FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Sumarhátíð

by Benedikt Magnússon

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Sumarhátíð

This topic contains 48 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 14 years, 10 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 11.06.2010 at 01:23 #213155
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant

    Hvernig er það á ekkert að fara að láta okkur vita hvar og hvenær sumarhátíðin verður haldinn ? Eða verður þetta kannski svona einka-leynihátíð lengst úti á landi eins og undanfarin ár og þá skiptir engu þó menn viti ekki einu sinni hvenær hún er því það mætir hvort sem er enginn ?

    En grínlaust þá var ég búinn að frétta eftir krókaleiðum að hátíðin verði í Þórisdal á Draghálsi en ég veit ekki hvenær hún á að vera.

    Að mínu mati hefði átt að kynna hana fyrir allnokkru – allavega tímasetninguna. að eru margir nú þegar búnir að skipuleggja sitt sumarfrí (ég er allavega að verða búinn) og því minka líkurnar á því að sumarhátíðin komist á það skipulag með hverjum deginum á meðan maður veit ekkert um hana.

    Benni

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 48 total)
1 2 3 →
  • Author
    Replies
  • 11.06.2010 at 06:32 #695892
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Benni minn, Seinagengið sér um sumarhátíðina. Svo féttir berast eðlilega seint, annað væri algjört stílbrot :-) gengisins





    11.06.2010 at 18:16 #695894
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Hvað segið þið um Þórisdal á milli jökla. Þar átti Grettir Ásmundarson eitt sinn leið í fornri tíð. Þar sá hann víðar grænar lendur og feita sauði en engan framsóknarmann. Þar ætti að vera framtíðar samkomusvæði okkar jaft sumar sem vetur.

    Kveðja SBS Sem klæðir af sér hitann.





    12.06.2010 at 22:50 #695896
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Mitt síðasta innlegg á þessum þræði var meiningalaust og á léttvægum nótum. Ég fer inn á þessa síðu okkar 5 – 20 sinnum á dag og tjái mig nokkuð oft
    kannski með tauti og röfli og neikvæðu kjaftæði. Alla vega detta margir þræðir dauðir niður sem ég tek þátt í. Ég gaf til kynna hér fyrr á síðunni að ég væri til í að taka þátt í vinnu við að skipuleggja þessa síðu betur og hef ótal hugmyndir þar að lútandi. Ég hefði kannski átt að vera betur framfærin en það voru greinilega virkari menn sem eru í augsýn valdir en þeir sem vinna baka til. Ef ég má tjá mig um eigin vinnu þá er ég búin að leggja til fleirri hundruð tíma í vinnslu á myndum sem ég hef sett hér inn á síðuna en vegna óánægju tók ég þær allar út. Sem ferðamaður og áhugaljósmyndari sé ég ekki neina þörf á að vera félagsmaður hér og kem að óbreittu til með að hætta sem félagi. Klúbbstarfið er miklu meira en að liggja undir bílum og tala um mökuleika á breitingum og afli mótora. Nú rak ég augun í það að þessi þráður tilheyrir SUMARHÁTÍÐ en ekki eitthverju kjaftæðisröfli um heimasíðuna. Mér líst vel á þessa staðsetningu fyrir sumarhátíð og mæti vonandi.

    Kveðja SBS





    13.06.2010 at 13:22 #695898
    Profile photo of Eiríkur Þór Eiríksson
    Eiríkur Þór Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 354

    "Þórisdal á Draghálsi"…. he he, góður þessi…





    13.06.2010 at 13:36 #695900
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þórisstaðir við Glammastaðavatn í Svínadal.





    13.06.2010 at 14:10 #695902
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Þetta hefur bara DREGIST aðeins til hjá Benna





    25.06.2010 at 11:48 #695904
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Sælir
    Sumarhátíð Ferðaklúbbsins verður haldinn á Þórisstöðum í Svínadal. Margt verður gert til skemmtunnar og er Seinagengið (Hjörtur) að undirbúa einhverja fína dagskrá. Tjaldstæðin verða ókeypis fyrir félagsmenn og við fáum fína að stöðu á svæðinu (samkomuhús). Verið er að spá í að fá einhvern spilara sem kann að halda uppi fjöri. Golfiðkendur fá einhvað fyrir sinn snúð, hægt verður að veiða og að sjálfsögðu verður einhver bíltúr á laugardeginum fyrir þá sem vilja. En aðalatriðið er að mæta og skemmmmmmmmta sér vel.

    Hátíðin verður 17 júlí en tjaldstæðið er pantað frá 16 júlí til 18 júlí.

    Hvernig líst fólki á?

    Kv
    Sveinbjörn





    25.06.2010 at 13:34 #695906
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Fínn staður og samkomuhúsið alveg þokkalega gott..mig minnir einnig að það séu tvö stór kolagrill við húsið..
    Kv
    Jóhannes





    25.06.2010 at 16:49 #695908
    Profile photo of Páll Halldór Halldórsson
    Páll Halldór Halldórsson
    Member
    • Umræður: 37
    • Svör: 609

    Hó.

    Þetta er fínn staður, sutt að fara, enda kreppa ;O) Við Sóðarnir stefnum á að mæta.

    Kv Palli





    25.06.2010 at 18:58 #695910
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það er eins og vorið sé loksins komið þegar maður sér að Sóðarnir ætla loksins að skríða úr hýði eftir sóðaferðina á Sylgjujökul sællar minningar.

    Kveðja SBS alltaf síðastur og takandi myndir.





    25.06.2010 at 22:23 #695912
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Jæja Seinagengi, eruð þið ekki að fara sjá um sumarhátíð klúbbsins? Hvernig væri nú að fara byggja upp einhverja stemmningu fyrir gesti og gangandi og láta okkur vita hvað verður í boði ( í grófum dráttum ) sýna skráningu hér í þræðinum og reyna að standa þokkalega að þessu. :)

    kv. MG





    25.06.2010 at 23:38 #695914
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Maggi eru þeir nokkuð komnir til byggða eftir síðustu ferð vetrar.. :)





    26.06.2010 at 14:10 #695916
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Síðast þegar ég sá Sóðana í ferð þá fóru þeir í fjöruferð en þorðu ekki með okkur í Túttugenginu til fjalla – allt yfir 10 m.y.s. var of hátt fyrir þá.





    27.06.2010 at 00:45 #695918
    Profile photo of Páll Halldór Halldórsson
    Páll Halldór Halldórsson
    Member
    • Umræður: 37
    • Svör: 609

    Hvaða Sóða hefur þú verið að tala við Benni minn. Þíðir ekkert að hringja í Jóa, Óskar, Bjössa eða Aron. Þú verður að hringja í formanninn, til að fá jákvætt svar góði ;O) Annars er það rétt, að sl vetur var ógurlega lúinn hjá mér og fl. Allt í einu var komið sumar og ég er ekki enn farinn í síðustu ferð vetrarins..





    27.06.2010 at 02:33 #695920
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Góður Jói, en ég hitti nú formann Seinagengisins á síðasta fimmtudagskvöld, þar sem hann var helvíti öflugur við að kynna sér uppþvottavélina upp á Eirhöfða. En ég veit barasta ekki hvað er verið að blanda því ágæta gengi Sóðunum inn í þessa SUMARHÁTÍÐAR-UMRÆÐU, því þeir eiga ekkert að sjá um hana. ???

    Kv. Magnús G.





    27.06.2010 at 03:33 #695922
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Jæja þetta er allt í áttina bæði gengið og gengin á uppleið. Það eru Tútturnar, Sóðarnir og Seinagengi. Nú vantar bara Seðlabankagengið.
    Eru ekki fleirri gengi í klúbbnum?

    Kveðja SBS Einagengið.





    28.06.2010 at 22:41 #695924
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég verð að reyna að hætta þessu kjafæðisbulli svo þráðurinn detti ekki dauður niður og ekkert verði úr Sumarhátíðarstuði.

    Kveðja SBS.





    29.06.2010 at 12:02 #695926
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Sælir
    Þið megið ekki gleyma Fúlagenginu þeir hafa augnstað á þessari hátíð.
    Við komum til með að reyna að finna einhverja glaða og senda þá sem fulltrúa okkar…

    Kveðja
    Sveinbjörn





    04.07.2010 at 23:01 #695928
    Profile photo of Friðrik Hreinsson
    Friðrik Hreinsson
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 858

    hvernig er svo stemmingin fyrir þessu





    05.07.2010 at 20:58 #695930
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Fín maður, fín. Aldrei að vita nema maður mæti og reyni að gera eitthvað til að skemmta sér og öðrum. Kv. Logi Már.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 48 total)
1 2 3 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.