Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › super swamper ssr
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Vilhjálmur Kjartansson 20 years ago.
-
CreatorTopic
-
02.01.2005 at 23:44 #195152
jæja strákar/stúlkur ég hef nú ekkert verið að ónáða ykkur á þessu ári með spurningar um dekkin sem ég er að selja en mig langar að vita hvernig super swamperinn er að virka í snjó í samanburði við önnur dekk?
kveðja Ási
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.01.2005 at 00:49 #512234
Sæll Ási og þið félagar, gleðilegt nýtt ár og þakka liðið.
Fórum félagar úr Eyjafjarðardeild í dag inn í Réttartorfu á 11 bílum með brennuefni fyrir næstu helgi en þá verður þrettándagleði norðandeildarinnar haldin.
Brennuefnið sett inn í nokkra bíla og á pallinn hjá þeim sem voru á pallbílum (LR 130, Patrol PickUp, Ram 49?) Patrolinn minn var settur fyrir kerru en ég hef verið að prófa 39,5 Irok, negldum með 205 nöglum í dekki og miðjan microskorin.
Það kom mér þægilega á óvart hvað drifgetan var góð á þessum dekkjum. Keyrði á ca 3 psi, bíllinn ótrúlega stöðugur og rásfastur. Miðað við færið í dag var 39,5? að skila bílnum og kerru vel áfram en þetta er alltaf spurningin um aðstæður.
Það kom vel í ljós að þegar dekkin höfðu flot var tiltölulega áreinslulaust að keyra en á þeim 2 stöðum þar sem að lausasnjór var (púður) þá saknaði ég 44? dekkjanna þó að í þessu tilfelli kæmi það ekki að sök. (aðeins pínu lengur að hjakka).
Í samanburði við 38" GH eða Mudder þá er 39,5" Irok að skila mér heldur betur áfram.
Þess má geta að bíllinn hjá mér var ca 3000 kg og kerran ca 1100 kg.
Vona að myndir birtist fljótlega úr túrnum.
Kveðja
Elli.
03.01.2005 at 01:24 #512236Bendi á að smella á Deildir,—- Eyjafjarðardeild.
Ferð inn á Réttartorfu 2. janúar 2005
Halda Ctrl takkanum niðri og smella á
Myndir sem Erlingur Harðarson tókÞetta er hálfgerð fjallabaksleið en virkar.
Kveðja
Elli.
03.01.2005 at 01:39 #512238Sælir piltar, norðanmenn takk fyrir daginn. Það er skemmst frá því að segja að Elli þurfti ekki að draga mig í dag enda sjálfur þokkalega vel búinn. Þessi Irok dekk virðast vera að virka ótrúlega vel hjá ykkur Benna! Hvað myndirnar varðar þá eru þær [url=http://enigma.network.is/myndir/brennuferd:265dzbk9]hér[/url:265dzbk9].
Kveðja E.Harðar
03.01.2005 at 11:07 #512240
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sælir
Vitið þið hver þyngdarmunurinn á super swamperinnum 39,5 og groundhawk
38 annarsvegar og mudder 38 hinsvegar.kv Bjarki
03.01.2005 at 11:26 #512242Mudder 38×15,5 r15 39,5 kg
Super swamper ssr 38×15,5 r15 40,5 kg
Super swamper Iroc 39×13,5 r15 44 kgkv Ási
03.01.2005 at 11:57 #512244Sæll Ási.
þau dekk sem heilla mig mest að setja undir hjá mér eru 39,5" TrXus dekkin.
Ég er með 38" TrXus núna og eru þau töluvert hærri og breiðari en Mudder og Ground Hawk, og eru að reynast alveg flott finnst mér.
enn hvað eru 39,5 dekkin þung? og hvað standa málin á þeim?Kv.
Lúther
03.01.2005 at 19:36 #512246sæll vertu og gleðilegt ár. Ég minnist orða þinna þegar við fórum í björgunarleiðangurinn eftir Inga (ég var kóari hjá Robba ef þú ert búinn að gleyma mér) þegar Krúserinn vað að tuddast læsingarlaus á 44" að þú hést því að vera kominn á 44" næsta vetur, svo hættu að velta þessu 39,5" kjaftæði fyrir þér og farðu alla leið og hafðu gaman af því að vera til. Trúi ekki öðru en Ási geri þér gott tilboð eftir að Teddi skók markaðinn með frábæru framtaki við að ná verðunum á 44" niður. Sjáumst vonandi fljótlega á fjöllum.
Kveðja, Guðni
03.01.2005 at 20:58 #512248Félagi minn er á patrol ´96 og er á super svamper 38"ssr
og þau koma alveg gríðarlega vel út hann er með 14" felgum
undir hjá sér, ég verð nú að segja að mitt álit er það
að þetta eru dekk sem ég mundi virkilega spá í áður en ég
annað væri skoðað,
og ekki spillir verðið fyrir
gleðilegt ár HSB 119
03.01.2005 at 21:11 #512250Sæll Guðni.
Auðvitað man ég eftir þér, þetta var einn skemmtilegasti túr síðasta árs.Enn ég verð þó að viðurkenna að þetta með Crusrinn hjá Robba kemur ekki upp í hugann, sama hvernig ég leggst yfir myndir og reyni að rifja þetta upp:( Að hann hafi verið að fara framm úr mér og það læsingarlaus…….Þú ert örruglega að rugla þessum túr við einhvern annan. (líklega Pajeroklúbbnum eða með Sóðagenginu)
Enn annars er það öruggt mál að einhverntíma mætir maður á svæðið með 44" undir, enn svo það sé almennilega gert og ekki bara til að setja þau undir þá er kostnaðurinn við það of hár að mínu mati.
Enn auðvitað gerir Ási þeim félagsmönnum sem ekki náðu í dekk frá kaupfélagi 4×4 eitthvert rosa fínt tilboð.
Ferðakveðjur
Lúther
04.01.2005 at 14:03 #51225239.5-15-15 stendur 39" og er 42 kg
kv Ási
11.01.2005 at 14:14 #512254Sæl og gleðilegan ferðavetur,vegna fyrirspurna ætla ég að deila með ykkur reynslu minni af 39,5" Irok sem ég setti nýlega undir hjá mér,enn sem komið er er reynslan einungis einn góður túr sem við fórum á nýársdagsmorgni og gistum í Jökulheimum,fórum norður fyrir Þórisvatn (Þórisós)og keyrðum gegnum hraunið og komum inn á Jökulheimaleið við Þröskuld færið var þungt í gegnum hraunið en lagaðist heldur þegar komið var inn á slétturnar undir Ljósufjöllum.Með í för voru 90 LC á 38" Mödderum og 60 LC á 44"DC. 38"bíllinn gat ekki keyrt í ótroðnum snjó og förinn eftir okkur voru það djúp að honum gekk ekki vel í förum,náði einfaldlega ekki niður settist á klafana.44" bílnum gekk ágætlega og held ég að ekki sé á neinn hallað að segja að okkur hafi gengið svipað,fyrst hleypti ég niður í 1 psi en fanst sporið sem kom eftir bílinn vera allt of laust í sér svipað og kemur eftir 44" svo ég pumpaði í 2 psi og virtist það ekki muna í floti en farið varð betra slétt og hart eins og á að vera eftir radialdekk,vissulega eru hliðarnar stífari í þessum heldur en í MÖDD eða Grhw en hvort að það sé galli er ég ekki viss um því alls ekki má gleyma að þessi dekk eru stærri standa 39,5" undir bílnum því ætti flotið að aukast á lengdina,sporið í ótroðnum snjó virtist vera heldur breiðara en Mödd (ekki mjög nákvæm mæling)Auðvitað er þetta bara fyrsta ferð en engu síður lofa þau góðu.
Á þjóðvegi eru þau góð heyrist lítið í þeim mun minna en í Mödder.
Jeppinn hjá mér er 2190kg galtómur.
Með kveðju og von um að kominn sé nýr valkostur í snjódekkjum,
Vilhjálmur.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.