Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › suburban 6,5 disel
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Hörður Guðjónsson 18 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.11.2006 at 23:22 #198970
hvernig er að breyta suburban eru þetta skemmtilegir fjallabílar?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.11.2006 at 23:50 #568278
eru 44 málið og setja rör undir að framan eða á maður að láta það ógert að hækka svona limmu
16.11.2006 at 08:56 #568280kýldu á það.
17.11.2006 at 02:37 #568282hvaða hásingu á maður þá að nota og hlutföll? þarf að eiga eitthvað við skiptinguna?
17.11.2006 at 15:24 #568284Ég myndi notast Dana 60 að framan og GM 14 bolta fljótandi að aftan.
Hæstu hlutföll sem ég myndi nota er 4.88:1 en ef þú ert með yfirgírsskiptingu þá getur þú farið töluvert neðar.
Svo er spurning hvaða skipting er í bílnum.
Ef hún er þriggja þrepa þá er það örugglega TH400 sem er skotheld skipting.
Ef hún er fjögurra þrepa þá er þetta annað hvort 4L60/TH700R4 eða 4L80.
4L60 og TH700R4 eru ekki þær sterkustu en hægt að gera þær þrælsterkar (á sjálfur eina sem er gefin upp fyrir 600 hp og 600 lb.ft.).
4L80 er nánast TH400 með yfirgír svo hún ætti að standa fyrir sínu.
Sama hvaða skiptingu þú ert með, notaðu stærsta kæli sem þú finnur og hafðu mæli á henni.
JHG
17.11.2006 at 23:24 #568286ég ætla aðeins að hugsa þetta er voða heitur fyrir þessu takk fyrir upplýsingar og ef einhver vill tjá sig meira þá bara senda fleiri athugarsemdir
takk takk kv.atli
18.11.2006 at 00:22 #568288Hvar er hægt að sjá hvaða skipting er í þessum bílum ?
Minn bíll er skráður 3010 kg í dag breyttur á 38"
Olíutankur orginal er 180 litrar+
þannig að ef bílinn hefur verið vigtaður fullur af olíu þá telur það…
Ég hef viktað hann kláran á fjöll með aukafarþega farangur og allt draslið fullan af olíu 3.500kg
Byrjað að safna að sér drasli fyrir breytingu.
mig vantar eins og fleirum Dana 60+ læsingu
á góðum prís. loftpúða og ýmislegt gotterý
ef einhvern vantar að losna við einhv sem ég get notað:)
þá má senda mér póst.
18.11.2006 at 13:11 #568290Ég er með ’85 módel með 350 og beinskiftan. Han er á "44 og með loftpúðum hringinn. Orginal er undir honum 14 bolta semi að aftan og 10 bolta að framan sem ég hef ekki skyft út og reikna ekki með að gera það þar sem 10 bolta hásingin hefur ekki klikkað hjá mér en ´hún er að vísu ólæst. Ég mæli hiklaust með þessum bílum í breitingar ef menn eru að leita að plássi og þægindum en kanski ekki hagkvæmustu bílar sem menn nota í breitingar.
Subbakveðjur Stefán
19.11.2006 at 01:56 #568292Einfaldast er að sjá þetta á pönnunni. Skoðaðu linkinn hér fyrir neðan og berðu myndirnar saman við þinn bíl.
.
http://www.technicalvideos.com/identify … sion.phtml
.
JHG
19.11.2006 at 09:05 #568294Án þess að kíkja undir bílinn sýnist mér ég vera með
4L80 (TH400) svona eftir minni,
Það er svo kalt úti. Svo er komið einhv hvítt efni þannig að ég held ég komist ekki undir bílinn lengur.
.Er einhver sem veit um notaðan startara sem er falur í
6.5 diesel…. myndi glaður vilja sleppa undir 30.000
sem hann kostar nýr.
Rafstilling, bílanaust, Bílaraf allt um 30.000.
Ef einhver á startara er síminn minn 8952489
19.11.2006 at 17:25 #5682964L80 og TH400 er ekki sama skiptingin (þó 4L80 sé víst að nokkru byggði á þeirri gömlu). 4L80 er með yfirgír en TH400 er þriggja þrepa. 4L80 er rafstýrð en TH400 er oldschool.
.
Þar sem að þú ert á þetta nýlegum bíl þá kemur 4L80 sterklega til greina. Það er mögulegt að þú sért með 4L60e en ég myndi veðja á 4L80.
.
Langbest að skríða undir bíl og kíkja, þá veistu hvað þú ert með
.
JHG
19.11.2006 at 19:28 #5682984L80 var það 17 boltar.
Þarf að auka við kælingu á þessari skiptingu ?
19.11.2006 at 19:43 #568300Það er örugglega kælir í vatnskassanum. Að setja aukakæli (og nota líka þann í vatnskassanum) er aukavörn. Flestar skiptingar sem fara gera það vegna hita. Með því að setja aukakæli og hafa mæli á skiptingunni þá ertu í nokkuð góðum málum.
.
Hvort þú þurfir kæli er erfitt að segja. Þú ættir allavegana að setja mæli á skiptinguna þá getur þú allavegana stoppað og sett í Park ef hún fer að hitna.
.
En ég setti bæði kæli og mæli og sá ekki eftir því.
.
JHG
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.