FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Sunnudagshugvekja.

by Jón Ebbi Halldórsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Sunnudagshugvekja.

This topic contains 32 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jón Snæbjörnsson Jón Snæbjörnsson 21 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 04.04.2004 at 20:43 #194143
    Profile photo of Jón Ebbi Halldórsson
    Jón Ebbi Halldórsson
    Participant

    Oft hefur það verið mér umhugsunarefni, þegar ég hef farið á fund í Mörkinni, af hverju þessi fjölmenni klassaklúbbur er ekki í sínu eigin húsnæði.
    Sjálfsagt væri ég ekki að velta þessu fyrir mér nema af því hvað mér finnst núverandi aðstaða ömurleg í alla staði.

    Langar mig til að telja upp nokkur atrið til að styðja þá skoðun mín.
    Eins og margir vita er húsnæðið sem notast er við uppi á háalofti undir súð. Þar er þokkalegur salur með borðum og stólum, til vinstri þegar komið er upp alla stigana. Til hægri er þessi fíni leðurhornsófi sem þeir verma gjarnan sem fyrstir mæta, sem eru gjarnan gamlir félagsmenn. Ekkert pláss er fyrir aðra þar í nágrenni til að blanda geði við sér fróðari menn.
    Þar fyrir innan er eldhús inní horni, sem menn þurfa að smokra sér að ef þá langar í kaffi.
    Við hliðina á því er fundarherbergi sem stjórnin situr í mestallan þann tíma sem húsið er opið.
    Í salnum er sjónvarp og video, en þó hendingum háð hvort virkar eða ekki.
    Enn eru til þeir sem reykja, þótt ótrúlegt sé að trúa að það sé enn til árið 2004, og þeir hafa sýnt það virðingarverða framtak að stunda þessa iðju sína utan dyra, þannig að sá hópur er að mestu utandyra á fundartíma, þar sem þeim finnst ekki taka því að þramma stigana á milli stautanna.

    Af þessu leiðir að fyrir nýliða og aðra sem langar til að blandast klúbbfélögum, er það ansi torsótt, og fráhrindandi ?frontur? klúbbsins gerir það að verkum að ný andlit sjást ekki oft í Mörkinni.

    Þar fyrir utan er húsnæðið einungis til afnota einu sinni í viku og ber öll merki þess að vera annara en okkar.
    Ekki er annað hægt en að nefna líka til sögunnar starfsmann klúbbsins, og þá ekki sem persónu, sem er inná milli annara starfsmanna Ferðafélagsins, stundum að vinna fyrir 4×4 og stundum ekki.

    Allt þetta sem tengist þessari aðstöðu er ótrúlega andfélagslegt og ekki til þess fallið að efla samkennd og samstöðu félagsmanna, sem þó er ekki vanþörf á um þessar mundir.

    Mín skoðun er sú að klúbburinn eigi að marka sér þá stefnu að komast í eigið húsnæði. Sé ég þá fyrir mér c.a. 200m2 á jarðhæð með nægum bílastæðum. Húsnæðið mætti vera illa til haft á góðu verði.
    Þar ætti að koma upp góðum sal, sem hugsanlega mætti leigja félagsmönnum og öðrum fyrir margskonar uppákomur, svo sem árhátíðir, fermingar og margt fleira.
    Gott eldhús væri nauðsynlegt. Og auðvitað fundarherbergi.
    Góðar græjur fyrir hverskonar myndasýningar, því efni til sýninga er út um allt.
    Þarna ætti alltaf að vera starfsmaður ákveðinn tíma á hverjum degi til þjónustu fyrir félagsmenn. Einnig ætti að vera míniverslun með namm og Coke og einnig margskonar vörum með merki klúbbsins, sem stórlegur skortur er á.

    Ég geri mér fullljóst að málið snýst um peninga að miklu leiti, en það snýst ekki síður um framsýni og framtíðarsýn!

    Ef margir legðust á eitt er ég viss um að lausn findist til að fjármagna svona dæmi og örugglega yrðu margir fúsir til að leggja sitt af mörkum við standsetningu svona húsnæðis.

    Bestu kveðjur.

    Jón Ebbi.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 32 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 04.04.2004 at 21:16 #495965
    Profile photo of Jón Snæbjörnsson
    Jón Snæbjörnsson
    Member
    • Umræður: 48
    • Svör: 661

    eigið húsnæði…ég tek undir með Jóni Ebba…að skoða þetta í þaula…kanski að fá hlutlausa aðila til að reikna þetta út frá hagkvæmnisjónarmiði…sem auðvitað yrði á einn veginn…en allaveg að bæta aðstöðuna og tala nú ekki um í eigin húsnæði…hvað eru margir virkir félagar í 4×4…ef hver um sig gæti eignast hlut…t.d. að verðmæti
    kr 5- 15.000- …ekki svo flókið en pottþétt að félagskapurinn mundi eflast til muna…

    jú flott mál að skoða og ræða með langtímanotkunarsjónarmið í huga

    kveðja
    Jón Snæbj

    ps: nú veit ég afhverju ég er hættur að mæta í Mörkina :)





    04.04.2004 at 21:16 #503289
    Profile photo of Jón Snæbjörnsson
    Jón Snæbjörnsson
    Member
    • Umræður: 48
    • Svör: 661

    eigið húsnæði…ég tek undir með Jóni Ebba…að skoða þetta í þaula…kanski að fá hlutlausa aðila til að reikna þetta út frá hagkvæmnisjónarmiði…sem auðvitað yrði á einn veginn…en allaveg að bæta aðstöðuna og tala nú ekki um í eigin húsnæði…hvað eru margir virkir félagar í 4×4…ef hver um sig gæti eignast hlut…t.d. að verðmæti
    kr 5- 15.000- …ekki svo flókið en pottþétt að félagskapurinn mundi eflast til muna…

    jú flott mál að skoða og ræða með langtímanotkunarsjónarmið í huga

    kveðja
    Jón Snæbj

    ps: nú veit ég afhverju ég er hættur að mæta í Mörkina :)





    04.04.2004 at 23:27 #495969
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þetta er góður punktur Jón Ebbi. Risið inni í Mörk er ekki það heppilegasta fyrir það sem opnu húsin eru hugsuð fyrir. Það hafa verið uppi pælingar um nýjan skála fyrir félagið, en kannski er meiri þörf fyrir húsnæði innan borgarmarkanna.

    Kv – Skúli





    04.04.2004 at 23:27 #503293
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þetta er góður punktur Jón Ebbi. Risið inni í Mörk er ekki það heppilegasta fyrir það sem opnu húsin eru hugsuð fyrir. Það hafa verið uppi pælingar um nýjan skála fyrir félagið, en kannski er meiri þörf fyrir húsnæði innan borgarmarkanna.

    Kv – Skúli





    05.04.2004 at 00:45 #495973
    Profile photo of Haraldur Sverrisson
    Haraldur Sverrisson
    Participant
    • Umræður: 11
    • Svör: 108

    Ég má til með að tjá mig um sunnudagshugvekju Jóns Ebba, þótt kominn sé mánudagur.
    Það er mín skoðun að félagasamtök eigi að halda fjárfestingum og yfirbyggingu í lágmarki.Þekkja ekki flestir dæmi um allskonar fyrirtæki sem koma sér upp aðstöðu með leðursófasettum og marmaraflísum og eru svo farin á hausinn

    nokkrum mánuðum seinna?
    Væntanlega þyrfti að hækka félagsgjöldin til að fjármagna dæmið og þá er spurning hversvegna við landsbyggðarpúkarnir, sem aldrei hafa komið í Mörkina (því miður)eigum að borga brúsann. Er þetta þá ekki bara spurning um það hvort "Reykjavíkurdeildin" vill fjármagna þetta?

    Eyjakveðja HarSv.





    05.04.2004 at 00:45 #503297
    Profile photo of Haraldur Sverrisson
    Haraldur Sverrisson
    Participant
    • Umræður: 11
    • Svör: 108

    Ég má til með að tjá mig um sunnudagshugvekju Jóns Ebba, þótt kominn sé mánudagur.
    Það er mín skoðun að félagasamtök eigi að halda fjárfestingum og yfirbyggingu í lágmarki.Þekkja ekki flestir dæmi um allskonar fyrirtæki sem koma sér upp aðstöðu með leðursófasettum og marmaraflísum og eru svo farin á hausinn

    nokkrum mánuðum seinna?
    Væntanlega þyrfti að hækka félagsgjöldin til að fjármagna dæmið og þá er spurning hversvegna við landsbyggðarpúkarnir, sem aldrei hafa komið í Mörkina (því miður)eigum að borga brúsann. Er þetta þá ekki bara spurning um það hvort "Reykjavíkurdeildin" vill fjármagna þetta?

    Eyjakveðja HarSv.





    05.04.2004 at 08:50 #495977
    Profile photo of Trausti Bergland Traustas
    Trausti Bergland Traustas
    Participant
    • Umræður: 105
    • Svör: 381

    það eru margar leiðir til að hjálpa til við fjármögnun á þessu.Þessa sali er oftast hægt að leigja ut nokkrum sinnum á ári undir mannfögnuði eins og afmæli félagsmanna og Fermingar barna og ættingja, ásamt eflaust fleiri tilefnum.
    Kveðja TBerg





    05.04.2004 at 08:50 #503301
    Profile photo of Trausti Bergland Traustas
    Trausti Bergland Traustas
    Participant
    • Umræður: 105
    • Svör: 381

    það eru margar leiðir til að hjálpa til við fjármögnun á þessu.Þessa sali er oftast hægt að leigja ut nokkrum sinnum á ári undir mannfögnuði eins og afmæli félagsmanna og Fermingar barna og ættingja, ásamt eflaust fleiri tilefnum.
    Kveðja TBerg





    05.04.2004 at 23:31 #495981
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Það er ótrúlega lítil áhugi fyrir þessu málefni, en í ljósi þess að 4×4 á töluverða peninga í dag og þess utan eru við að greiða bæði leigu fyrir Loftleiðarsalinn og Mörkina. Þá ætti nú að vera grundvöllur fyrir því að velta þessu betur fyrri okkur. Ég held að menn þurfi nú ekki að vera hræddir við marmarahallir. Og kanski er hægt að komast yfir ódýrt húsnæði sem þyrfti að pússa aðeins upp.
    Svo eigum við jú í klúbbnum allar gerðir fagmanna. Frá SMIÐUM niður í fasteignarsala.
    Jón Snæland.





    05.04.2004 at 23:31 #503305
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Það er ótrúlega lítil áhugi fyrir þessu málefni, en í ljósi þess að 4×4 á töluverða peninga í dag og þess utan eru við að greiða bæði leigu fyrir Loftleiðarsalinn og Mörkina. Þá ætti nú að vera grundvöllur fyrir því að velta þessu betur fyrri okkur. Ég held að menn þurfi nú ekki að vera hræddir við marmarahallir. Og kanski er hægt að komast yfir ódýrt húsnæði sem þyrfti að pússa aðeins upp.
    Svo eigum við jú í klúbbnum allar gerðir fagmanna. Frá SMIÐUM niður í fasteignarsala.
    Jón Snæland.





    06.04.2004 at 09:52 #495985
    Profile photo of Soffía Eydís Björgvinsdóttir
    Soffía Eydís Björgvinsdóttir
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 296

    Það vill nú svo til að húsnæðismálin hafa verið rædd af stjórn í vetur. Reyndar á þeim nótum að finna nýtt leiguhúsnæði því Mörkin er í dag óviðunandi á allan hátt. T.d. mega ekki fleiri en 15 vera þar í einu vegna skorts á brunavörnum sem FÍ hefur ekki enn bætt úr og virðast úrbætur ekki vera í augsýn.

    Ég veit ekki hversu mikill vilji er fyrir því að byggja eða kaupa nýtt húsnæði en persónulega vil ég frekar eyða fjármunum í að efla skálamál klúbbsins.

    Kveðja
    Soffía





    06.04.2004 at 09:52 #503309
    Profile photo of Soffía Eydís Björgvinsdóttir
    Soffía Eydís Björgvinsdóttir
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 296

    Það vill nú svo til að húsnæðismálin hafa verið rædd af stjórn í vetur. Reyndar á þeim nótum að finna nýtt leiguhúsnæði því Mörkin er í dag óviðunandi á allan hátt. T.d. mega ekki fleiri en 15 vera þar í einu vegna skorts á brunavörnum sem FÍ hefur ekki enn bætt úr og virðast úrbætur ekki vera í augsýn.

    Ég veit ekki hversu mikill vilji er fyrir því að byggja eða kaupa nýtt húsnæði en persónulega vil ég frekar eyða fjármunum í að efla skálamál klúbbsins.

    Kveðja
    Soffía





    06.04.2004 at 10:11 #495989
    Profile photo of Emil Borg
    Emil Borg
    Participant
    • Umræður: 47
    • Svör: 805

    Sæl öll.

    Ég er ekki í neinum vafa um að aðstaðan í Mörkinni er félaginu til trafala. Við erum margir sem ekki nennum að fara þangað nema stöku sinnum vegna þessara slöppu aðstæðna sem þar eru. Ég væri ekki hissa á að það væri vilji innan félagsins til að athuga með kaup á hentugu húsnæði, og það væri fróðlegt að sjá könnun hér á vefnum um áhuga manna á því. Sjálfur myndi ég með ánægju leggja hönd á plóginn við standsetningu slíks húsnæðis.

    Emil Borg





    06.04.2004 at 10:11 #503313
    Profile photo of Emil Borg
    Emil Borg
    Participant
    • Umræður: 47
    • Svör: 805

    Sæl öll.

    Ég er ekki í neinum vafa um að aðstaðan í Mörkinni er félaginu til trafala. Við erum margir sem ekki nennum að fara þangað nema stöku sinnum vegna þessara slöppu aðstæðna sem þar eru. Ég væri ekki hissa á að það væri vilji innan félagsins til að athuga með kaup á hentugu húsnæði, og það væri fróðlegt að sjá könnun hér á vefnum um áhuga manna á því. Sjálfur myndi ég með ánægju leggja hönd á plóginn við standsetningu slíks húsnæðis.

    Emil Borg





    06.04.2004 at 18:26 #495993
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Soffía ég átta mig ekki alveg á svörunum þar sem þú er farinn að blanda Setrinu, inn í húsnæðismálinn í Reykjarvík. Þó held ég að þú sért að velta fyrir þér stækkun Setursins. Og ef svo er þá hef ég á tilfinningunni að það sé ekki mikill hljómgrunnur meðal þeirra manna sem stunda Mörkinna, en það eru nú þeir sem mest mæðir á ef taka þarf til hendi. En þeir hljóta þó að geta bætt klósettmálinn ef það er það sem á þér brennur og ( kvenfólkinu ). Enda held ég að skálanefndin lumi á þá góðum sjóð.
    En að húsnæðismálunum í Reykjavík, þá þarf að sjálfsögðu að kanna allar hliðar þessara mála. Og þá á ég við leigu, kaup á gömlu, nýju eða að byggja. Að mínu mati finnst mér versti kosturinn að leigja, og reyndar finnst landsmönnum það öllum. Enda reyna allir að koma þaki yfir sig og sína. Í stað þess að henda leigu aurnum út um gluggann eins og sagt er. Við vitum einnig að klúbburinn á digra sjóði, sem farið er að slá í, og þarf að fara að viðra aðeins. Einnig erum við að borga 700-800000 í leigu á ári til Loftleiða og FÍ. Húsnæði sem hægt væri að sætta sig við þyrfti ekki að íþyngja klúbbnum fjárhagslega, einnig væri hægt að leigja út salinn, og þar erum við að sjálfsögðu með fjölda kúnna í félagsmönnunum. Gaman væri ef menn vildu velta þessu svolítið fyrir sér. Og síðan væri vafalaust hægt að fá hugsanlegar kostnaðar tölur hjá mönnum einsog Birni Þorra, Jóni Ebba ofl. Síðan væri hægt að vera með könnun á heimasíðunni og kann hug manna til málsins.
    Jón Snæland.





    06.04.2004 at 18:26 #503316
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Soffía ég átta mig ekki alveg á svörunum þar sem þú er farinn að blanda Setrinu, inn í húsnæðismálinn í Reykjarvík. Þó held ég að þú sért að velta fyrir þér stækkun Setursins. Og ef svo er þá hef ég á tilfinningunni að það sé ekki mikill hljómgrunnur meðal þeirra manna sem stunda Mörkinna, en það eru nú þeir sem mest mæðir á ef taka þarf til hendi. En þeir hljóta þó að geta bætt klósettmálinn ef það er það sem á þér brennur og ( kvenfólkinu ). Enda held ég að skálanefndin lumi á þá góðum sjóð.
    En að húsnæðismálunum í Reykjavík, þá þarf að sjálfsögðu að kanna allar hliðar þessara mála. Og þá á ég við leigu, kaup á gömlu, nýju eða að byggja. Að mínu mati finnst mér versti kosturinn að leigja, og reyndar finnst landsmönnum það öllum. Enda reyna allir að koma þaki yfir sig og sína. Í stað þess að henda leigu aurnum út um gluggann eins og sagt er. Við vitum einnig að klúbburinn á digra sjóði, sem farið er að slá í, og þarf að fara að viðra aðeins. Einnig erum við að borga 700-800000 í leigu á ári til Loftleiða og FÍ. Húsnæði sem hægt væri að sætta sig við þyrfti ekki að íþyngja klúbbnum fjárhagslega, einnig væri hægt að leigja út salinn, og þar erum við að sjálfsögðu með fjölda kúnna í félagsmönnunum. Gaman væri ef menn vildu velta þessu svolítið fyrir sér. Og síðan væri vafalaust hægt að fá hugsanlegar kostnaðar tölur hjá mönnum einsog Birni Þorra, Jóni Ebba ofl. Síðan væri hægt að vera með könnun á heimasíðunni og kann hug manna til málsins.
    Jón Snæland.





    06.04.2004 at 18:49 #495997
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Svona í framhjáhlaupi þá er að bætast en einn skálinn í annars gott skálasafn 4×4, en það er Miklafell sem verður í umsjón Hornafjarðardeildarinnar. Og óska ég þeim til hamingju með það.
    Jón Snæland.





    06.04.2004 at 18:49 #503319
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Svona í framhjáhlaupi þá er að bætast en einn skálinn í annars gott skálasafn 4×4, en það er Miklafell sem verður í umsjón Hornafjarðardeildarinnar. Og óska ég þeim til hamingju með það.
    Jón Snæland.





    06.04.2004 at 20:37 #496001
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það er örugglega heilmikið til í því að aðstæður inn í Mörk standa allavega þessum opnu húsum fyrir þrifum, þessar aðstæður eru ekkert til þess að draga menn að. Eiginlega best að vera niðri í dyrum í smóknum! Hins vegar ef húsnæði klúbbsins á líka að taka við mánudagsfundunum af Loftleiðum þarf býsna stóran sal og mikið húsnæði. Ég ætla svosem ekki að fullyrða að þetta geti ekki farið saman og auðvitað væri best að losna um leið undan því að borga leigugjaldið þar, en húsnæðiskaupin yrðu mikið stærra dæma fyrir bragðið.

    En auðvitað er oft best að vera stórhuga og fara alla leið, svo fremur sem það sé framkvæmanlegt. Þetta gæti verið hægt í krafti hins margrómaðaa samtakamáttar félagsmanna.

    Kv – Skúli





    06.04.2004 at 20:37 #503323
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það er örugglega heilmikið til í því að aðstæður inn í Mörk standa allavega þessum opnu húsum fyrir þrifum, þessar aðstæður eru ekkert til þess að draga menn að. Eiginlega best að vera niðri í dyrum í smóknum! Hins vegar ef húsnæði klúbbsins á líka að taka við mánudagsfundunum af Loftleiðum þarf býsna stóran sal og mikið húsnæði. Ég ætla svosem ekki að fullyrða að þetta geti ekki farið saman og auðvitað væri best að losna um leið undan því að borga leigugjaldið þar, en húsnæðiskaupin yrðu mikið stærra dæma fyrir bragðið.

    En auðvitað er oft best að vera stórhuga og fara alla leið, svo fremur sem það sé framkvæmanlegt. Þetta gæti verið hægt í krafti hins margrómaðaa samtakamáttar félagsmanna.

    Kv – Skúli





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 32 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.