FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Sunnudagshugvekja.

by Jón Ebbi Halldórsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Sunnudagshugvekja.

This topic contains 32 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jón Snæbjörnsson Jón Snæbjörnsson 21 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 04.04.2004 at 20:43 #194143
    Profile photo of Jón Ebbi Halldórsson
    Jón Ebbi Halldórsson
    Participant

    Oft hefur það verið mér umhugsunarefni, þegar ég hef farið á fund í Mörkinni, af hverju þessi fjölmenni klassaklúbbur er ekki í sínu eigin húsnæði.
    Sjálfsagt væri ég ekki að velta þessu fyrir mér nema af því hvað mér finnst núverandi aðstaða ömurleg í alla staði.

    Langar mig til að telja upp nokkur atrið til að styðja þá skoðun mín.
    Eins og margir vita er húsnæðið sem notast er við uppi á háalofti undir súð. Þar er þokkalegur salur með borðum og stólum, til vinstri þegar komið er upp alla stigana. Til hægri er þessi fíni leðurhornsófi sem þeir verma gjarnan sem fyrstir mæta, sem eru gjarnan gamlir félagsmenn. Ekkert pláss er fyrir aðra þar í nágrenni til að blanda geði við sér fróðari menn.
    Þar fyrir innan er eldhús inní horni, sem menn þurfa að smokra sér að ef þá langar í kaffi.
    Við hliðina á því er fundarherbergi sem stjórnin situr í mestallan þann tíma sem húsið er opið.
    Í salnum er sjónvarp og video, en þó hendingum háð hvort virkar eða ekki.
    Enn eru til þeir sem reykja, þótt ótrúlegt sé að trúa að það sé enn til árið 2004, og þeir hafa sýnt það virðingarverða framtak að stunda þessa iðju sína utan dyra, þannig að sá hópur er að mestu utandyra á fundartíma, þar sem þeim finnst ekki taka því að þramma stigana á milli stautanna.

    Af þessu leiðir að fyrir nýliða og aðra sem langar til að blandast klúbbfélögum, er það ansi torsótt, og fráhrindandi ?frontur? klúbbsins gerir það að verkum að ný andlit sjást ekki oft í Mörkinni.

    Þar fyrir utan er húsnæðið einungis til afnota einu sinni í viku og ber öll merki þess að vera annara en okkar.
    Ekki er annað hægt en að nefna líka til sögunnar starfsmann klúbbsins, og þá ekki sem persónu, sem er inná milli annara starfsmanna Ferðafélagsins, stundum að vinna fyrir 4×4 og stundum ekki.

    Allt þetta sem tengist þessari aðstöðu er ótrúlega andfélagslegt og ekki til þess fallið að efla samkennd og samstöðu félagsmanna, sem þó er ekki vanþörf á um þessar mundir.

    Mín skoðun er sú að klúbburinn eigi að marka sér þá stefnu að komast í eigið húsnæði. Sé ég þá fyrir mér c.a. 200m2 á jarðhæð með nægum bílastæðum. Húsnæðið mætti vera illa til haft á góðu verði.
    Þar ætti að koma upp góðum sal, sem hugsanlega mætti leigja félagsmönnum og öðrum fyrir margskonar uppákomur, svo sem árhátíðir, fermingar og margt fleira.
    Gott eldhús væri nauðsynlegt. Og auðvitað fundarherbergi.
    Góðar græjur fyrir hverskonar myndasýningar, því efni til sýninga er út um allt.
    Þarna ætti alltaf að vera starfsmaður ákveðinn tíma á hverjum degi til þjónustu fyrir félagsmenn. Einnig ætti að vera míniverslun með namm og Coke og einnig margskonar vörum með merki klúbbsins, sem stórlegur skortur er á.

    Ég geri mér fullljóst að málið snýst um peninga að miklu leiti, en það snýst ekki síður um framsýni og framtíðarsýn!

    Ef margir legðust á eitt er ég viss um að lausn findist til að fjármagna svona dæmi og örugglega yrðu margir fúsir til að leggja sitt af mörkum við standsetningu svona húsnæðis.

    Bestu kveðjur.

    Jón Ebbi.

  • Creator
    Topic
Viewing 12 replies - 21 through 32 (of 32 total)
← 1 2
  • Author
    Replies
  • 06.04.2004 at 20:48 #496005
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Nú ætti ég sem "dreifari" líklega ekki að leggja neitt til þessara mál, en í Reykjavík er jú miðstöð alls starfsins og höfuðaðsetur (án þess að gera lítið úr Setrinu!) og sumir okkar dreifaranna hefðum áreiðanlega gott af því að kíkja við þegar við erum á ferðinni á réttum dögum. En mig langar til að koma að þeirri hugmynd, hvort ekki sé hentugast að fá til kaups eða leigu iðnaðarhúsnæði á einu gólfi, sem yrði nýtt þannig að verulegur hluti þess væri þannig útbúinn að þar gætu félagsmenn fengið að fara inn með bíla sína til að þrífa þá eða í minniháttar viðhald (miða við að það væri eitthvað, sem hægt væri að klára á einni kvöldstund og skilyrði að menn væru farnir út fyrir einhvern tiltekinn tíma), hluti húsnæðisins væri hinsvegar nothæfur sem fundarsalur, en svo mætti stækka aðstöðuna með því að opna í milli fundarsals og þrifalegs bílaskála þegar mikil aðsókn væri. Það er hugmyndin á bak við það að leyfa ekki langtímastöður bíla í viðgerð þarna inni. Hvað segið þið um einhverja útfærslu á þessari hugmynd?





    06.04.2004 at 20:48 #503327
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Nú ætti ég sem "dreifari" líklega ekki að leggja neitt til þessara mál, en í Reykjavík er jú miðstöð alls starfsins og höfuðaðsetur (án þess að gera lítið úr Setrinu!) og sumir okkar dreifaranna hefðum áreiðanlega gott af því að kíkja við þegar við erum á ferðinni á réttum dögum. En mig langar til að koma að þeirri hugmynd, hvort ekki sé hentugast að fá til kaups eða leigu iðnaðarhúsnæði á einu gólfi, sem yrði nýtt þannig að verulegur hluti þess væri þannig útbúinn að þar gætu félagsmenn fengið að fara inn með bíla sína til að þrífa þá eða í minniháttar viðhald (miða við að það væri eitthvað, sem hægt væri að klára á einni kvöldstund og skilyrði að menn væru farnir út fyrir einhvern tiltekinn tíma), hluti húsnæðisins væri hinsvegar nothæfur sem fundarsalur, en svo mætti stækka aðstöðuna með því að opna í milli fundarsals og þrifalegs bílaskála þegar mikil aðsókn væri. Það er hugmyndin á bak við það að leyfa ekki langtímastöður bíla í viðgerð þarna inni. Hvað segið þið um einhverja útfærslu á þessari hugmynd?





    06.04.2004 at 21:08 #496009
    Profile photo of Jón Ebbi Halldórsson
    Jón Ebbi Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 10
    • Svör: 146

    Góð hugmynd frá síðasta ræðumanni.
    Einmitt með því að sem flestir hafi skoðanir á málunum, og segi frá þeim, þá koma möguleikarnir upp hver af öðrum.
    En ef málin eru ekki rædd gerist ekki neitt.
    Ég veit að það þarf alltaf ákveðið átak til að breyta núverandi ástand, því tregðulömálið er ekki til vegna einskis.

    Hvet sem flesta til að láta skoðun sína í ljós.

    Umhugsunarhveðjur.

    Jón Ebbi.





    06.04.2004 at 21:08 #503331
    Profile photo of Jón Ebbi Halldórsson
    Jón Ebbi Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 10
    • Svör: 146

    Góð hugmynd frá síðasta ræðumanni.
    Einmitt með því að sem flestir hafi skoðanir á málunum, og segi frá þeim, þá koma möguleikarnir upp hver af öðrum.
    En ef málin eru ekki rædd gerist ekki neitt.
    Ég veit að það þarf alltaf ákveðið átak til að breyta núverandi ástand, því tregðulömálið er ekki til vegna einskis.

    Hvet sem flesta til að láta skoðun sína í ljós.

    Umhugsunarhveðjur.

    Jón Ebbi.





    06.04.2004 at 21:23 #496013
    Profile photo of Soffía Eydís Björgvinsdóttir
    Soffía Eydís Björgvinsdóttir
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 296

    Það er víst rétt að klúbburinn eigi orðið ansi digran sjóð og hefur oftar en einu sinni verið sagt að það er alls ekki markmið hans að safna endalaust peningum. Hagnaði var skilað af reglulegri starfsemi á síðasta ári og ég held að það stefni í annað eins, þótt ég þori nú ekki að vera með yfirlýsingar fyrir aðalfundinn. Rætt var í stjórn í vetur að finna yrði leiðir til að verja þessum fjármunum þannig að allir félagsmenn njóti góðs af. T.d. er tækifæri fyrir landsbyggðardeildir að óska eftir styrkjum núna á komandi aðalfundi, ég held að ein styrkveitingarbeiðni hafi borist á síðasta aðalfundi.

    Minn elskulegi Ofsi skilur ekkert af hverju ég er að blanda Setrinu inn í þetta en í mínum huga er þetta nátengt allt saman. Það var vilji til þess að eyða þessum fjármunum í að byggja annan skála í eigu félagsins en það virðist lítið gerast í þeim málum og líklega er miklu sniðugra að taka skála annarra félaga í vetrarfóstur, enda bíða útivistarfélögin í röðum eftir því að klúbburinn slái til og segi já. Jújú, eins og allir vita þá vil ég bæta aðstöðuna á toilet-sviðinu upp í Setri en það var nú ekki það sem ég átti við hér að ofan, heldur þá ákvörðun sem hefur verið tekin um að kanna stækkun á Setrinu sjálfu. Það mál hefur verið á "hold" í dágóðan tíma vegna hugmynda um annann skála. En þegar litið er til þess að farnar eru a.m.k. 5 ferðir á ári eða fleiri þar sem Setrið er stappfullt þá má alveg huga að því að bæta aðstöðuna, þó væri ekki annað en að kaupa stóla svo allir fái sæti en ekki bara helmingurinn!

    Í hvað vilja félagsmenn að fjármunum félagsins sé eytt? Það er eingöngu aðalfundur sem getur tekið allar meiriháttar ákvarðanir um eyðslu á peningum klúbbsins, ekki stjórn. Heimildir stjórnar til að taka ákvarðanir eru bundnar við þá upphæð sem kemur inn í félagsgjöldum á hverju ári. Dágóð upphæð en dugar ekki til skálabygginga eða byggingu húsnæðis. Og það er alveg frábært að það sé komin af stað einhver umræða um þessa hluti því þannig koma fram hugmyndir sem hægt er að byggja einhvern umræðugrundvöll á. Ég legg því m.a. til að allir leggi höfuðið aðeins í bleyti fram að aðalfundi og komi með sniðugar hugmyndir. Ef það verður samþykkt á aðalfundi að kanna frekar með húsnæðismál klúbbsins hér í Reykjavík þá mun stjórn fara í slíka vinnu. Annað mál sem t.d. þarfnast fjármuna, þó ekki eins mikilla, eru heimasíðumál klúbbsins og er vinna að hefjast á því sviðinu nú þegar.

    Fari klúbburinn út í það að byggja eigin húsnæði þá þarf gífurlega vinnu til og góða og trausta aðila til að halda utan um slíkt verk. Og mikla sjálfboðavinnu. Klúbburinn á fjármuni, en ekki tugir milljóna eins og ein svona bygging getur kostað.

    Hugmynd Ólsarans er líka góð og hans hugmyndir eiga fullan rétt á sér þótt hann sé "dreifari"! En í dag sækja allt upp í 200 manns mánudagsfundina og það þarf góða aðstöðu til. Ein hugmynd sem hefur komið fram er að kaupa okkur inn í húsnæði FÍ í Mörkinni, fjármagna breytingar á húsnæðinu svo það henti betur og nýta þá stóra salinn niðri, þann sama og FÍ heldur sínar myndasýningar í. Nú er kominn nýr forseti FÍ, fínn náungi sem við mörg hver þekkjum sem einn af velvildarmönnum klúbbsins, Ólafur Örn Haraldsson. Kannski hittum við þá fyrir aðeins skárra viðmót en það sem við höfum fengið frá FÍ fólki þetta starfsár sem er að ljúka.

    Ég er opin fyrir öllum hugmyndum um húsnæði. Ef ég hefði verið einráð væri ég fyrir löngu búin að pakka saman og storma úr Mörkinni, aðstaðan er svo hroðaleg miðað við starfsemina sem þyrfti að geta farið fram þarna.

    Þetta varð alltof langt hjá mér…. :o)

    Kveðja
    Soffía





    06.04.2004 at 21:23 #503335
    Profile photo of Soffía Eydís Björgvinsdóttir
    Soffía Eydís Björgvinsdóttir
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 296

    Það er víst rétt að klúbburinn eigi orðið ansi digran sjóð og hefur oftar en einu sinni verið sagt að það er alls ekki markmið hans að safna endalaust peningum. Hagnaði var skilað af reglulegri starfsemi á síðasta ári og ég held að það stefni í annað eins, þótt ég þori nú ekki að vera með yfirlýsingar fyrir aðalfundinn. Rætt var í stjórn í vetur að finna yrði leiðir til að verja þessum fjármunum þannig að allir félagsmenn njóti góðs af. T.d. er tækifæri fyrir landsbyggðardeildir að óska eftir styrkjum núna á komandi aðalfundi, ég held að ein styrkveitingarbeiðni hafi borist á síðasta aðalfundi.

    Minn elskulegi Ofsi skilur ekkert af hverju ég er að blanda Setrinu inn í þetta en í mínum huga er þetta nátengt allt saman. Það var vilji til þess að eyða þessum fjármunum í að byggja annan skála í eigu félagsins en það virðist lítið gerast í þeim málum og líklega er miklu sniðugra að taka skála annarra félaga í vetrarfóstur, enda bíða útivistarfélögin í röðum eftir því að klúbburinn slái til og segi já. Jújú, eins og allir vita þá vil ég bæta aðstöðuna á toilet-sviðinu upp í Setri en það var nú ekki það sem ég átti við hér að ofan, heldur þá ákvörðun sem hefur verið tekin um að kanna stækkun á Setrinu sjálfu. Það mál hefur verið á "hold" í dágóðan tíma vegna hugmynda um annann skála. En þegar litið er til þess að farnar eru a.m.k. 5 ferðir á ári eða fleiri þar sem Setrið er stappfullt þá má alveg huga að því að bæta aðstöðuna, þó væri ekki annað en að kaupa stóla svo allir fái sæti en ekki bara helmingurinn!

    Í hvað vilja félagsmenn að fjármunum félagsins sé eytt? Það er eingöngu aðalfundur sem getur tekið allar meiriháttar ákvarðanir um eyðslu á peningum klúbbsins, ekki stjórn. Heimildir stjórnar til að taka ákvarðanir eru bundnar við þá upphæð sem kemur inn í félagsgjöldum á hverju ári. Dágóð upphæð en dugar ekki til skálabygginga eða byggingu húsnæðis. Og það er alveg frábært að það sé komin af stað einhver umræða um þessa hluti því þannig koma fram hugmyndir sem hægt er að byggja einhvern umræðugrundvöll á. Ég legg því m.a. til að allir leggi höfuðið aðeins í bleyti fram að aðalfundi og komi með sniðugar hugmyndir. Ef það verður samþykkt á aðalfundi að kanna frekar með húsnæðismál klúbbsins hér í Reykjavík þá mun stjórn fara í slíka vinnu. Annað mál sem t.d. þarfnast fjármuna, þó ekki eins mikilla, eru heimasíðumál klúbbsins og er vinna að hefjast á því sviðinu nú þegar.

    Fari klúbburinn út í það að byggja eigin húsnæði þá þarf gífurlega vinnu til og góða og trausta aðila til að halda utan um slíkt verk. Og mikla sjálfboðavinnu. Klúbburinn á fjármuni, en ekki tugir milljóna eins og ein svona bygging getur kostað.

    Hugmynd Ólsarans er líka góð og hans hugmyndir eiga fullan rétt á sér þótt hann sé "dreifari"! En í dag sækja allt upp í 200 manns mánudagsfundina og það þarf góða aðstöðu til. Ein hugmynd sem hefur komið fram er að kaupa okkur inn í húsnæði FÍ í Mörkinni, fjármagna breytingar á húsnæðinu svo það henti betur og nýta þá stóra salinn niðri, þann sama og FÍ heldur sínar myndasýningar í. Nú er kominn nýr forseti FÍ, fínn náungi sem við mörg hver þekkjum sem einn af velvildarmönnum klúbbsins, Ólafur Örn Haraldsson. Kannski hittum við þá fyrir aðeins skárra viðmót en það sem við höfum fengið frá FÍ fólki þetta starfsár sem er að ljúka.

    Ég er opin fyrir öllum hugmyndum um húsnæði. Ef ég hefði verið einráð væri ég fyrir löngu búin að pakka saman og storma úr Mörkinni, aðstaðan er svo hroðaleg miðað við starfsemina sem þyrfti að geta farið fram þarna.

    Þetta varð alltof langt hjá mér…. :o)

    Kveðja
    Soffía





    06.04.2004 at 23:55 #496017
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Í þau fáu skipti sem ég hef komið í mörkina hefur mér fundist það heldur þröngt og það eitt að fólk þurfi að vera hálf hokið undir súð þegar fjölmenni er finnst mér fráhrindandi að mæta á opið hús,þó svo að maður láti sig hafa það.
    Ég er ekki búinn að vera lengi í klúbbnum en þegar ég mætti á opið hús inní mörk í fyrsta skipti,kom það mér heldur spánkst fyrir sjónir miðað við fjöldann sem er í klúbbnum hvað húsnæðið var og er lítið.
    Til að nýta húsið betur væri hægt að ryðja þessum borðum sem er stillt upp fyrir miðju og fáir geta nýtt,á annan hátt upp og fært þau nær veggjum. (mín skoðun).

    kv
    Jóhannes





    06.04.2004 at 23:55 #503339
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Í þau fáu skipti sem ég hef komið í mörkina hefur mér fundist það heldur þröngt og það eitt að fólk þurfi að vera hálf hokið undir súð þegar fjölmenni er finnst mér fráhrindandi að mæta á opið hús,þó svo að maður láti sig hafa það.
    Ég er ekki búinn að vera lengi í klúbbnum en þegar ég mætti á opið hús inní mörk í fyrsta skipti,kom það mér heldur spánkst fyrir sjónir miðað við fjöldann sem er í klúbbnum hvað húsnæðið var og er lítið.
    Til að nýta húsið betur væri hægt að ryðja þessum borðum sem er stillt upp fyrir miðju og fáir geta nýtt,á annan hátt upp og fært þau nær veggjum. (mín skoðun).

    kv
    Jóhannes





    07.04.2004 at 01:19 #496021
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Held að hugmyndin hjá Ólsara gangi ekki upp þó að óneytanlega sé hún spennandi. Þetta er eynfaldlega of fjölmennur félagskapur til að blönduð nýting á húsnæðinu geri sig án árekstra með tilheyrandi leyðindum.





    07.04.2004 at 01:19 #503344
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Held að hugmyndin hjá Ólsara gangi ekki upp þó að óneytanlega sé hún spennandi. Þetta er eynfaldlega of fjölmennur félagskapur til að blönduð nýting á húsnæðinu geri sig án árekstra með tilheyrandi leyðindum.





    07.04.2004 at 08:30 #496025
    Profile photo of Jón Snæbjörnsson
    Jón Snæbjörnsson
    Member
    • Umræður: 48
    • Svör: 661

    held að hugmind "ólsarans" ofl gæti alveg gengið eins og hver önnur, ef regglur eru settar um notkun svona "multipurpose" húsnæðis þá er bara að setja reglur og fylgja þeim eftir svo sem um kostnað, umgengni ofl (dæmi nú hver fyrir sig), ef rekstrargrundvöllur værir fyrir svona húsnæði þá yrði væntnalega að hafa ca 1/2 starf með í þeim reikning, þetta yrði að sjálfsögðu að vera algjör "multipurpose" manneskja….

    það ætti nú ekki að vera flókið fyrir suma af okkar reiknihestum að setja upp smá reikniforrit og skoða svona í startið

    kv
    Jon





    07.04.2004 at 08:30 #503347
    Profile photo of Jón Snæbjörnsson
    Jón Snæbjörnsson
    Member
    • Umræður: 48
    • Svör: 661

    held að hugmind "ólsarans" ofl gæti alveg gengið eins og hver önnur, ef regglur eru settar um notkun svona "multipurpose" húsnæðis þá er bara að setja reglur og fylgja þeim eftir svo sem um kostnað, umgengni ofl (dæmi nú hver fyrir sig), ef rekstrargrundvöllur værir fyrir svona húsnæði þá yrði væntnalega að hafa ca 1/2 starf með í þeim reikning, þetta yrði að sjálfsögðu að vera algjör "multipurpose" manneskja….

    það ætti nú ekki að vera flókið fyrir suma af okkar reiknihestum að setja upp smá reikniforrit og skoða svona í startið

    kv
    Jon





  • Author
    Replies
Viewing 12 replies - 21 through 32 (of 32 total)
← 1 2

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.