Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › suzuki fox, vélar pælingar??
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Árni Júlíus Rögnvaldsson 15 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.10.2009 at 05:29 #207844
eg er að vandræðast með súkkuna mína, það var ofaní henni original 45 hestafla vél og reif eg hana úr og er að gera bílin upp, og núna er komið að þvi að setja vél í bílinn, og ekki fer original vélinn í aftur, og er budgetið af skornum skamti, var bara að hugsa hvort það séu ekki eitthverjir herna sem hafa átt fox og staðið i þessu, eða jafnvel eiga eitthvað sem hentar fyrir lítin pening, þá er spurning,
hvað hentar best,
hvað er einfaldast,
hvað er ódýrast,
hvað er öflugast,
átt þú eitthvað eða veist um, dísel eða bensin stórt eða lítið,
bíllinn verður ekki hafður á stærra en 35″ yfir veturinn, original hásingar og millikassi er enþá undir bílnum,
allt info vel þeigið eg hef alldrey komið vél fyrir í bíl þar sem hún á ekki heima,
læt eina mynd af bílnum filgja,
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.10.2009 at 09:21 #664318
b20 væri möguleiki oní svona bíl. Sjálfsagt hægt að finna þær ódýrt en þær eru kannske ekki alveg áreiðanlegustu mótorarnir…
4,3 Vortec væri líka möguleiki en þá er spurning um pláss.
En hvað um 2l vitöru mótor? Hægt að finna þá og ætti að passa þarna oní… til bæði dísel og bensín af því dóti
2,9l v6 úr ford bronco dettur mér líka í hug… Það er ógrynni af ódýrum vélum þarna úti
Buick V6 gæti hugsanlega komist þarna oní…
Svo er þetta náttúrulega líka pæling með að þú vilt ekkert endilega vera með "of mikið" af hestöflum ef þú vilt forðast hásingaskipti…
120-150 hestöfl er alveg "temmilegt" þó að 2-250hp sé skemmtilegra.
30.10.2009 at 11:53 #664320Ég var fyrst með B20A og síðar B20B sem ég tjúnaði aðeins til og það var bráðskemmtilegt, allt annað líf miðað við 1300cc 68 hestafla vélina sem var í honum áður. Vissulega þurfti svolítið að klappa þessu en þegar það var búið að gera vélina góða þá var þetta bara gaman
Þekki einn sem var með B19 sem bara virkaði og einhverjir voru með B21 og B23.
Ég get því mælt með VOLVO sem góðum kosti, einfallt að koma þessu fyrir en spurning um hvort það sé ekki erfitt að fá góða mótora í dag.
kv. Jón Hörður
30.10.2009 at 17:19 #664322Það eina sem virkar í svona smíði er eitthvað sem er laust við óþarfa rafmagnsvesen eins og vélatölvur og þess háttar. Ef þú finnur gamlan Camry eða Daihatsu Charmant þá ertu með þokkalegt kram. Annars eru litlar vélar með afturdrifskassa sjaldséðar í dag, það er helst að finna gamlar toyotur eða mözdur til að slátra í þetta, Mazda 929 með 2.2 magnum væri flott í svona mix.
Svo er alltaf möguleiki að kanna hversu lengi Suzuki Swift vélarnar passa á kassan úr Foxinum. Svoleiðis 1.3 GTi vél með innspýtingu væri kanski þess virði að vinna rafmagnsvinnuna við ef hún passar á kassann.
30.10.2009 at 19:26 #664324Ég er mikill volvo kall, og ég spyr, hvað er B20B ??
En í þessum bíl er sjálfstæður millikassi ef mig minnir rétt. sem gefur ýmsa möguleika.
Ég mæli með B230, léttir, endingargóðir og þriggja stafa hestafatala. Ég er með svoleiðins mótor í grindinni minni með súkku millikassa og ég er mjög ánægður með það!
Go volvo!
30.10.2009 at 20:00 #664326Ég veit lítið um Suzuki, alltof lítið. En mér er spurn; passar ekki V6 vélin frá Suzuki, sem er t.d. í Vitara við kúplingshúsið á þessum bíl?
30.10.2009 at 22:26 #664328Talandi um volvo vélar í þetta þá á ég kúpplingshús á milli b20 og fox kassa sem ég mun aldrei nota. Já og líka tvær vélar í Carínu 82 og charmant með öllu utaná sem hafa alltaf verið inni.
30.10.2009 at 23:53 #664330Sæll
Suzuki GTI 1300 101 hestafl og fislétt. Veit um eina svona súkku 410 með svona vél og á 33" sú virkar vel.
Allt volvó dótið er dálítið þungt þótt það sé gott.Kv. Olgeir Ö.
31.10.2009 at 00:51 #664332veddi? til í að láta eitthvað?? er það til að setja saman kassan úr súkkunni við vélina úr vollanum eða?
og það er frístandandi millikassi í súkkunni
og eg var með volvo b20 en fanst hún frekar þúng og gömul og léleg,
1,3 gti finst ekki í dag,
þarf ekki fleiri hesta en 60 til 150
skoða samt sem áður alla kosti,
hvernig bíl á eg að leita af varðandi volvo vélarnar, b19, b20, b21, b23 og b230 í hverju er þett að finnast,?
ameríst kemur til greina ef það er létt og original kram dugir, annars á eg til 9" ford og dana35, ef úti það er farið, vest að kúlan á 9" er í miðjunni en millikassin en skaftið til hægri frá kassanum, stefni samt á original kram,
31.10.2009 at 13:06 #664334[quote="ElliOfur":1ivt10p4]Ég er mikill volvo kall, og ég spyr, hvað er B20B ??
En í þessum bíl er sjálfstæður millikassi ef mig minnir rétt. sem gefur ýmsa möguleika.
Ég mæli með B230, léttir, endingargóðir og þriggja stafa hestafatala. Ég er með svoleiðins mótor í grindinni minni með súkku millikassa og ég er mjög ánægður með það!
Go volvo![/quote:1ivt10p4]B20A er þessu dæmigerða sem var hér á landi, um 75 hestöfl með einum blöndum.
B20B var ameríkutípa með tvo blöndunga og mig minnir (orðið ansi lang síðan ég var í þessu volvo dóti) að hún hafi verið með hærri þjöppu og öðrum knastás. Allavegana var hún uppgefin í kringum 120 hp frá Volvo og var miklu skemmtilegri.Þetta tveggja blöndunga dót var frekar erfitt við að eiga (vantaði líklegast kunnáttumenn hér á landi), ég gat stillt þetta sjálfur þannig að það gekk vel en hann mengaði aðeins of mikið. Brimborg kunni hinsvegar ekkert að stilla þetta og klúðraði algjörlega öllu nema að rukka mig (bíllinn varð nánast óökufær).
Þegar ég tók hana upp þá setti ég knastás úr B20E, einn blöndung af B21 (átti grein fyrir einn blöndung) og ljósnemakveikju. Bíllinn varð miklu skemmtilegri við þetta, þrusuvann og eyddi ekki miklu
31.10.2009 at 13:11 #664336Sæll Súkku félagi Birgir
Ég er nú með Volvo B230 eins og þú kannski veist, dálítið þung sleggja en togar alveg ótrúlega, er með Volvo 5 gíra kassann og er hann með frekar lágum 1. gír og er bara að virka vel. Það eru tveir ókostir við þessa vél, hún er frekar þung eitthvað í kringum 160 kg. Og svo hitt að vera með frekar leiðinlegt blöndungsdót (SU, Stromberg) sem gerir það að verkum að það er voða lítil snerpa í þessu. Ég er búinn að pæla mikið í þessu og það kemur svo sem ekki voðalega mikið til greina því einfaldar blöndungsvélar eru ekki að verða auðfundnar.Toyota R20 og R22 vélarnar eru frekar léttar eða um 145 kg. R20 vélin er rétt kringum 95 hestöflin og tog ca. 160 N-m R22 er svipuð í hestöflum eða rétt um 100 en togar meira eða 170 – 190 eftir útfærslum (innspýting,túrbo) þessar véla henta vel í svona létta bíla en liggja kannski ekki á lausu. Ég skoðaði einnig dálítið Buick V6 225 (gömlu odd-fire eða Dauntless vélina) en hún er frekar þung eða 180-190 kg. og ekki auðvelt að finna þær og svo þóttu þær hálfgerðir vandræðagripir vegna kveikjukerfisins. Það koma svo sem fleiri V6 vélar til greina t.d. V6 Vortex 4,3 frekar þung en aflmikil, Ford 2,3 -2,9 eru aðeins léttari og aflminni, 2,3 er um það bil 108 hestöfl en 2,9 ca. 140. Flestar þessara véla eru innspýtingarvélar sem er í sjálfu sér gott en geri það að verkum að það er mun meira mál að setja þær ofaní . Það sem ég er kannski mest búinn að skoða er 3,5 V8 Rover, ekki mjög þung af V8 véla að vera ca. 150-160 kg og 160 hestöfl, togið er 280 N-m við 2600 sn. Tiltölulega lítið mál að fá meira afl út úr þeim, annað millihedd og blöndungur+flækjur og þú ert farinn að nálgast 200 hestana.
Það er endalaust hægt að velta sér upp úr þessu en maður verður bara að taka ákvörðun og halda sig svo við hana sama hvað á gengur.
Súkkukveðjur BIO
31.10.2009 at 13:36 #664338
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
3.0 VZE (í XTraCab og 4Runner) hefur ekki verið nefnd hérna.
Hún er alls ekki þung, bara svipuð og Rover V8 vélin.Ég hef nú aldrei pælt í því með þessa vél áður, en það er í sjálfu sér ekki útilokað að græja á hana millihedd fyrir blöndung og leggja öllu tölvudótinu. Gætir fengið mjög skemmtilega græju út úr því. 2ja hólfa blöndungur af amerískri vél er örugglega fínn kostur.
Klára málið með flækjum, frekar grönnum en mjööög löngum. Fyrir 35mm innanmál á rörum ætti að fara í rétt rúmlega 100cm pípur.Mig minnir að kveikjan sé ekkert rosalega tölvuháð á þessari vél, kannski þarf að setja mekaníska flýtingu á hana, en mig minnir reyndar að það sé vakúmpúngur á henni original.
Aðal kosturinn við þessa vél er að það er frekar auðvelt að finna þokkalegt eintak, og ef eitthvað vantar í hana fæst það Í Kópavogi og jafnframt í USA ef einhver kunningi á leið þangað.
kkv
Grímur
31.10.2009 at 15:16 #664340Ef þið eruð í alvöru að pæla í Volvo með Zenith carburetor og fá hann til að ganga eðlilega, þá veit ég að Árni Hrafn Árnason á Eldshöfða 15 veit allt um þessar vélar og margreyndur í að temja þær.
31.10.2009 at 20:04 #664342ÉG ER AÐ RIFA 4RUNNER
Ég á 3.0 VZE úr (4Runner)
og nýlega upptekna sjálfskiptingu
mótor gengur ljúft og skiptinginn mjög góð
getur fengið mótor,skiptingu,tölvu og rafkerfið
á 45þkv.Fannar
31.10.2009 at 21:24 #664344Björn nefnir 2,9 ford þá er mun betra að ná sér í 4.0 ford mun öflugri en byggð á sömu blokk hægt er að setja blöndung á þær ef menn vilja
02.11.2009 at 23:51 #664346Það virðist vera í tísku í útlöndunum að setja VW dísel vélar ofaní Súkkur. Finn í fljótu bragði tvö fyrirtæki sem selja þau millistykki sem til þarf:
[url:2gnn9j3p]http://www.acmeadapters.com/index.php[/url:2gnn9j3p]
[url:2gnn9j3p]http://www.rocky-road.com/diesel.html[/url:2gnn9j3p]
Þessir seinni allavega virðast líka eiga allskonar skemmtilegt dót í þessa bíla.En menn eru kannski ekki á þeim buxunum að flytja mikið inn í dag.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.