This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 22 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Ég er einn af þeim sem hefur jafn gaman af sumar og vetrar ferðum um hálendið og þykir mér því miður hvað starfsemi klúbbsins féllu mikið niður að sumri til nema kannski hjá okkur í skálanefnd sem verður að nota sumarið vel upp í setri. Væri kannski eitthvert vit í þá að skipuleggja hálendisferð i júlí á þetta 10-20 bilum eða fleiri, og vera kannski viku í túrnum. Hvað finnst mönnum um það ættum við kannski að hafa skoðanakönnun um þetta á heimasiðunni.
Þetta gefur líka fleirum tækifæri til ferðalaga sérstaklega þeim sem eru á minni jeppum.
Spáið í þetta og látið í ykkur heyra, þetta er upplagt tækifæri til þess að sleppa við ættarmót og önnur leiðindi.Ferðarkveðjur: Jón G Snæland
You must be logged in to reply to this topic.