Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Sumarhátíðin 2004
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Þorsteinn Friðriksson 20 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.06.2004 at 09:55 #194485
Er búið að staðsetja sem og tímasetja hina árlegu sumar-hátíð ?
kv
Jon -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.06.2004 at 10:42 #504124
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sumarhátíðin í ár verður haldin á Borgarfirði Eystri í umsjón Austurlandsdeildar. Dagskráin birtist í næsta Setri og væntanlega fljótlega hér á vefnum, en svona til að menn sjái þetta strax set ég dagskránna frá þeim Austfirðingum inn hérna. Svo er bara að fjölmenna í fjörið og austfirsku veðurblíðuna.
Kv – SkúliSumarhátíð Ferðaklúbbsins 4×4 sumarið 2004 verður haldin á Borgarfirði eystra helgina 16-18 júlí 2004. Borgarfjörður eystri er í 73 km fjarlægð frá Egilsstöðum. Ágætis tjaldsvæði er við Álfaborgina á Borgarfirði.
Vonast Austfirðingar eftir sem flestum gestum. Er mælst til að fólk skrái sig á hátíðina, helst fyrir 12 júlí, svo hægt verði að áætla fjölda gesta. Æskilegt er að fólk skrái sig með mail-i olhall@mmedia.is eða faxi 472-9888 einnig verður hægt að skrá sig í 893-5300.
Við skráningu þarf að gefa upp deild og félagsnúmer.
Dagskrá:
Föstudagur:
Fólk kemur sér fyrir á tjaldsvæðinu við Álfaborg. Heimamenn taka á móti gestum.
Laugardagur:
09,30 Ævintýraferð fyrir börnin.11,00 Jeppaferð. Húsavík- Breiðavík, með leiðsögn heimamanna.
13,00 Grill í Breiðuvík, í boði Austurlandsdeildar.
15,00 Leikir Gaman og sprell á Borgarfirði.
18,00 Heitt í kolunum. Hver kemur með sitt á grillið.
20,00 Ævintýri og gönguför.
21,30 Kvöldvaka.
23,00 Hljóðfærasláttur í Félagsheimilinu Fjarðarborg.
Sunnudagur:
Sumir huga að heimferð aðrir njóta veðurblíðunnar, því þriðja gistinóttin er frí á tjaldsvæðinu.
Austurlandsdeild.
23.06.2004 at 11:06 #504126þetta er alveg frábær staður, að vísu ekki næstu dyr við okkur hér á Sv-horninu, en við getum ferðast eins og aðrir, hvet þá sem tök hafa að fara á sumarhátíðina og vera í nálægð við þetta margbrotnanáttúruumhverfi, það er pottþétt ekki víða ef nokkurstaðar sem sjást aðrir eins litir í náttúruni.
Ég hef oft komið á Borgarfjörð Eystir en frá sjó sem er allt annar kapituli en að koma landleiðina, því datt mér í hug að kannað væri með Björgunarsv. Sveinunga hvort þeir væru ekki til í að bjóða upp á stutta siglingu út-fyrir "höfnina" hugsanlega gegn vægu gjaldi pr.mann svo að allir þeir sem bregða undir sig "benzínfætinum" og bruna "eystur" geti líka séð hinum megin frá.Bara innskot og hugmynd
kveðja
Jon
24.06.2004 at 00:17 #504128
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það má kannski segja að Borgarfjörður Eystri sé ekki næstu dyr við SV-hornið en hver segir að sumarhátíðin þurfi að vera við næstu dyr. Þetta er nú ferðaklúbbur og ef menn hugsa út í það er í all mörgum vetrarferðum sem aksturstíminn er nokkuð meiri en tíminn sem fer í að aka þarna austur og til baka, jafnvel verulega mikið meiri. Svo er hægt að skeyta þessu saman við ýmiskonar útgáfur af hálendisferðum á fallegasta svæði hálendisins norðan Vatnajökuls. Þannig að vegalengdin er engin fyrirstaða, enda ekki til langar vegalengdir á Íslandi. Stundum vantar manni einmitt svona tilefni til að fara á ýmsa fallegustu staði landsins.
Kv – Skúli
24.06.2004 at 11:32 #504130Er ekki rétt að setja upp auglýsingu á "HEIMASÍÐUNA" og tilkynna Sumarhátið 4×4 ?
kv
Jon
24.06.2004 at 17:43 #504132
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir.
Nú eiga menn að nýta sér síðustu mánuði þungaskattskerfisins og keyra á þessa staði sem þá langar að kíkja á. Þetta er síðasti séns áður en olían verður skattlögð og enginn tímir að fara út úr húsi.
Sumarhátíðin á Borgafirði Eystri er prýðilegt upphaf eða endir á viku eða hálfsmánaðar ferðalagi um austurlandið.
Kv Isan
24.06.2004 at 23:37 #504134Sælir góðir félagar.
Aðeis til upplýsingar!!!
Þar sem borið hefur á að félögum finnist langt austur á land skal á það bent að það er jafn langt frá Rvk og austur og að austan til Rvk.
Það var ákvörðun síðasta Landsfundar sem var haldinn í Setrinu í haust sem leið að halda Sumarhátíðina 2004 fyrir austan.
Varðandi dagsetningu hátíðarinnar þá voru tilmæli til okkar í Austurlandsdeild að halda hana hálfum mánuði fyrir Verslunarmannahelgi, samkvæmt venju.
Nú þegar er fólk farið að bóka sig á hátíðina víða af landinu.
Gott væri ef fólk tiltæki hversu mörg börn eru í skráðum fjölda.Hátíðar kveðja
Óli Hall.
25.06.2004 at 15:56 #504136hin fagri Borgarfjorður Eystri með allri sinn dýrð..þþþþ
http://www.travelnet.is/GHI/isl/journey … rdur_e.htm
kann ekki að láta linginn virka hmmm
kv
Jon
10.07.2004 at 11:18 #504138Sælir félagar.
Ég hvet þá sem ætla á Sumarhátíðina til að skrá sig sem fyrst, það auðveldar okkur mikið að hafa fjölda gesta nokkuð á hreinu.
Samkvæmt nýjustu framtíðarspám má búast við sunnan og suðaustanátt, sem er bara gott.
Kveðja
Austurlandsdeild.
10.07.2004 at 13:58 #504140Sælir félagar
Ég er búinn að skrá mig og mína og kvet aðra til að gera slíkt hið sama.
Skúli formaður, ég reikna með að fara sunnan jökla og síðan norðurfyrir :-).
sjáumst á sumarhátíð fyrir "austan allt".
gundur
12.07.2004 at 10:38 #504142
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæl öll
Þar sem það hafa ekki margir gefið sig fram sem stefndu á að fara yfir hálendið austur var öll frekari skipulagning á hópferð yfir blásin af. Skýrist hugsanlega af því að menn séu með tjaldvagna í eftirdragi sem fara betur á þjóðveginum. Ég hyggst hins vegar fara af stað fimmtudagsmorgun og fara yfir Sprengisand með stefnuna niður Bárðardal. Hugsanlega með Mývatn sem fyrsta náttstað. Ef einhverjir vilja slást í för er síminn 860 1068.
Kv – Skúli
12.07.2004 at 12:56 #504144Sæl
Ég ætla að fara á Hátíðina á föstudeginum og keyra norður Sprengisand niður í Bárðardal og þjóðveginn þaðan. Ég fer af stað frá Hrauneyjum á milli klukkan 12 og 13 á föstudeginum.
Ef að einhver vill vera í samfloti þarna yfir þá er bara að hringja – símarnir eru 898 6561 og 852 3192. Ég verð uppi í Veiðivötnum frá miðvikudegi og því erfitt að ná mér í síma, en það er þá helst að reyna bílsímann eða VHF ef einhver er á svæðinu.
Kveðja
Benni
19.07.2004 at 11:53 #504146Þá erum við komin í bæinn eftir góða ferð á sumarhátiðina. Austanmenn tóku vel á móti okkur og var vel að verki staði. Þökkum fyrir góða helgi.
Kveðja
Steini og Svanhildur
20.07.2004 at 13:43 #504148
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Tek undir þetta, þetta var skemmtileg helgi á Borgarfirði eystri. Flottur túrinn yfir í Húsavík og Breiðuvík þó fjallasýnin væri ekki fullkomin og ljóst að austanmenn kunna að skemmta sér og öðrum. Takk fyrir mig.
Kv – Skúli
20.07.2004 at 15:17 #504150Ágætu austfirðingar
Takk fyrir góða helgi, það var gaman að koma til ykkar og sjá hvað Borgarfjörður eystri hefur upp á að bjóða.
Ferðin okkar var þannig:
Þórsmörk/Þakgil /Borgarfjörður eystri/ Askja/Herðubreið
Sprengisandur /Garðabær.sem sagt frábært.
Þetta gerði 5 daga, takk fyrir okkur.
Guðmundur
20.07.2004 at 18:51 #504152Hef sett inn nokkrar myndir frá Sumarhátiðini
Kveðja
Steini
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.