This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Ingi Óskarsson 16 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar, ég var að velta því fyrir mér hvort þið gætuð aðstoðað við bilanaleit.
Sjúklingurinn er Suzuki Vitara 96 árgerð, 1600cc 16v og beinskiptur. Þannig er mál með vexti að bíllinn fer í gang án vandræða og hægt að taka af stað, en ef gefið er hraustlega inn er eins og hann kafni á inngjöf, drepst næstum á og hann kemst ekki úr sporunum. Með lagni og mjög lítillin inngjöf er hægt að koma honum uppí svona 60 í öðrum gír en ef það kemur brekka þá kafnar hann og maður verður að lulla upp í fyrsta, rétt hraðar en í lausagangi. Ef hann hins vegar gengur lausagang í meira en ca. 2 mínútur, þá drepst á honum og maður verður að pumpa gjöfina til að koma honum í gang.
Búið er að athuga eftirfarandi:
Nýjir kertaþræðir
Nýtt kveikjulok
Ný kerti
Nýr kveikjuhamar
Skipta um bensínlok
Athuga þjöppu á cylindrum, hún var ágæt
Athuga kælivatn, kælivatnsskynjarar eiga víst að geta verið með vandræði ef vantar vatn.
Athugatímareim og skipta um hana.
Skipta um bensínsíu.
Ekki búið að mæla þrýsting frá bensíndælu, en spíssareilið fær þó líklega nógan þrýsting því þar spýtist út bensín ef maður losar endaboltann.
Prófa að tengja og aftengja loftflæðiskynjara, breytti engu.
Það er ekkert ljós í mælaborði.Þannig að við erum eiginlega uppiskroppa með hugmyndir. Þær væru allar vel þegnar.
kveðja,
Gísli Sveri
You must be logged in to reply to this topic.