Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Surburban árg 82
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Hrolfur Árni Borgarsson 11 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.09.2011 at 22:29 #220274
Var að eignast Chevrolet Surburban k20 árg 82. Hann er á 8 gata felgum og mig langar að vita hvort 8 gata felgur undan öðrum árgerðum og tegundum passa undir þennann klett? Hann er á 16,5 en langar að setja undir hann 16 eða 17 tommu.
Eggert -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.09.2011 at 20:04 #736643
Sæll og til hamingju með Suburban. Ég er með 85 módel og það passar undan flestum amerískum upp að 98 árgerðum eða svo, held að það séu bara 2 deilingar í gangi, nýrri og eldri. Er sjálfur með 16" felgur undir hjá mér, það passa ekki 15 enda sú stærð að detta út að því mér skilst. Hef notað 16,5" felgur líka og aldrei verið í vandamálum með hana.
Kv, Stefán
05.09.2011 at 22:56 #736645Ford fór í millimetra deilingu (8x170mm) þegar nýju Super Duty bílarnir eins og við þekkjum þá komu.
Econoline hélt gömlu deilingunni fram undir 2006.GM og Dodge fóru ekki svo ég viti til í nýju deilinguna þannig að þeir eru enn í 8×6.5".
06.09.2011 at 22:31 #736647Eru enn framleidd dekk í 16,5 stærðinni? Mér var tjáð að það væri hætt. Hann er á 35" og á 16,5.
Eggert
12.09.2011 at 17:32 #736649áfram
14.09.2011 at 22:47 #736651þeir í pitstopp áttu allavega gang í þessu máli fyrir um ári. gæti verið að það sé eithvað til þar…
18.09.2011 at 22:24 #736653Hann er með TH400 skiftingu sem nýlega var tekin í gegn, samhvæmt fyrri eigenda, en skiftir sér hræðilega hart í gír nr2 og nr3 og er þá komin á háan snúning þegar hann skiftir sér upp.
Eggert
19.09.2011 at 01:49 #736655Veist þú hver tók upp skiptinguna?
19.09.2011 at 10:10 #736657Ef það er Shift-Kit í skiptingunni þá er það eðlilegt að hún skipti sér hart á milli gíra. En þú gætir þurft að stilla skipti punktana með því að stilla governor-inn í skiptingunni, það er gert með sérstökum lóðum og gormum.
19.09.2011 at 10:19 #736659Ég lenti í því með TH350 að skiptingin lét svona þegar ég lenti í vacuum leka (gömul slanga). Þegar vaccumið var komið í lag þá fór hún aftur að haga sér eðlilega.
20.09.2011 at 11:21 #736661Er einhver sérfróður hér á landi um Dieselvélar í eldri kantinum, sérstaklega um 6,2 D ? Þyrfti að ná tali af þeim manni! Endilega bendið mér á þann mann.
Eggert
20.09.2011 at 13:37 #736663Það eru örugglega ýmsir til sem hægt er að leita til og þá skiptir kannski máli hvað það er sem er að.
Ég hef verið með 6.2 og 6.5 í mínum bíl í meir en áratug. Auk þess að leita til vinanna þá hef ég nánast alltaf fundið svör á: http://www.thedieselpage.com/Fáðu þér netáskrift að þessari síðu og þú finnur nær örugglega svör við því sem þú leitar að.
Kv
Hjalti R-14,
22.09.2011 at 22:38 #736665Er að hugsa um glóðakertin, samkvæmt blaði sem fylgdi surbanum þá er talað um glóðakerti sem nefnd eru 9G sem eiga að vera í honum en samkvæmt grein á netinu í Ameríkuhreppi þá er sagt að endingarbestu kertin séu AC delco # 80G í 6,2 GM Diesel. Ég er bara "venjulegur" landsbyggðar púki og veit lítið um þessa hluti.
KV
Eggert
23.09.2011 at 10:22 #736667Sæll
Þeir hjá Vélum í Vatnagörðum 16 vita ýmislegt um þessi glóðarkerti.Ef ég skil þetta rétt þá eru 9G kertin fljót að hitna og virka vel með tímastillinum sem stýrir glóðarkertatímanum.
11G og 60G kertin eru hægari og þarf því að hita þau lengur til að bíllinn fari í gang
Stundum er settur hnappur í mælaborðið til að geta aukið handvirkt við hitunartímann þegar þessi kerti eru notuðKíktu á þetta http://www.dieselplace.com/forum/archiv … 11838.html
En þeir í vélum geta örugglega hjálpað þér.
Kv. Hjalti
01.10.2011 at 17:42 #736669Þeir í vélum vissu ekkert. það er hætt að framleiða 9G og 11G kertin svo það eina sem er á boðstólum hér á landi eru 60G kerti, sem þurfa lengri hitunartíma. Sjálfvirki hitarinn er að hita í 4,7 sek,slær út í 4 sek, hitar í 1,5 sek, slær út í 4 sek og svo framvegis. Hentar vel fyrir 9G og 11G sem þurfa stutta tíma til að hitna en 60G þurfa 8-10 sek til að hitna. Ekki gott!! Veit einhver hvernig maður lengir hitunartímann með auka tengingu og getur leitt mig í gegnum það ferli?
KV
Eggert
01.10.2011 at 19:01 #736671Sæll
Ef þú vilt lengja hiturnartímann á tímaliðanum þá eru til einhverjar aðferðir til þess.
Ég sá eitthvað svoleiðis einhvers staðar á netinu þegar ég var að skoða þessi mál.Ég leysti þessi mál hjá mér með því að fjarlægja tímaliðann.
Í staðinn setti ég öflugan segulrofa sem er stýrt með handvirkum hnappi úr mælaborðinu.
(Segulrofinn getur verið startpungur úr gamla Bronco eða segulrofi fyrir glóðarkerti úr einhverjum díseljeppa.
Ég held að segulrofinn sem ég er með sé ættaður úr Pajeró dísel )ÉG tengdi sveran vír frá rafgeymi í aðra hliðina á segulrofanum.
Í hina hliðina úrbjó ég 2 stk tengi úr hverju koma fjórir vírar sem liggja til
glóðarkertanna, en þau er eitt fyrir hvern cylinder, samtals átta stykki.Inni í mælaborð setti ég hnapp sem tengir þegar ýtt er á hann.
Hann fær straum þegar svissað er á.Síðan tengist hann í stýripólinn á fyrrnefndum segulrofa.
Einnig tengdi ég gaumljós við útganginn fyrir glóðarkertin þannig að það
lýsir þegar stutt er á hnappinn og glóðarkertin fá straum.Þessi lausn virkar vel. Það sem þarf að passa þegar svona er gert er að hita ekki og lengi
ef glóðarkertin eru viðkvæm fyir hitunartíma.
Hins vegar er kosturinn við þetta að maður ræður hitunartímanum alveg sjálfur.Vonanadi skilur þú þessar leiðbeiningar.
Ef þú sendir mér póstfangið þitt þá get ég útbúið einhvers komar skýringarmynd af þessu
sem ég var að reyna að lýsa.Meilið hjá mér er hjaltimag@simnet.is
Kv. Hjalti
04.10.2011 at 22:22 #736673Sæll
Ég er búinn að taka smá rispu á glóðarkertum í 6.2 og mér var sagt að það séu til a.m.k. 3 gerðir af kertum sem hægt er að velja á milli. 6V, 9V og 12V
Eðlilega eru 6V kertin eldsnögg að hitna og geta eyðilagst hratt og örugglega á 12V hitun ef ekki er farið varlega. Þau taka mikinn straum en mjög stuttann tíma.
9V kertin eru lengur að hitna og geta tekið nokkurn tíma í harðafrosti. Kannski besti kosturinn á 12V hitun.
Svo eru til 12V kerti, þau sem ég er með. Þau taka 10-12 sek á mildum sumardegi og mínútu til tvær í miklu frosti. Kosturinn við þau er að það er nánast ógerningur að eyðileggja þau þó að rofinn brenni saman og þú keyrir með þau á. Gallinn, fyrir utan tímann, er að maður er búinn að valda dálítið bjánalegu álagi á öfluga startgeyma því að allavega þeir sem ég er með eru gerir til að gefa allt sitt á mjög stuttum tíma.
Ég setti tímaliða frá Reykjafelli sem er 12V digital og sagði honum að hita kertin í 12 sek. Á veturna svissa ég á hann nokkrum sinnum til að láta startarann hafa sem minnst fyrir gangsetningu. Klikkaði næstum því einu sinni síðasta vetur en annars var hann kominn í gang á 2-3 sek starti
Kv Jón Garðar
Ætli framtak Blossi sé ekki með kerti í þetta eða bara bílanaust heitið
05.10.2011 at 21:05 #736675Fást þessir tímaliðir ennþá, og ef svo, hvar?
22.08.2013 at 22:06 #736677aftan á þessum bíl er 14 bolta minni hásingin en framhásingin er líklega10 bolta stærri, getur það verið rétt?
Hef ekki hugmynd um hvaða framhásingar voru undir þessum bílum eftir að það var hætt að nota Dana 44 um og eftir 1976.
KV Eggert.
23.08.2013 at 09:32 #73667910 bolta stærri mun vera rétt.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.