This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Hörður Birkisson 13 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar nú er komið að stórferð Jeppavinafélagsins. Hittingur er á Hvolsvelli kl 10 föstudagsmorgni 1 Apríl ( ekki Gabb ) og lagt verður af stað kl 10 30 upp Fljótshlíðna og í Hvanngil og á Laugardeginum er hugmyndin að finna nýja leið frá Álftarvatni og í Hrafntinnusker og þaðan bakdyramegin í Landmannalaugar. Ef ekki finnst fær leið með gönguleiðinni frá Áltarvatni í Hrafntinnusker verður hægt að fara um Laufafell inn í Hraftinnusker og þaðan bakdyrameginn að Landmannalaugum . Búið að ganga frá skála í Álftavatni á Föstudag og í Landmannalaugum á Laugardag.
Verðinu verður stillt í hóf.
Allar frekari uppl og skráning í ferðina er hjá JÖKLA í s:865-0470Einnig verður skráning hér á spjallinu.
Kveðja. Stjórn Jeppavinafélagsins
You must be logged in to reply to this topic.