This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Tómas Guðmundsson 17 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.03.2007 at 11:30 #199924
Skráning í ferðina 22 til 25. mars. Ferðin er ekki alveg fullmótuð, en hugmyndin er að fara á Grímsfjall á fimmtudeginum, Kverkfjöll á föstudeginum og á laugardeginum vestur á bóginn, sennilega Setur, Ingólfsskáli eða Hveravellir og síðan heim á sunnudeginum. Skálagjöld eru ca. 5- 6000 kr á manninn, Skráning í síma 66062222.
Kv. Heiðar
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.03.2007 at 12:06 #584582
Sæll Heiðar
Þetta virðist svaka ferð eru einhver takmörk í hana og þarf að ákveða þetta alveg strax eða má líða eitthvað fram á helgi með að ákveða sig?
kv Jóhann ö1206
15.03.2007 at 12:41 #584584Blessaður Heiðar . Skráðu okkur Ómar B á MEGAS í ferðina.Hvenær þarf að vera búið að borga ? kveðja Hörður
15.03.2007 at 12:45 #584586Við ætlum líka.
Agust, Andri + ?
15.03.2007 at 13:03 #584588Er heimasíða ykkar suðunesjamanna hætt eða liggur hún bara niðri?
Kv.
Glanni.
Es.takk fyrir síðast, það var gaman að heimsækja ykkur þarna suðurfrá um daginn.
15.03.2007 at 13:10 #584590Við erum búnir að leggja niður heimasíðuna, en reynum bara að nota aðalsíðuna sem mest. Hörður þú sérð um skálagjöldin, þar sem eiginlega engar líkur eru á að ég komist með. Við höldum skráningunni opinni, en takmörkum fjöldann við ca 25. 38 er nú eiginlega lámark í svona ferð.
Kv. Heiðar
15.03.2007 at 13:22 #584592Sæll Heiðar
Eg ætla að fara + ?
Hvar á að borga og hvenar ? kveðja Tómas G
15.03.2007 at 16:34 #584594Sælir félagar .Best er að þið skráið ykkur hér á þessum þræði og þeir sem ekki eru með símanúmerin skráð á notanda síðunni geta skráð símanúmerin sín hér, greiðsla fyrir skálagistingu verða rukkuð í lok ferðar 2000 kr pr nóttina ..ath það er ekki posavél með í ferðinni og safnpúntar ekki teknir gildir , bara löggyltir seðlar frá seðlabánkanum !!..Nánari ferðatilhögun kemur seinna ,, er í vinnslu .. Sími hjá mér núna er 825-0016
Kveðja
17.03.2007 at 20:15 #584596Þá er búið að redda kvöldvökunni , Marteinn J og Viggó eru búnir að skrá sig á Toy crusernum 44"
og enn er verið að skoða snjóalög ,, . Kveðja
Hörður
17.03.2007 at 22:53 #584598Skrá mig + 1 og mæti á 4runner v8 44" breyttur:)
17.03.2007 at 22:57 #584600Átti þetta ekki að vera Stóraferðin en ekki sórferðin:)
Kveðja Dóttir þín(eldri);)
18.03.2007 at 00:10 #584602Blessaður Tommi Sendu mér GSM númerið þitt , hér eða í gemsann minn..
Kv Hörður
18.03.2007 at 20:44 #584604Breytt ferðatilhögun .. Farið á stað kl 7 á föstudagsmorni yfir Mýrdalsjökul í skálann við Strút
þaðan haldið yfir í Strútslaug norðaustur í Álftakrók og í Eldgjá , Frammhaldið ræðst af færi en frést hefur af mjög miklum snjó á þessu svæði .
Skráðir eru núna 9 bílar í ferðina svo það er nánast orðið fullt vegna skálapáss nema einhver detti út .Kv Hörður
19.03.2007 at 10:15 #584606Hvað þarf maður að gera ráð fyrir myklu bensíni í þessa ferð og er einkverstaðar á leiðinni hægt að taka bensín?
19.03.2007 at 14:03 #584608ættu að duga 220 lítrar fyrir þig , tacoman ætti ekki að vera yfir 10 L á klukkutíma þó þúngt færi sé.
Seinasta bensínstöð er á Hvolsvelli ,að ég held .Nema bensín sé selt á Skógum .???
Og miðað við ferðina sem ég var með þér er það meira en nó ..
Kv Hörður
19.03.2007 at 15:33 #584610Hvað er í gangi Hörður, þora menn ekki upp á hálendið, bara skreppa rétt út fyrir bæjarmörkin.
Kv. Heiðar
19.03.2007 at 17:23 #584612þegar stuðningsfulltrúann vantar fer allt í vitleisu og rugl ,,:) Nei það er enginn smeykur við snjó á jökli og ekkert landslag , en brekkurnar á þessu svæði og mikill snjór er það sem dregur okkur að sér og yfir þær..
Kveðja Hörður
26.03.2007 at 12:57 #584614Fórum á 4 öflugum bílum og allt gekk vel , fórum samt ekki í Landmannalaugar á Laugar degi eins og áætlunin var vegna snjóblindu og sliddu ..engar skemdir eða brot á bílum eða mönnum
4R Megas 46"
4R Rauður 44"
LC Krílið 46"
Toy Tacoma 38"Fjallabakur var snjóþúngur en gott færi á honum og á Mýrdalsjökli , vorum tæpa 4 tíma á leiðinni.Vorum komnir í Strút kl 2 á föstudegi , kíktum upp á Skúfluklif kl 5 þegar byrti til og gekk það mis vel ,á laugarsdagsmorni var farið aftur á stað yfir Skófluklif og gekkþá öllum mjög vel upp því enn var frost í sjónum eftir nóttina, mjög snjóblint var og var gengið á undan bílunum stóran hluta ,fórum stiðstu leyð frá skófluklifinni og yfir í hólmsárbotna ekki venjulega leið miklar brekkur og hengjur kíktum á laugina og inn að siðri ófæru en snérum þá við vegna mikillar sliddu og snjóblindu og vindur að skríða yfir 20 m kíktum í Hvangil og Áltarvatn á sunnudeginum í þokkalegu skigni og rigningar úða fórum þaðan til baka niður Fljótshlíð þrátt fyrir frettir af 49" trukkum sem snéru frá kvöldið áður og krapa pitta sem byrjuðu 2km frá Emstrubrú og náðu niður að Mosum ( Markarfljótsbrú ) sem þurfti að finna leið framm hjá og gekk það mjög vel .
Góð helgi í góðum félagsskap en hefði verið gaman að sjá fleyri á fjöllum í þessum mikla snjó sem komin er á þessu svæði ,, Snjókveðjur Hörður í Jeppavinafélagi Suðurnesja ,,. .
26.03.2007 at 14:47 #584616Þakka fyrir mig og mína í frábærri ferð inn í Strút, þetta var svona ferð þar sem reynsla hleðst upp í massavís og skilar sér vonandi seinna. Eins og Horður 2Runner segir gekk vel á föstudeginum yfir jokul og inn í Strút. Laugardagurinn var sérstakur því það var keyrt um gil og hæðir við nánast ekkert skyggni og ég held að það hafi verið mikil skóli fyrir alla að vera með og takast á við það dæmi þó enginn eigi meiri heiður af því en Horður 2Runner og Omar á Megas/4Runner að leita að færri leið og feta okkur áfram. Það er verulega óþægileg tilfinnig að keyra í 10 metra skyggni með snjóhengjur, gil og fjöll allt í kringum sig og sjá ekkert. Á Sunnudeginum rofaði aðeins til og áttum við fínann dag á fjöllum. Virkilega mikill snjór þarna og bara synd ef þetta á að bráðna allt í burtu núna. Hefði verið frábært að fá frost á þetta því þá væri Mælifellssandurinn líklega stærsta slétta plan á Íslandi um þessar mundir.
Agust
26.03.2007 at 16:29 #584618þakka kærlega fyrir mig, það var gaman að sjá hvernig á að fara að í svona skigni og færð (greinilega mjög vanir menn þar á ferð) Hörður og Ómar eiga hrós skilið alveg magnað hvað hörður getur hlaupið alveg endalaust á undan og bara gaman að sjá hvernig þeir vinna saman. Föstudagurinn var flottur mýrdalsjökullinn var fínn að keira og ekki verra að Ágúst skuli hafa gefið sér tíma í að segja okkur hvernig útsýnið ætti að vera þarna uppi. Laugardagurinn var mjög góður skóli í að keira í nánast engu skiggni. Sunnudagurinn var frábær keirsludagur bara gaman að keira í hólum hæðum og smá krapa Glæsileg ferð í alla staði!
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.