Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Suzuki 1600 8v
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Grímur Rafnsson 16 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.11.2008 at 18:38 #203173
Veit einhver hvort að suzuki 1600 8v vélinn slái upp í ventlana þegar hún fer yfir á tíma. Þessi vél er eithvað á bilinu 1989-1992+
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.11.2008 at 19:30 #632458
Ég held ég fari rétt með að 1600 Suzuki vélinn slái ekki upp í ventlana en 1600 16v gerir það hinsvegar.
Súkkukveðjur BIO H-1995
08.11.2008 at 19:38 #632460já það sagði mér einhver að þessi vél gerði það ekki.
En þannig er mál með vexti að ég skipti um vél í sumar og strekti þá aðeins á tíma reiminni en síðann ég skipti um vél hefur hún reykt alveg einsog díselbíll og eitt einsog andskotinn. búið að skipta um súrefnisskynjara og brasa helling í þessu en ekkert finnst. ég skoðaði reimina áðann og þá var hún frekar slök og búinn að hoppa um 3 tennur
08.11.2008 at 20:19 #632462Ég held þú ættir að skipta um tímareim og stilla hana rétta á tíma og vita hvort vandamálið er ekki úr sögunni. Það passar alveg að ef vélin er vitlaus á tíma þá veður bæði blanda og bruni vitlaust og vélin haugeyðir og verður máttlaus. Í stuttu máli vitlaus tími kolómöguleg vél.
Kv BIO
08.11.2008 at 23:38 #632464Var nú full fljótur á mér með þessar 3 tennur fór aðeins merkja villt. en staðan er sú að tímareiminn er orðinn full teigð þannig að þetta er að muna um hálfri tönn og strekjarinn er hættur að strekja hana almennilega.
en ætla að taka heddið af á morgunn og líta á blokkina og ventlasætin. Ákváðum að þjöppumæla hana og hún virðist þjappa full lítið.En þá kem ég með aðra vanga veltu. best að taka það framm að það var 1300 mótor með EFI dóti í bílnum en ég skipti honum út og setti 1600 og allt 1300 dótið utan á hana.
ég var að spá hvort stimplarnir væru jafn sverir í þeim því að 1600 vélinn er aðeins hærri og datt í hug að þannig næðu þeir þessum 300cc í viðbót. var þá að spá í að hona vélina ef slífarnar væru ekki þeim mun meira rifnar og nota stimplana úr 1300 vélinni
09.11.2008 at 12:37 #632466Það er spurning hvort innspýtingin af 1300 vélinni virki almennilega með 1600 vélinni þó svo að mekanikkið sé kannski það sama er ekki þar með sagt að vélartölvan passi. Það sem ég hefði gert var að setja Vitöru vélina með öllu yfir í hinn bílinn. Hefði kostað meiri rafmagnsvinnu en þá værir þú með rétta tölvu fyrir innspýtinguna. Hvað varðar borun og slaglengd er hún eftir því sem ég kemst næst ekki sú sama, 1300 vélin er með borun 74.0 mm og slaglengd 75.5 mm en 1600 með 75.0 mm x 90 mm. Miðað við að þetta sé rétt gengur það ekki upp að nota stimplana úr 1300 vélinni. Hvað var hún að þjappa? Þjöppun á að vera held ég 14.0 kg/á fersentimetra og helst ekki að fara niður fyrir 12.0
Kv. BIO H-1995
09.11.2008 at 20:07 #632468Hún er að þjappa um 9kg/cm2. en breystist þjöpunin ekki aðeins eftir því hvað hún startar vel
En ég tók heddið af í dag og það var ekki að sjá að slífaranar væru nokuð rifnar. Er ekki búinn að ná ventlunum úr heddinu til að líta á þá en geri það vonandi næstu helgi. En þessi 1600 vél var með blöndungi. og þessi innspýting var nú bara blöndungur með spíss (trotlebody) sem sagt bein inspýting í blöndung. En það gæti svosem alveg verið að þetta dót og talvan passi ekkert utan á hana og virki almenilega.
þakka þér fyrir góð svör og endilega haltu áfram ef þú veist meira eða hefur uppástungurStefán Grímur
09.11.2008 at 22:45 #632470Þetta breytir dálítið miklu, þú ert með TBI innspýtingi eða klósett eins og hún er stundum kölluð og þá vegna eyðslu (þótti eyða eins og sturtað væri niður) Þetta er frekar leiðinlegur búnaður sérstaklega þegar hann fer að eldast og ekki sá sparneytnasti. Það var svona í Vitöru sem ég átti og var ég alltaf í vandræðum með þetta dót, fékk hann aldrei til að ganga hægagang almennilega og hann haug eyddi. Ég var nefnilega ekki alveg að skilja þetta með EFI í Suzuki Samurai hélt að þeir væru ekki til með þeim búnaði þó það geti svo sem verið, hef bara ekki heyrt um það. Þessi þjöppun er frekar lág, en er hann að þjappa jafnt á öllum eða ekki? Það sem gæti verið að er að vélin sé einfaldlega svona slitin að hún haldi ekki þjöppun og blási bara niður en það sæist á óeðlilegri mikilli öndun. Hitt er brunnir ventlar en í því tilviki væri þjöppun kannski misjöfn milli sílendra.
Sennilega væri best fyrir þig að fá þér aðra vél og ef þú villt halda þig við Sukku vélar þá að ná í vél úr yngri Vitöru með EFI. Setja þá vél í með öllu rafmagnsdóti og tölvu, þú fengir með því meira afl og minni eyðslu.
Kv BIO
10.11.2008 at 00:06 #632472hehe ég var nú einmitt nýbúinn að heyra þessa líkingu.ég held nú að þetta hafi verið í lagi hjá mér við 1300 vélina þótt hún hafi að vísu eitt alveg einsog andskotinn en ég keyrði hana nú alltaf í botni. Þetta er nú að verða spurnig um hvað borgar sig að eyða í bílinn. Ég vellti hónum nú í fyrra og í kjölfarið var hann réttur og breytt í leiðinn. fyrst átti bara að fara undir hann 33 en hann er á 35".Svo fékk ég gefins bíl með þessari 1600 vél í og ákvað að skella henni í Mér fannst hann virka mun betur og toga talsvert prufaði 16v súkku í sumar og hún var alveg grútmátlaus en var að vísu svo máttlaus að það hefur nú sennilega eithvað verið að henni. Mér fiinnst eiginlega ekki alveg koma til greina að setja 1300 vélina aftur í og held að það sé best að halda sig við suzuki véranar.
hvernig helduru að vél úr vitöru 96 fari þarna ofaní er eithvað mál uppá gírkassa eða svoleiðis. Svo var nú verið að egna mig í að setja v6 buick ofaní og ég veit um eina slíka en það held ég að sé talsvert meira mál.
En vélinn er að þjappa þarna í kringum 9 á öllum. prufuðum svo eithvað gamalt bragð að setja smá smurolíu innum kerta gatið og ef hún þjappar meira við það eiga hringarnir að vera slitnir en einsog pabbi sagði að ef maður setti of mikla olíu þá minnkar sprengirýmið líka. Það var ekki að sjá að slífarnar væru rifnar og ekki mikil brún á þeimStefán Grímur
P.S ef þig vantar eithvað af orginal suzuki hlutum í þína þá á ég næstum allt
10.11.2008 at 11:41 #632474Vitöru vél úr 96 bíl ætti að smellpassa, held að það sé ekkert vandamál með kúplingshús eða slíkt. Buick V6 er ágætis vél togar vel og allt það en þá eru kominn út í þó nokkrar breytingar og svo er hún þyngri en Súkku vélarnar svo þú ert að þyngja bílinn dálitið með henni
Það er alveg ómögulegt að gefast upp á þessu og ef þú ert að spá í hvað borgar sig eða ekki þá ertu
ekki á réttri hillu í þessum bransa. Það er nú bara þannig með þessa gömlu bíla að auðvitað borgar sig ekkert af því sem að maður er að gera við þá en þetta snýst líka ekkert um það, heldur að hafa GAMAN af því sem maður er að gera. Finndu þér bara aðra vél og skelltu oní og málið er dautt.Takk fyrir þetta með varahlutina, gott að vita af því en það er nú ekki mikið eftir af orginal Súkku hjá mér nema grind og yfirbygging og já millikassi.
Kv. BIO
10.11.2008 at 16:13 #632476Já það er að vísu alveg rétt hjá þér með hvað borgar sig og ekki. ætla allavega að skoða ventlanna í heddinu ef að það er í lagi með þá þá er ekkert annað að gera en að fá sér aðra vél veit sennilega um 1.
Þakka þér kærlega fyrir
ég á nú 2 millikassa og svo á ég líka stefnuljósarofa og allt það drasl reikna með því að það sé ennþá suzuki hjá þérSteán Grímur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.