú helvíti blóðugt fyrir ósprautaða kanta.
Veit einhver hvort hægt er að setja lægri drifhlutföll úr fox í jimnyinn?
09.01.2004 at 22:38 #483626
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mig langar að benda á eitt að í þessum bílum á það til að fara úr sambandi frammdrifið ég man ekki hvernig en kunningi minn á svona bíl keyfti hann nýjan úr kassanum og það hefur tvisvar farið úr sambandi, fyrsta skifitð var þegar ég dró hann úr drullumalli.
10.01.2004 at 00:12 #483628Það gleður mitt hjarta að sjá áhugann á þessum bíl þar sem það var nú ég sem átti fyrsta breytta Jimny bílinn, þennan rauða á heimasíðunni hjá Suzuki og Formverk!
Ég lét Bjarna hjá Formverk smíða kanntana og Reynir í Fjallasport breytti honum fyrir 31" dekk. Kanntarnir voru smíðaðir fyrir allt að 32" dekk, en mér var ráðlagt frá því á sínum tíma að fara alla leið í 33" eins og ég ætlaði fyrst að gera. Ástæðan var sú að ekki fengust hlutföll í bílinn á þeim tíma og yrði hann of hátt gíraður á 33" og þ.a.l. leiðinlegur í akstri. Þessi vínrauði fór svo alla leið seinna og notaði kanntana mína og setti aukalega gummikant til að ná út yfir dekkjamunstrið.
Þetta var mjög skemmtilegur bíll og fór ég mikið á honum, t.d. upp á Langjökul, upp að Heklu þegar hún gaus síðast og yfir Hellisheiðina þegar hún var lokuð og þrengslaævintýrið var í fullum gangi. Magnaður bíll en of lítill fyrir okkur og því var ákveðið að selja hann og fá sér stærri, en minningin lifir.
Ég set einhverjar myndir inn af honum við tækifæri.
Jimny-kveðja,
ÓAG
R-2170.
10.01.2004 at 00:35 #483630Nokkrar myndir komnar inn á myndasíðuna.
Kveðja,
ÓAG.
R-2170.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.