This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Árni Bergsson 13 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Eins og búið var að auglýsa þá er sumarhátíð klúbbsins aðra helgi, eða 15-17 júlí að Hólaskóg (Þjórsárdal).
Þetta er frábær staður og mér er sagt að Einar Sól sé búinn að semja um mjög gott veður!
Það verður boðið upp á svefnpokapláss fyrir þá sem vilja og síðan tjaldsvæði fyrir þá sem vilja draga húsnæðið með sér eða skella upp tjaldi. Eins er boðið upp á sána fyrir þá sem vilja hreinsa líkama og sál, þannig að nauðsynlegt er að taka með sér handklæði og sundföt.
Þeir sem hafa áhuga á að prófa fjórhjól á staðnum, þá verður boðið upp á það á laugardeginum fyrir mjög sanngjart verð (þarf að skrá sig hjá Unnari þegar komið er á staðinn).
Gestir þurfa að taka með sér mat og drykki.
Það væri mjög gott að fá að vita sem fyrst hverjir stefna á að mæta, því samningar við staðarhaldara eru miðaðir við lágmarksþátttöku. Endilega sendið póst á skraning(AT)f4x4.is eða segið frá á þessum þræði.
Kveðja,
Hafliði
You must be logged in to reply to this topic.