This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Páll Halldór Halldórsson 21 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Nú er sumarhátíðin að baki. Mig langar til að þakka Skemmtinefnd og Afmælisnefnd fyrir frábæra skemmtun.
Öll skipulagning og stjórnun var til sóma og allt gekk upp sem var í mannlegu valdi. Veðrið var dálítið að stríða okkur með hvössum vindi í gærkvöldi og nótt. Nokkuð var um að tjöld væru að fjúka. Ekki reyndist hægt að hafa brennu sökum veðurs en margt annað var til skemmtunar, sérstaklega fyrir börnin ss. hoppukastali, Gokart bílar og margt fleira.
Ekki veit ég hve margir mættu en held að það hafi verið töluvert á annað hundraðið.
Takk kærlega fyrir okkur!
Kjartan og fjölskylda.
You must be logged in to reply to this topic.