This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 16 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Á sumarferðalögum, skoðar maður landið á allt annan hátt en á veturar. T,d fer ég alltaf að fylgjast með ummerkjum eftir utanvegarakstur. Þetta er komið einhvernvegin í undirmeðvitundina. Eftir allan áróðurinn um utanvegaakstur. Og hrópin og köllin um það að utanvegarakstur sé alltaf að aukast. En ég er samt sem áður jafn sannfærður um það að það sé ekki aukning á utanvegaakstri á hálendinu. Heldur sé utanvega aksturinn aðalega í nágrenni við Reykjarvík. En það er jú líklega það eina sem náttúruverndar hrífuliðið sér af landinu. Ég er búin að flakka töluvert í sumar og hef sé utanvegarakstur 3 sinnum.
.
.
1 Á einum stað ákváðu útlendingar að stytta sér gönguleiðina við Fagurhólsmýri niður að sjó.
Og óku utanvegar á bílaleigu Yaris einhverja 100 metra út fyrir veg.
2 Inn við Löðmundarvatn voru tvær íslenskar fjölskyldur á slyddujeppum sem þorðu ekki yfir stóran drullupoll á veginum og tóku því krók fyrir keldu og óku út í viðkvæman gróðurinn við hlið vegarins, sem var orðin stór skemmdur eftir einhverja jólasveina sem ekki vildu skíta út felgurnar hjá sér.
3 Við Hólaskjól var heimkeyrslan frekar gróf og á henni þvottabretti. Því ákváðu einhverjir íslendingar á slyddu tveim Takomum að aka við hliðina á veginum.
.
.
Það væri gaman ef fleiri segðu fá upplifun sinni af sumarferðunum. T.d hvort mönnum finnist umferðin ekki vera farin að verða full mikil á aðal ferðamannastöðunum.
Eða hvernig finnst mönnum að slyddudeildin víki þegar við drögum hægfara ferðalanga uppi. Eða standast tjaldstæðin væntingar ( mér fannst t,d 5 stjörnu tjaldstæðið að Fossatúni vera langt undir væntingu ). Endilega segið fá upplifun ykkar af sumarferðunum.
You must be logged in to reply to this topic.