This topic contains 32 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Snæbjörnsson 20 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Oft hefur það verið mér umhugsunarefni, þegar ég hef farið á fund í Mörkinni, af hverju þessi fjölmenni klassaklúbbur er ekki í sínu eigin húsnæði.
Sjálfsagt væri ég ekki að velta þessu fyrir mér nema af því hvað mér finnst núverandi aðstaða ömurleg í alla staði.Langar mig til að telja upp nokkur atrið til að styðja þá skoðun mín.
Eins og margir vita er húsnæðið sem notast er við uppi á háalofti undir súð. Þar er þokkalegur salur með borðum og stólum, til vinstri þegar komið er upp alla stigana. Til hægri er þessi fíni leðurhornsófi sem þeir verma gjarnan sem fyrstir mæta, sem eru gjarnan gamlir félagsmenn. Ekkert pláss er fyrir aðra þar í nágrenni til að blanda geði við sér fróðari menn.
Þar fyrir innan er eldhús inní horni, sem menn þurfa að smokra sér að ef þá langar í kaffi.
Við hliðina á því er fundarherbergi sem stjórnin situr í mestallan þann tíma sem húsið er opið.
Í salnum er sjónvarp og video, en þó hendingum háð hvort virkar eða ekki.
Enn eru til þeir sem reykja, þótt ótrúlegt sé að trúa að það sé enn til árið 2004, og þeir hafa sýnt það virðingarverða framtak að stunda þessa iðju sína utan dyra, þannig að sá hópur er að mestu utandyra á fundartíma, þar sem þeim finnst ekki taka því að þramma stigana á milli stautanna.Af þessu leiðir að fyrir nýliða og aðra sem langar til að blandast klúbbfélögum, er það ansi torsótt, og fráhrindandi ?frontur? klúbbsins gerir það að verkum að ný andlit sjást ekki oft í Mörkinni.
Þar fyrir utan er húsnæðið einungis til afnota einu sinni í viku og ber öll merki þess að vera annara en okkar.
Ekki er annað hægt en að nefna líka til sögunnar starfsmann klúbbsins, og þá ekki sem persónu, sem er inná milli annara starfsmanna Ferðafélagsins, stundum að vinna fyrir 4×4 og stundum ekki.Allt þetta sem tengist þessari aðstöðu er ótrúlega andfélagslegt og ekki til þess fallið að efla samkennd og samstöðu félagsmanna, sem þó er ekki vanþörf á um þessar mundir.
Mín skoðun er sú að klúbburinn eigi að marka sér þá stefnu að komast í eigið húsnæði. Sé ég þá fyrir mér c.a. 200m2 á jarðhæð með nægum bílastæðum. Húsnæðið mætti vera illa til haft á góðu verði.
Þar ætti að koma upp góðum sal, sem hugsanlega mætti leigja félagsmönnum og öðrum fyrir margskonar uppákomur, svo sem árhátíðir, fermingar og margt fleira.
Gott eldhús væri nauðsynlegt. Og auðvitað fundarherbergi.
Góðar græjur fyrir hverskonar myndasýningar, því efni til sýninga er út um allt.
Þarna ætti alltaf að vera starfsmaður ákveðinn tíma á hverjum degi til þjónustu fyrir félagsmenn. Einnig ætti að vera míniverslun með namm og Coke og einnig margskonar vörum með merki klúbbsins, sem stórlegur skortur er á.Ég geri mér fullljóst að málið snýst um peninga að miklu leiti, en það snýst ekki síður um framsýni og framtíðarsýn!
Ef margir legðust á eitt er ég viss um að lausn findist til að fjármagna svona dæmi og örugglega yrðu margir fúsir til að leggja sitt af mörkum við standsetningu svona húsnæðis.
Bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
You must be logged in to reply to this topic.