Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Styrkjum Hjálparsveitirnar
This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarni Samúelsson 19 years ago.
-
CreatorTopic
-
27.12.2005 at 15:59 #196934
AnonymousNú er komið að því að menn og konur fari að kaupa flugelda. Með flugelda kaupunum eru við jú að styrkja hjálparsveitir af ýmsu tagi eða góðgerðarsamtök sem eru farinn að keppa meir og meir við hjálparsveitirnar. Því hvet ég menn til þess að kaupa flugeldanna hjá hjálparsveitum en ekki einstaklingum sem ætla að verða feitir á kostnað hjálparsveitanna. Þessi aðilar í einnka bissnesinum koma ekki á fjöll til þess að sækja ykkur. Eða hvað.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.12.2005 at 16:14 #537182
þetta eru nánast EINU fjáraflanirnar sem hjálparsveitirnar eru með, og að er akkúrat þessir peningar sem eru notaðir til að sækja slasaða jeppamenn á fjöll. Það er nefnilega svo magnað að hjálparsveitirnar borga í langflestum tilfellum allan kostnað sjálfar.
munið svo að kaupa bleik hlífðargleraugu 8)
27.12.2005 at 16:31 #537184
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Allir flugeldarnir hér verða keyptir af Dagrenningu á Hvolsvelli…nema smádraslið fyrir systu…hún vill stiðja sitt íþróttafélag…enda harður HK-ingur þar á ferð…
27.12.2005 at 17:16 #537186er nú bull og vittleysa enda veit Bjöggi ekkert um það og er að vinna upp á velli innilokaður niður í kjallara, sem bassar honum vel. En að styrkja KR væri þó betra en að styrkja einkaaðila.
27.12.2005 at 20:18 #537188Ég efast stórlega að íþróttafélögin og einkaaðilar hlaupi úr vinnu hvenær sem er til að leita að týndu fólki og bjarga fólki og verðmætum þegar á reynir við allar aðstæður!
Mundu að það getur verið þú eða einhver úr þinni fjölskyldu sem þarf á aðstoð að halda næst!
Styrkjum björgunarsveitirnar þar sem þetta er nánast eina fjáröflun þeirra og þetta er það sem björgunarsveitirnar lifa á.
27.12.2005 at 20:35 #537190Tek undir það sem stendur hér að ofan- kaupið endilega af björgunarsveitum og hvetjið alla í kringum ykkur til að gera slíkt hið sama.
Freyr
28.12.2005 at 00:56 #537192Áfram félagar
Þetta á að sjálfsögðu ekki að vera spurning, hvar mann kaupa sína flugelda, hjá björgunarsveitunum.
Ekki bara að þetta sé verðugt málefni heldur eru þetta líka góðar vörur sem standast allan samanburð, hvað snertir verð og gæði.
Mér finnst persónulega að það ættu engir aðrir að fá að selja flugelda hér á skerinu aðrir en björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.
Með sprengikveðju
Austmann
30.12.2005 at 07:53 #537194Styrkja 4×4 meðlimir Hjálparsveitirnar, það þarf ekki að spyrja að því. Það er hægt að styrkja bílasalana á höfðanum á annan hátt.
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir ferðir ársins
30.12.2005 at 10:12 #537196Hingað til hafa skátarnir fengið ágætisframlag frá okkur um áramótin og verður örugglega ekki mikil breyting á því en ég var að spá í fer allur hagnaður til skátafélgasins sem ég versla við ? eða hvað fer mikill hluti til Landsbjargar? allt? eða?
er ekki einhver skáti hér sem getur frætt mig um það?
Skot-kveðjur Lella
30.12.2005 at 10:30 #537198Í Kastljósi í gær var fjallað um flugeldasölu og voru mætti þar Jón Gunnarsson framkvæmdarstjóri Landsbjargar og Rúnar Laufar Jónsson frá Gæðaflugeldum.
Hægt er að skoða Kastljósið á þess netfangi http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvar … =4270062/0
Það er nokkuð merkilegt að hlusta á röksemdarfærslu Rúnars í þessum þætti, þar sem hann telur sig vera að standa vörð um heilbrigða samkeppi. Þrátt fyrir það að það kemur skírt fram að Landsbjörg er þegar í samkeppni við Íþróttarfélög og Kíwanisklúbba. Einnig segist Rúnar, virða störf Landsbjargar. En getur á sama tíma rænt af þeim stórum hluta af lífsviðurværi sínu. Greinilegt er að maðurinn er með mjög skerta siðferðiskennd og þekkir alls ekki munin á réttu og röngu. Stundum tek ég svona til orða, SVONA BARA GERIR MAÐUR EKKI Rúnar og Einar Áttavillti. Eina halt þú þig við pústþjónustuna.
Til Landsbjargarmanna segi ég þegar kemur að því að það þurfi að bjarga Einar, úr einhverri villuráfandi veiðiferðinni, rukkið hann þá um flugeldaveltu hans árið 2005. Eða sem nemur 25-30 miljónum.
Rúnar fullyrðir í þættinum að einkaaðilar taki aðeins 15-20 % sölunnar frá Landsbjörg, þrátt fyrir að þeir taki inn 4×40 f gáma og Landsbjörg 20×40 f gáma. Þá á einnig eftir að reikna inn aðra aðila einsog Gullborg, Íþróttarfélög og Kíwanis og kannski fleiri.
Að lokum vill ég minna á það sem Rúnar sagði í Kastljósi: Ég kem ekki og sæki ykkur ef þið þurfið aðstoð. Það er eiginlega erfitt að ljúka þessum pistil svo reiður er ég svona mönnum sem rýra ekki einungis tekjur Landsbjargar heldur einnig tekjur Kiwanismanna sem starfa að góðgerðarmálum t.d aðstoð við börn. Megi skömm þessara einkaaðila vera sem mest og sem lengst
30.12.2005 at 11:06 #537200Ágóði af sölu flugelda hjá björgunarsveitunum rennur allur til þeirrar sveitar sem keypt er af. Slysavarnafélagið Landsbjörg flytur inn flugeldana og selur til sveitanna á kostnaðarverði en sveitirnar sjá um að selja flugeldana til almennings og fá allan ágóða inn í sinn rekstur.
Ég vil líka taka fram að björgunarsveitir rukka aldrei fyrir björgun mannslífa, hver sem á í hlut.
Björgunarsveitirnar þakka öllum þeim sem styrkja okkar starf og óska öllum landsmönnum slysalausra áramóta.Lilja Magnúsdóttir, ritari Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
30.12.2005 at 11:30 #537202Sælir.
Það voru bara einginn rök eða neitt vit í því sem þessi Rúnar var að segja…
Jón kom vel fram og færði góð rök fyrir máli sínu.
það væri bara gamman að hringja í þessa einkaaðila í hvert sinn sem félagar í björgunnarsveit eru ræstir í útkall….
Bara til að láta þá vita hve mikið starf er unnið af félögum börgunnarsveitana.
Í SJÁLBOÐAVINNU.
Tek undir það sem er komið hér fram:
Megi skömm þessara einkaaðila vera sem mest og sem lengst
Kveðja Örn.G
30.12.2005 at 12:35 #537204Og endilega minna fólk á það að þetta sé ekki peninga
eyðsla og að ekki sé verið sé að brenna peninga.Sjálfur ætla ég ekki að kaupa flugelda, ég ætla bara að styrkja einn björgunarsveitarmann. Mig!
Haukur
bjsv Súlur
30.12.2005 at 12:37 #537206Að versla ekki púströrið á röngum stað.
kv
Rúnar, sem eyðir ekki peningum í vitleysu, og kaupir því alltaf dýrustu jólatrén, jólakortin og flugeldana.
30.12.2005 at 13:00 #537208Versla flugeldana hjá Landsbjörgu og styrkja um leið gott málefni. Ég sé enga þörf á að styrkja siðblynda einkaaðila sem stela lífsviðurværi frá björgunarsveitunum og það er alveg á hreinu að ég mun aldrei og ég endurtek aldrei versla við pústþjónustu Einars á meðan hann stendur í flugeldasölu og ég hvet alla til að gera slíkt hið sama!
Og ég hvet alla þessa siðblyndu einkaaðila sem stela frá björgunarsveitunum og stinga í eigin vasa að hugsa sinn gang, hætta þessari vitleysu og láta flugeldasölu eiga sig að ári og styðja þannig öflugt björgunarstarf í landinu.
30.12.2005 at 13:24 #537210
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Styrkjum björgunarsveitirnar, eins og fram hefur komið er þetta þeirra aðal tekjulind. Þeir sem vilja styrkja íþróttafélag sitt geta gert það meira og minna allt árið um kring (tíðar fjáraflanir). Ég vil líka benda á að íþróttfélög hafa nokkuð fyrirhafnalitla innkomu af lottótekjum og æfingagjöldum.
Finnst líka ákveðið öryggi í að björgunarsveitir selji flugelda sem geta verið hættulegir. Ábyrgari aðilar finnast varla hvað varðar öryggismál.
Tek það fram að ég tengist engri björgunarsveit, frekar tengist ég íþróttafélögum.
30.12.2005 at 14:24 #537212Við fáum allavega eitthvað í staðinn fyrir flugeldana sem við kaupum frá Landsbjörg!
kv, Ásgeir Bomba – BOBA
30.12.2005 at 14:59 #537214Alveg er ég hjartanlega sammála ykkur – versla við björgunarsveitirnar.
En ég ætla að gera meira en það – ég ætla að keyra á Selfoss á eftir og versla við Árborg. Ástæðan er sú að í janúar í fyrra leitaði ég til hjálparsveita um aðstoð við að sækja bílinn minn upp á Vatnajökul. Ég talaði við nokkra aðila og allar björgunarsveitir vildu fá greitt fyrir þjónustuna nema Árborg sem vildi einungis útlagðan kostnað þar sem þeir litu á þetta sem ókeypis æfingu.
Í heildina greiddi ég Árborgarmönnum 27.000 fyrir aðstoðina en aðrar björgunarsveitir hér í Reykjavík höfðu sett upp verð sem var í öllum tilvikum yfir 100.000.
Árborgarmenn bjóða 4×4 félögum upp á að aðstoða við svona aðstæður gegn greiðslu kostnaðar – sem er að mínu mati það mikils virði að ég ætla að keyra austur og versa við þá.
Benni.
P.S.
Ég legg til að hér verði birtar upplýsingar um þau fyrirtæki sem þessir einkaflugeldasalar reka svo maður geti forðast að versla við þá í framtíðinni.
30.12.2005 at 15:27 #537216Sæll. Benedikt
Ef ég man rétt þá er Ársæl er í R.vík.
Árborg er á SelfossiAlveg er ég hjartanlega sammála þér.
"Ég legg til að hér verði birtar upplýsingar um þau fyrirtæki sem þessir einkaflugeldasalar reka svo maður geti forðast að versla við þá í framtíðinni."
Að lokum vil ég benda á umræður á:
http://www.hlad.is/forums/comments.php? … adid=36831
Kveðja Örn.G
30.12.2005 at 15:35 #537218Rétt – takk fyrir, Ársæll er hér vestur í bæ – það var að rugla mig – búinn að breyta að ofan.
BM
30.12.2005 at 15:48 #537220Ég fór í dag og verslaði hjá skátunum á malarhöfða,en við hliðina eru einkasjöppurnar hver um aðra að selja flugelda.
Ég neita því ekki að manni verður verulega gramt í geði þegar maður sér þessa í einkageiranum selja hluti sem að mínu mati,þ,e,a,s Björgunarsveitir ættu að hafa einkarétt á að selja.
Styrkjum Hjálparsveitirnar.
Kveðja
Jóhannes
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.