FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Sumarhátíð

by Helena Sigurbergsdóttir

Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Sumarhátíð

This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir Helena Sigurbergsdóttir 15 years, 10 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 25.06.2009 at 12:15 #204888
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member

    Hvernig er það er ekki stemning fyrir sumarhátíðinni ?
    fannst ég hafa verið búin að sjá frétt um hana en finn það ekki, var það kannski á gömlu síðunni ?
    Endilega koma með auglýsinguna upp á forsíðunna, það er ekki nema mánuður í fjörið.
    Kveðja Lella

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 25 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 25.06.2009 at 15:36 #650496
    Profile photo of Þórður Ingi Bjarnason
    Þórður Ingi Bjarnason
    Member
    • Umræður: 13
    • Svör: 440

    Vonandi verður góð mæting og mikið fjör á sumarhátíðinni á Höfn í sumar. Ég er búinn að skipulegja sex daga ferð um landið með fjölskylduna kringum þessa helgi til að gera gott ferðalag úr þessu í leiðinni.
    skjáumst sem flest á Höfn í sumar





    25.06.2009 at 19:31 #650498
    Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir
    Stefanía Guðjónsdóttir
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 1389

    Skemmtinefnd
    Er það rétt sem að maður heyri að skemmtinefndin verði með skemmtiatriði á sumarhátíðinni. Að þetta "merkilega" atriðið hafi verið æft núna um síðustu helgi en skilið nefndina eftir ósymmetríska á fótum og því þurfi að leiðrétta það … á Höfn í Hornafirði.
    Kannski er þetta bara kjaftasaga hvað veit ég… sem veit ekki einu sinni hvernig maður segir rist á ensku.
    Kv. Stef.





    25.06.2009 at 19:37 #650500
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    nákvæmlega hárrétt hjá þér Stef. Þetta kemur allt í ljós á sumarhátíðinni og jafnvel verður hægt að koma við enskukennslu.
    kv Lella





    25.06.2009 at 20:42 #650502
    Profile photo of Ólafur A. Hallgrímsson
    Ólafur A. Hallgrímsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 385

    Dauðlangar til að sækja vini okkar á Höf heim og eiga góðastund með mestu jeppamönnum/ konum á landinu.
    En ég verð að taka Bræðsluna framyfir, hún er jú í minni heimabyggð sjá: http://borgarfjordureystri.is/
    Það er nú bara svo að það er bæjarhátíð um hverja helgi allt sumarið, einhverstaðar á landinu. Undanfarin ár hafa tvær mestu hátíðir ársins, Sumarhátíð 4×4 og Bræðslan haft sömu dagsetningu.
    Óli Hall





    25.06.2009 at 21:31 #650504
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Óli er þá hátíðin á Fáskrúðsfirði líka þessa helgi ? En Óli hver er Arnar ?
    kv Lella





    25.06.2009 at 21:37 #650506
    Profile photo of Ólafur A. Hallgrímsson
    Ólafur A. Hallgrímsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 385

    Jebb Franskirdagar á Fásk, Mærudagar á Húsavík, lokadagar hátíðarviku á Vopnafirði og að sjálfsögðu Bræðslan.
    Vildi geta verið allstaðar.

    kv Ólafur Arnar Hallgrímsson -:)





    25.06.2009 at 22:04 #650508
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    já og sumarhátíð 4×4 ekki gleyma henni 😉





    25.06.2009 at 22:34 #650510
    Profile photo of Jón Garðar Helgason
    Jón Garðar Helgason
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 638

    daginn.

    Miðað við þessar dagsetningar Óli, er þá ekki 4×4 sumarhátíðin sem haldin var til sælla minninga á Borgafirði Eystri upphafið á "Bræðslunni", og ég og Jón Bjarki fyrstu músíkantarnir sem söngluðu einhverju kennderíisröfli þar á bæ.

    Nei bara svona að gamni!!!

    Kv Jónsi





    26.06.2009 at 08:52 #650512
    Profile photo of Ólafur A. Hallgrímsson
    Ólafur A. Hallgrímsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 385

    Góðan dag.
    Já það má skrifa það í sögubækur að þið Jón Bjarki voruð þeir fyrstu með tónlistarflutning í Bræðslunni, er ekki alveg viss með dagsetningu Sumarhátíðarinnar á Borgarfirði eystra held jafnvel að við höfum ekki fylgt norminu, eins og stundum áður.
    kv
    Óli Hall ( Arnar )





    03.07.2009 at 20:13 #650514
    Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir
    Stefanía Guðjónsdóttir
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 1389

    Getur verið að Hornfirðingar geti ekki hugsað um tvennt í einu… þ.e.a.s. Humarhátið og Sumarhátíð. Skil líka að menn geti ruglað þessu saman. Kannski þeir hrökkvi í gang eftir Humarhátíðina en ég er alltaf að bíða eftir að sjá brjálæða stuðauglýsingu um Sumarhátíðina. Einnig væri gaman að sjá hvort að fólk hafi yfir höfuð áhuga á Sumarhátíðinni.





    13.07.2009 at 23:34 #650516
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    hvað segið þið nú er farið að styttast í hátíðina ? er ekki stemning fyrir helginni ?
    þess má til gamans geta fyrir ykkur sem eruð ekki á fésbók að þessi viðburður hefur 12 staðfesta gesti og 70 hafa svarað kannski.
    Er ekki komin lang-langtíma veðurspá ? verður ekki grenjandi sól á Höfn ?
    kv Lella





    14.07.2009 at 07:02 #650518
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Hey Hornfirðingar, ef fólk vill mæta á fimmtudagskvöldinu ? er þá svæðið opið ? eða ég reikna með að tjaldsvæðið sé opið, en erum við á sér svæði ? eða ?
    kv Lella





    14.07.2009 at 17:51 #650520
    Profile photo of Sigurjón Einarsson
    Sigurjón Einarsson
    Member
    • Umræður: 12
    • Svör: 62

    Lella mín,Við fáum að vera útaf fyrir okkur á tjaldstæðinu á höfn á sumar hátíðinni .Það er búið að panta gott veður en ekki er á þessari stundu vitað í hverju gæðin verða fólgin. Þeir sem vilja koma á fimtudagin eða fyrr eru velkomnir hvenar sem er.Svo vil ég minna á nýju sundlaugina okkar hér á Höfn Það er hægt að mæla með henni.K.v. Sissi.





    16.07.2009 at 17:25 #650522
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Líst vel á það, hér má sjá langtímaveðurspá fyrir svæðið, sem lítur þokkalega út 😉
    [url:f6v0vo1i]http://www.weather.com/outlook/travel/businesstraveler/extended/ICXX0006[/url:f6v0vo1i]





    17.07.2009 at 14:52 #650524
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    allt í áttina veðurspáin hefur batnað síðan í gær :)
    kv Lella





    20.07.2009 at 01:33 #650526
    Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir
    Stefanía Guðjónsdóttir
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 1389

    Arrrgg var búin að skrifa smá pistil en þegar ég ýtti á senda þá hvarf hann og ekki hægt að nálgast hann aftur. Væri nett pirrandi fyrir þá sem láta svoleiðis fara í pirrurnar á sig en ekki ég. Ég hef mikla þolinmæði fyrir "the challenged one".

    Ég var að velta fyrir mér hvort að Hornfirðingar eigi von á okkur þarna austur um næstu helgi? Var einhver búinn að láta þá vita.
    Var einnig að spöglera hvaða afþreying væri í boði þarna fyrir austan. Gæti verið að ég myndi taka helgina snemma og gera eitthvað skemmtilegt … ef ég vissi að það væri í boði. s.s. kajak, köfun, bykkjur, jóga, bar, matsölustaður. Finnst dagsskráin frekar minimalísk.. https://old.f4x4.is/index.php?option=com … &Itemid=50

    Hvenær ætlar Lellan að leggja í hann? Er skemmtinefndin búin að láta prenta boli eða húfur fyrir alla 12 (skv. áreiðanlegum heimildum facebookar) sem koma frá höfuðborginni þannig að maður hverfi ekki inn í hópinn á þessu út á landi liði.
    Það gæti staðið t.d. "BeWare of 101" eða "City Trash" eða "HöfuðborgarHyski" eða "Nálgist með ýtrustu varúð" eða…. "Of unknown origion" eða F4x4 Flu" eða…
    Og er einhver skipulagður hópbrottferðartími … þessi fjöldi fellur meira segja undir skilgreininguna… hópslys og það er töluvert.





    20.07.2009 at 10:30 #650528
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    ja ágætis hugmynd með bolina en ég hef grun um að allavega 3 af þessum 12 séu útálandilið 😉
    hér má finna e-h upplýsingar um Höfn [url:9dfbp3d2]http://www2.hornafjordur.is/stjornsysla/[/url:9dfbp3d2]
    Já Stef Hornfirðingar vita að við erum að koma, allavega sumir. Nei það er ekki skipulagður hópbrottferðartími aðallega þar sem sumir keyra svo hægt 😉 ég ætla að leggja í hann kl 14:10 á fimmtudaginn :)
    kv Lella





    21.07.2009 at 09:41 #650530
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Fyrir þá sem ferðast eftir veðurspá þá er klárlega best spáin fyrir fimmtudag, föstudag og laugardag á HÖFN 😉
    kv Lella





    21.07.2009 at 23:27 #650532
    Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir
    Stefanía Guðjónsdóttir
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 1389

    Mér skilst að veður sé bara hugarástand.
    Ég stefni á að leggja af stað á fimmtudagskvöld kl. 19:59 frá Mjódd eða strax eftir vinnu.
    Spurning hvort Lellan gæti tekið frá smá pláss á tjaldstæðinu fyrir mig þar sem ég óttast að það verði örtröð af f4x4 félögum á svæðinu. Helst á móti sól, í logni og stutt frá w.c.. Verð annað hvort með úber gamlan tjaldvagn +/- fortjald eða kúlutjald úr rúmfatalagernum, kemur í ljós á morgun. Myndi hjálpa heilmikið ef ég fyndi einhvers staðar "legu/kastala ró" fyrir gamlan austin mini. Fékk það einmitt "óþvegið" í dag frá laugaverðinum sem sagði að ég væri ljóska í dulargervi þegar ég varð uppvís að því að láta pranga inn á mig mm ró í stað ró með tommumáli. Skil samt ekki alveg hvað er meint með að vera "ljóska í dulargervi" ég er skolhærð með gráar strípur !!!.





    22.07.2009 at 00:55 #650534
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    já ekki málið Stef ég skal taka frá fyrir þig pláss, reyndar hef ég nóg með mínar skuldir ég nenni ekki að draga þær á eftir mér þannig að ég verð "bara" í kúlutjaldi úr RL-vöruhúsi en ég skal reyna mitt besta við að taka frá pláss fyrir þig. Annað sem mig langar að vita frá ykkur Hafnarbúum, hvernig er það á fimmtudags og föstudagskvöldið er grillaðstaða ? eða þarf ég að koma með einnota grill ? reikna fastlega með að það verði sameiginlegt grill á laugardagskvöldinu, sá það á fésinu um dagin að það var verið að smíða grill fyrir hátíðina !
    en þá spurning með hin kvöldin ? og eins líka rafmagn fyrir vindsængurnar ?
    kv Lella sem leggur af stað á fimmtudaginn kl 14:10 enda fræg fyrir að ferðast eftir veðurspá :)





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 25 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.