Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Súkka
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurþór Ragnarsson 20 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
17.09.2002 at 11:18 #191688
AnonymousEr eithvað mál að setja vitara/sidekick á 33″
og hver er munurinn á Vitara/sidekick.
þarf maður að setja hlutföll í hann? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.09.2002 at 16:10 #463178
Munurinn á Vitara og Sidekick er sá að Sidekick er fluttur inn framhjá umboði frá USA. Það voru einhverjir aðilar sem fluttu inn slatta af þessum bílum á tímabili, en svo var skrúfað fyrir þennan innflutning þegar einhverjir voru teknir fyrir að falsa innflutningsskýrslur! Annars eru þetta svo til sömu bílarnir með sömu varahluti. Sidekickinn er með aircondition sem staðalbúnað, er framleiddur sérstaklega fyrir Bandaríkjamarkað og hefur enga ábyrgð frá umboðinu hérna. Það ætti þó ekki að skipta miklu máli í dag.
Veit ekki alveg nógu mikið um breytinguna, en ég held að það sé lítið mál. Ég veit um einn sem gerði þetta án þess að hafa reynslu af bílabreytingum. Hann hafði aðgang að svona breyttum bíl og kóperaði bara á milli. Best er að finna svona bíl og skoða og fá leiðbeiningar frá einhverjum sem hefur gert þetta. Einnig getur þú t.d. spurt þá hjá Fjallasport, þeir hafa verið að breyta eitthvað af Súkkum af öllum stærðum og gerðum.
Kv,
R-2170
17.09.2002 at 17:40 #463180Sælir,
Ég er á Sidekick sem er búið að breyta fyrir 33". Það er nú reyndar einhver misskilningur að allir bílar sem koma frá USA séu með AirCondition sem staðalbúnað. Allavega er minn ekki með þannig búnaði, kannski þar sem hann er Harlem útgáfan (JX).
Það er ekkert stórmál að breyta svona bíl. Minn er með c.a. 1 tommu klossum undir gormum og dempurum og svo var hann hækkaður með 70mm plastkubbum. Ég skipti um grind vegna tjóns og setti prófíl úr þykku járni sem er 80mm á kannt í stað plastkubbanna og hann hækkaði um 20mm í viðbót við þetta. Að auki er eitthvað búið að klippa úr brettum og nota stóra hamarinn hans afa til að stækka hjólskálarnar að framan. Þetta ætti nú ekki að taka meira en svona eina helgi ef þú ert með allt efni við hendina.
Annað sem þarf að hafa í huga er að lengja í gírstöngum, bremsuslöngum, bensínslöngum, hækka stuðarafestingar. Vatnskassi er ekki vandamál eins og í sumum bílum þar sem hann er festur í grindina og hækkar þ.a.l. ekki.
Ég veit ekki hvar þessir gorma/demparaklossar fást á Íslandi en þú getur skoðað http://www.calmini.com til að fá hugmynd um hækkanir á Súkkum í USA. Þeir eru með mesta úrvalið fyrir Vitöruna sem ég hef rekist á.
Kveðja, Valdi
17.09.2002 at 23:39 #463182
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir og takk fyrir rísponsið!
Hvernig eru 1600 vélarnar í þessum bílum? Hef heirt að þær séu ekkert að endast neitt mikið, en allavega þá er ég mikið að pæla í að fá mér svona jeppa.
01.10.2003 at 14:27 #463184Mín reynsla er allavega sú að ef það er hugsað um að skipta um olíu á þessu, þá bara endist þetta. Ég tók mína vél í sundur til þess að breyta henni, keyrða meira en 200 þúsund, hafði keypt í hana legur en skilaði þeim því það sá ekkert á legunum. Er núna búinn að keyra vélina með túrbínu síðan í janúar, og ekki lent í vandræðum ennþá. Heddin eru hinsvegar viðkvæm.
[url=http://www.foo.is/gallery/vitara:1prc346p]Myndir af bílnum, sem núna nálgast 35 tommu dekkin[/url:1prc346p]
01.10.2003 at 16:26 #463186Hvernig er með hlutföll veit einhver hvaða hlutföll eru til og hvort það séu misjöfn hlutföll eftir bílum og líka annð þyngjast þeir mikið í stýri ég á svona vitöru v6 96 orginal og mér fynst hú nógu þung núna ekki nema einhvað sé að stýrinu í henni
02.10.2003 at 00:09 #463188
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
TekniQue hvað er svona 1600 turbo að skila i hestum? og hvað læturðu turbo ið blása.?
03.10.2003 at 00:26 #463190Rökbyggð ágiskun er 140-150 hestöfl og 190-200nm tog við sveifarás, kannski um eða yfir 120 hestöfl í hjólin eins og staðan er í dag. Þetta er byggt á útreikningi sem miðar við þyngd bíls og hraða/tíma á kvartmílubrautinni.
Boostið nær mest 10psi en byrjar að falla um 4500rpm, sem gæti bent til þess að þessi túrbína væri of lítil en það er bara eitthvað sem maður á eftir að bæta úr.Baldur
03.10.2003 at 00:55 #463192
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
veit að sumar vitörur eru með 4.88 en sidekick 5.13
Bíllinn hjá mér var mjög léttur í stýri en þyngdist svolítið við "stóru" dekkin. Sem er bara rökrétt. Ef það er eithvað þungt á orginal dekkjunum þá mundi mér finnast það eithvað skrítið.
05.10.2003 at 13:57 #463194Mín Vitara er með 5.125
05.10.2003 at 16:53 #463196
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
meina það
08.12.2003 at 17:57 #463198
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Vitaran kom með 5,13 hlutföllum tilogmeð ’92
08.12.2003 at 21:10 #463200Hlutföllin fyrir diesel og v6 eru stærri heldur en í 1,6l
til eru bæði 4,3 og 4,8 ,svo eru aðeins minni hlutföll í 1,6l 5,12 en svoleiðis köggull passar beint í aftur hásingu á V6 og diesel og að framan líka en þar þarf að skipta út öxlum allavegana h/mMinnir að það sé 7"drif í 1,6l og "7,5 í V6 allavega að aftan
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.