This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörtur Sævar Steinason 14 years ago.
-
Topic
-
Góðan daginn,
er með Vitöru í skúrnum sem ég er búinn að vera að vinna í af og til lengi og alltaf keyrt nánast óstudd. En það gerðist núna um dagana að ég ætlaði að færa hana milli skúra, ég sest inn svissa á og set í gang, en viti menn hún drepur nánast strax á sér aftur og kveikir Hazard ljósið í mælaborðinu. Ég lét mér detta í hug bensíndæla og reif tankinn undan en allt kom fyrir ekki þar var allt í lagi. Talaði um þetta við þá niður í umboði og vissu þeir ekki um svona einkenni en héldu kannski að tengdist þjófavörninni og þá í lyklinum. Þeir kannast ekki við Hazard ljósið. Núna hagar það sér þannig að ég svissa á bílinn og allt í lagi en svo prufa ég að starta og kveikir hann þá Hazard ljósið og logar það stöðugt.
Ef þetta tengist þjófavörninni hvað á ég að gera ekki er hægt að keyra bílinn??
Er eitthvað trix sem ég get gert???
Kveðja Hjörtur og JAKINN
You must be logged in to reply to this topic.