This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 23 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.04.2002 at 14:45 #191444
AnonymousÉg er einn af þeim sem hefur jafn gaman af sumar og vetrar ferðum um hálendið og þykir mér því miður hvað starfsemi klúbbsins féllu mikið niður að sumri til nema kannski hjá okkur í skálanefnd sem verður að nota sumarið vel upp í setri. Væri kannski eitthvert vit í þá að skipuleggja hálendisferð i júlí á þetta 10-20 bilum eða fleiri, og vera kannski viku í túrnum. Hvað finnst mönnum um það ættum við kannski að hafa skoðanakönnun um þetta á heimasiðunni.
Þetta gefur líka fleirum tækifæri til ferðalaga sérstaklega þeim sem eru á minni jeppum.
Spáið í þetta og látið í ykkur heyra, þetta er upplagt tækifæri til þess að sleppa við ættarmót og önnur leiðindi.Ferðarkveðjur: Jón G Snæland
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.04.2002 at 15:34 #460364
Heill og sæll nafni,,,
Já líst bara nokkuð vel á þetta hjá þér, fullt fullt af fallegum stöðum að sjá og ferðast um að sumri hvort sem er til hægri eða vinstri….
Salutations
Jonps. er þá ekki rétt að fara að hringja út og betla sandala, stuttubuxur og sólhatta :-o)
12.04.2002 at 16:14 #460366Frábær hugmynd, ég er með.
12.04.2002 at 23:21 #460368Ágætu félagar
Hugmynd Jóns er frábær.
Með tillögu sinni er hann sjálfkjörinn leiðtogi til að skipuleggja svona ferð, enda fer hann og hans félagar létt með það
Bara að byrja að pakka niður
Kveðjur
Óli Óla
13.04.2002 at 13:30 #460370
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
góð hugmynd, kem með
það er nefnilega gaman að ferðast á sumrin líka
kv.Elvar
13.04.2002 at 13:55 #460372Mjög góð hugmynd. Jón er að sjálfsögðu sjálfkjörinn til að skipuleggja sumarferð, hann er jú í ferðanefnd ásamt Jóni Snæbjörns.
Kv. Kjartan
13.04.2002 at 15:37 #460374Sæll Kjartan, þetta vissi ég ekki að ég væri í nefnd ? Hey nafni ))))) er þetta rétt ?
Tillaga að einni ferð: Á undir eða við "Skrattakoll" en það gengur sennilega ekki nema um eða uppúr miðjum juli,,smá hugmynd ! eina að þessar slóðir beri marga bíla í einu…allavega ekki allar leiðir út frá "Skrattakoll"
salutations
Jon
22.04.2002 at 23:40 #460376
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar.
Var að velta því fyrir mér hvort einhver hefur spáð meir í sumar ferðir. Ég notaði tíman vel í fyrrasumar, og ferðaðist þó nokkuð um landið. Það er margt að sjá, og útsýnið oft á tíðum frábært. En hvað sem því líður væri gaman að fá að heira hvort rinhver hefur hugsað að gera veruleika úr þessari snilldarhugmynd. Allavega er ég meira en til í að þvælast með.Sumar kveðjur Gretar
23.04.2002 at 02:37 #460378Já mér líst mjög vel á þetta sérstaklega þar sem ég er á 33" bíl og ég vona að þessi hugmynd verði framkvæmd
23.04.2002 at 07:35 #460380Joni boy hvernig væri að fara með liðið á snæfelsnes og leifa mönnum að angra vissa aðila þarna, svo getum við öll gist hjá tendóinni þinni.
Bara hugmynd, það er svo margt að sjá þarna fyrir vestan.
23.04.2002 at 08:19 #460382Hey jú líst vel á gista hjá "tengdó" Jón Garðarshólma Snæland Ísland…svo segja gárungar, tja svona fyrir þá sem leifist, að þarna sé falin gullfalleg systir hmm -o:)
jaja
áfram sumarJon
23.04.2002 at 08:50 #460384
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Áfram sumar… …áfram Jón (eins og Stuðmenn segja)
23.04.2002 at 12:47 #460386
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er mjög góð hugmynd og sýnist mér á viðbrögðum að í raun sé ekkert annað en finna einhvern til að drífa í þessu þáttaka yrði trúlega góð.
Margar fallegustu leiðirnar verða ekki færar fyrr en uppúr miðjum júlí. En miður júlí til miður ágúst er jú líka besti tíminn til að ferðast á á Íslandi.Kveðja
Ásgeir R-1605
23.04.2002 at 14:17 #460388Ég verð nú orðinn geðveikur fyrir löngu ef ég kemst ekkert fyrr en um miðjan júlí. Hvernig eru jöklarnir þangað til ? Er vonlaust að ætla í dagsferðir á Snæfells-, Eyjafjalla- og Langjökul ?
Kv, Valdi
23.04.2002 at 16:25 #460390Sko ég er með einn eina tillögu, hvernig hljómar Askja og nágreni ?? Já og svo held ég að ég verði löngu farinn af límingunum ef það á ekki að fara fyrr sko !!! Hvernig væri að skipæuggja ferð á td Snæfellsjökul ?? Eða er hann kannski ekki fær ?? Nei ég bara spyr sko 😉
23.04.2002 at 18:20 #460392Sumarferð já skipuleggja slíka ferð ,ekki vandamálið.höfum þegar verið að velta fyrir okkur ýmsum möguleikum. Vestur smá skrepp Beggi ekki svo vitlaust eigum við að gista hjá Tryggva eð Teindó ættum að spá í þetta. Hér er hugmynd nr 1
Reykjarvík-Seljavallarlaug gisting.
Dagur 2 Hægt væri að skoða flugvelina niður á söndunum,kíkja aðeins á Skógarfoss,kannski inn Höfðabrekkuafrétt. Gisting Kirkjubæjarklaustur.
Dagur 3 Haldið inn í Núpstaðarskóg minni bílar yrðu skyldir eftir við vaðið ásamt tjaldvögnum og yrði að sameinast í stærri bílana yfir Núpsvötn, haldið til baka og niður Skeiðársand í Veiðiós skoðað þar togara og landgöngupramma ofl.
Gisting einhverstaðar nálagt Fagurhólsmýri.
Dagur 4 Farið út í Ingólfshöfða ef á hugi er á því, síðan á Skálafellsjökul gisting Stafafell. Dagur 5 kannski inn í Lónsöræfi eða beint á Egilstaði þar væri td hægt að gist 2 nætur halda síðan heim um hálendið norðan Vatnajökuls þar er ýmislegt að skoða svo sem Hafrahvamma, Laugarvallardal,Sænautarsel ofl ofl auðveldara er að aka vegina austan Jökulsár því þar er mun minna um þvottabretti. Hægt væri að koma við í Drekagili og Öskju og síðan Gæsavatnsleið niður í Nýadal og Sprengisand heim
Annars er þetta bara gróft plan og ekki mikið búinn að velta fyrir mér aksturs tímum og öðru slíku enda samið jöfnum höndum og það var skrifað.Skrifa svo meira um þetta fljótlega. ATH gert yrði ráð fyrir að allir jeppar kæmist með og þegar skroppið yrði erfiðar leiðir samanber Núpstaðarskóg gætu fólk sameinast í stærri bíla en meira um þetta seinna.
Jón G,Í Snæland
23.04.2002 at 20:54 #460394Sæll ofsi.
Þessi ferðatilhögun fær mann til að byrja að iða ósjálfrátt í sætinu. Þetta er greinilega sett upp eins og gott rally, fullt af sérleiðum og alvöru skipulag. Ég tel víst að rallybræður Páll og Jóhannes fái fiðring þegar þeir lesa þetta…
Hvenær eigum við að leggja af stað?
Ferðakveðja,
BÞV
23.04.2002 at 21:40 #460396Já seigi það hvenar á að leggja af stað ?????
23.04.2002 at 23:02 #460398Sumar rall og skrall.
Í sumar, en verðum greinilega að taka léttan sprett einkvað fyrr,það er svo erfitt að hemja ykkur. Gott að einhverjir taka vel í þetta. Annars hefur maður allt of lítinn tíma í aðalmálin vinnan tefur mann svo.Það var skálanefndar fundur í kvöld og að sjálfsögðu í Perlunni.
Jón Snöland hey do, ha ett trevligt sommar
24.04.2002 at 00:21 #460400
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir allir farmenn.
Þessi umræða er greinilega mörgum ferðalanginum mjög svo áhugarverð. Það væri kannski ráð að BÞV kæmi á laggirnar sumarnefnd sem sæi um að skipuleggja nokkra túra í sumar. Það eru eflaust einhverjir sem hefðu gaman af að fara dagsferðir með alla fjölskylduna. Bara hugmynd. Í fyrra fórum við margar slíkar með börnin okkar, og keyptum við þá einnota grill og grilluðum pulsur og sitthvað fleira. Reynsla mín af lengri ferðum með börn er engin, en það er eflaust ekkert mál ef aðstæður leyfa. Gaman væri að heyra frá formanni og félagsmönnum hvað þeir hafa til málanna að leggja.
Í sumarstuði Gretar og Svandís.
24.04.2002 at 00:42 #460402Sælir.
Það þarf enga nefnd. Menn einfaldlega rotta sig saman á netinu eins og verið er að gera. Reyndar er ég algerlega ósammála einhverjum sem hélt því fram að það væri svo lítil starfsemi hjá klúbbnum yfir sumarið. Þá er fjöldi ferða og allskyns uppákoma, en merkilegt nokk, ótrúlega illa sótt sumt af því sem þá er boðið uppá. Í því sambandi nefni ég vinnuferðir skálanefndar, sumarhátíðina, fjölskylduhátíðina og stiku- og baggaferðir sem reyndar eru farnar er líða fer að hausti.
Ef mönnum langar í túr, þá bara búa þeir til túr. Jón Snæland er nefndin og ég hengi mig bara í rassgatið á honum, en áskil mér þó rétt til að hætta í túrnum ef sérleiðirnar verða of langar eða tímavarslan fer út um þúfur;-) Það sama á við ef börnin fíla ekki túrinn eða túrinn börnin, þá bara einfaldlega hættir maður og býður þeim í annan túr.
Ferðakveðja,
BÞV
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
