FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Styrkja hásingu

by Kristinn Magnússon

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Styrkja hásingu

This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Kristinn Magnússon Kristinn Magnússon 16 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 01.04.2009 at 22:43 #204156
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant

    Jæja, nú er verið að skipta út boginni afturhásingu fyrir aðra óbogna og er ætlunin að halda henni óboginni um komandi ár.
    Hvað hefur reynst mönnum best?
    Það sem ég er að velta fyrir mér núna er að einfaldlega að sjóða skúffu ofan á hásinguna.
    Þetta er Dana 44 hásing þannig að það er ekki alveg inn í myndinni að sjóða skúffu líka aftaná, en ég gæti gert það framaná.
    Önnur hugmynd er að setja eina plötu uppá rönd ofan á hásinguna og aðra flata fyrir framan, svo væri auðvitað hægt að setja gamla góða ostaskeran en það væri óneitanlega þægilegt að sleppa honum bara alveg.
    .
    Spurningin er… hefur einhver gert eitthvað af þessu, og samt tekist að beygja hásingu?
    .
    Set hérna með smá skýringarmynd á þessum hugmyndum mínum!
    .

    .
    kv Kiddi

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 21 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 02.04.2009 at 11:52 #644978
    Profile photo of Karl Hermann Karlsson
    Karl Hermann Karlsson
    Participant
    • Umræður: 140
    • Svör: 1159

    http://store.summitracing.com/partdetai … toview=sku

    Svona eru þeir hjá Summit að selja.
    Þetta er aftan á hásinguna , og lokið er fast við þetta.

    Svo er þetta ekki soðið á heldur "strappað"

    Þetta er pæling fyrir þá sem eru að fara að smíða , ekki er þetta beint gefist þó summit séu ódýrir.

    Kv. Kalli





    02.04.2009 at 11:53 #644980
    Profile photo of Karl Hermann Karlsson
    Karl Hermann Karlsson
    Participant
    • Umræður: 140
    • Svör: 1159

    Um að uppfæra lokið í leiðinni og hafa bæði Fill og Drain plug eins og þarna.





    02.04.2009 at 12:11 #644982
    Profile photo of Magnús Blöndahl Kjartansson
    Magnús Blöndahl Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 220

    Sæll Kiddi

    Ég hef ekki reynslu af þessu sjálfur en ég myndi smíða þetta bara úr röri og þunnu plötuefni.
    Eitthvað í líkingu við þetta:

    [img:c0yiljdb]http://www.gerpi.net/myndir/d/6286-1/axle_truss3.jpg[/img:c0yiljdb]

    Allavega kæmi ostaskerinn ekki til greina.

    kv
    Maggi





    02.04.2009 at 14:31 #644984
    Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson
    Kristján Arnór Gretarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 971

    Mér lýst best á skúffuna, því hún styrkir hásinguna í báðar áttir, en þó töluvert´meira á lóðrétta ásinn.
    Ég sé ekki ástæðu til þessa að hafa skúffuna þríbeygða, frekar að hafa hana hærri og flata að ofan.





    02.04.2009 at 15:06 #644986
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    ekki spurning, marg reynt. Reyndar betra að hafa skúffuna neðaná, en það er nú eignlega ekki alveg rökrétt í okkar tilfellum. En eru ekki einhver issue með að sjóða í steyptan köggulinn á svona hásingu?

    Hvar er það sem hásingin bognar? Eru það rörin sjálf?

    Þekki þetta nú ekki sjálfur enda með alveg gríðarlega öflugar Hilux hásingar undir hjá mér, sem drífa alveg út í sjoppu og til baka án þess að bogna :)

    kv
    Rúarn





    02.04.2009 at 15:19 #644988
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Skúffa ofan á sýnist mér vera besta lausnin – þ.e.a.s. ef pláss leyfir og hún rekst ekki í neitt við mestu fjöðrun. Hvort hún er einbeygð, tvíbeygð eða þríbeygð ætti ekki að skipta miklu máli varðandi styrkinn svo lengi sem hún er samhverf yfir öxulmiðjunni.
    Svona offset flatjárn eins og miðtillagan sýnir er vond lausn því að kraftur frá lóðréttu höggi undir hjól myndi leiða til beygjuátaks á ská fram á við. Skárra væri þá ef lóðrétta flatjárnið væri haft ofan á miðju rörinu.

    Ágúst





    02.04.2009 at 15:24 #644990
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Það lagðist eitthvað illa í blessaða hásinguna að fleyta kellingar á 90 km hraða á Langjökli. Það voru rörin sem bognuðu svona hressilega, bæði afturdekkin hölluðu um 1.5°.
    Ég hef engar áhyggjur af því að sjóða í pottjárnið. Ég var með A-stífu fjöðrun á bognu hásingunni sem ég sauð í drifkúluna, galdurinn er að sjóða svona u.þ.b. 1 cm í einu og leyfa að kólna á milli, með því móti þá hitnar efnið ekki mikið, en ef það gerist þá springur suðan um leið og þetta fer eitthvað að kólna þar sem pottjárnið og efnisplatan kólna mishratt. Ég notaði bara MIG suðu í þetta. Það sér ekki á stífufestingunum þrátt fyrir að ég hafi ekkert verið að hlífa þessu. Helsti gallinn var hvað þessi fjöðrun var leiðinlega laus í sér, það er nú ein af ástæðunum fyrir því að ég er að smíða þetta allt upp núna.
    .
    Maggi, áttu fleiri myndir af þessari styrkingu, þá er ég að pæla aðallega í því hvernig frágangurinn er í kringum driflokið. Það er viss kostur fólginn í því að geta opnað það eftir þörfum.
    .
    Hvort ætli sé betra, rör og plötur eins og á myndinni sem Maggi setti inn, eða bara beygð skúffa úr 3-4 mm efni? Hásingin er 70 mm í þvermál.
    .
    Varðandi Hilux hásingar þá… átti pabbi gamli vænan Isuzu sem var búinn Chevy 350, 44" dekkjum og skælbrosandi Hilux framhásingu :)
    .
    kv Kiddi





    02.04.2009 at 17:09 #644992
    Profile photo of Þórir Gíslason
    Þórir Gíslason
    Participant
    • Umræður: 40
    • Svör: 353

    Þið eruð aðeins á villigötum ,
    Málið er að setja Dana 60 Hásingu undir tækið
    hafa stífufestingar og samslátt sem næst hjólunum og málið er dautt.
    Vandinn er að hásinginn bognar út og suður við að
    sjóða í hana og verður alveg jafn þúng og 60 hásingin auk þess eru 60 hásingarnar til í
    mörgum þíngdar flokkum eftir því hvað þær eru ætlaðar firir mikinn burð.
    Baráttu kveðja Þórir.





    03.04.2009 at 09:30 #644994
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    Það sem beygir hásinguna þegar jeppi fleytir kerlingar á 100km hraða + eftir öldóttum jökli er fyrst og fremst hreyfiorkan sem miðjan í henni sjálfri hefur. Þó samslátturinn sé vel staðsetur þá hefur það eingin áhrif á þann kraft. Eins skiptir litlu máli hvað þetta varðar hvort maður er með dana 27 eða 70 því þær eru allar ámóta sterkar til að bera miðjuna í sjálfri sér. Besta leiðin til að styrkja hásinguna hvað þetta varðar er að létta hana í miðjunni. Það er hægt að gera með léttari hlutföllum, (BackCut) álspúlum, álkögglum og ýmsu öðru dóti sem fæst í þetta í ameríku. Næst best er að styrkja hana, það er að segja setja styrkingu sem styrkir hásinguna gegn því að miðjan fari niður og fram. Ostakerinn þarf þá að vísa fram á við að neðan til að verka sem skildi og skúffan sem sett er ofan á hásingunni væri betur staðsett með u.þ.b 45° horni afturvísandi.
    kv guðmundur





    03.04.2009 at 11:34 #644996
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Hásingin hjá mér hallar um 20° í keyrslustöðu, til þess að það sé ekkert brot á neðri krossinum á drifskaptinu. Spurning hvort maður ætti þá að láta skúffuna halla eins og hásingin, s.s. 20° aftur?
    Síðan er næsta spurning, þ.e. úr hvað þykku efni best væri að smíða þetta, 3-4 mm?

    kv Kiddi





    03.04.2009 at 12:39 #644998
    Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson
    Kristján Arnór Gretarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 971

    Í hvaða átt bognaði hásingin hjá þér?





    03.04.2009 at 15:39 #645000
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Afturdekkin hölluðu inn að ofan





    03.04.2009 at 16:38 #645002
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    HA!…..ertu ekki eitthvað aðeins að skjóta þig í vömbina þarna með að staðsetning á fjöðrun skipti ekki máli, í eðli sínu er álag á rör minna eftir því sem fjöðrun er nær dekki hefði ég haldið þá meina ég að kraftur deilis meira á minni flöt og minni flöt er erfiðara að beyja en stærri ekki satt eða er ég eitthvað að misskilja þig?





    03.04.2009 at 16:50 #645004
    Profile photo of Hjörtur Már Gestsson
    Hjörtur Már Gestsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 478

    "Það sem beygir hásinguna þegar jeppi fleytir kerlingar á 100km hraða + eftir öldóttum jökli er fyrst og fremst hreyfiorkan sem miðjan í henni sjálfri hefur."
    .
    Er þetta satt?
    hreyfiorka sem svona drifmiðja er með (segjum að hún sé 50kg) er ekki merkileg.
    .
    Gefum okkur að bíll detti úr 1 m hæð, sem er nú slatti
    þá er hraðinn á draslinu 9.81m/s (miðað við enga loftmótstöðu).
    Hreyfiorka= 0.5m*v(íöðru) sem er þá
    0.5*50*9.81*9.81 = 2405.9 Joule.
    sem má svo (þar sem fallið er 1m) segja að sé 2405.9N kraftur. eða 250 kg (þeas kúlan verður 250 kg)… sem ætti ekki að vera nóg til að kengbeygja hásingu.
    .
    Svo má aftur fara í útreikninga á kraftinum út frá hröðuninni sem hásingin fær en fjöðrunin á nú að sjá til þess að hún verði ekki of mikil, eða skörp.
    .
    bara smá pæling :)





    03.04.2009 at 16:55 #645006
    Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson
    Kristján Arnór Gretarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 971

    Þegar bíllinn slær saman, er álagið lóðrétt, en ef þú myndir keyra með eitt dekkið ofan í skurð, þá er álagið einhverstaðar á milli þess að vera lóðrétt og lárétt.
    20° gætu verið ágætis millivegur, þó ég hallist frekar að því að hafa skúffuna í lóð.
    .
    Ég myndi reyna að sjóða skúffuna á mitt rör beggja vegna til skiptis, þannig að´hásingin sé bara að dragast í eina átt út af suðunni, og leiðréttis þegar soðið er hinum megin.
    3mm ætti að vera nóg, sérstaklega ef skúffan hallar upp í áttina að kúlunni.
    .
    Bogin hásing hefur ekkert með þyngd drifkúlunnar að gera. Kraftur af völdum bílsins er mörgum tugum sinnum meiri heldur en áhrif drifkúlunnar og dekk og felgur vinna líka á móti og jafnvel núlla kraftáhrif frá drifkúlunni, það er ekki hægt að trúa öllu sem stendur á netinu!





    03.04.2009 at 19:23 #645008
    Profile photo of Gunnar Már Guðnason
    Gunnar Már Guðnason
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 132

    Ég vinn sem vélvirki og þarf töluvert að spá í suðuspennum bæði í svörtu járni og ryðfríu.
    Okkur hefur reynst best að forspenna hlutinn örlítið, þá meina ég að beygja hásinguna um nokkrar gráður á móti suðunni, síðan stillir þú allt af og byrjar að sjóða í miðjunni og síður stutta búta sitthvoru megin á skúffunni út frá miðjunni.
    Þegar þú ert kominn út á enda báðu megin þá leyfirðu hásingunni að kólna og tekur hana síðan úr spennunni.
    Spennan þyrfti kanski að vera 2-5 gráður.
    Síðan er spurning hvort þarf að heilsjóða allt eða hvort svokölluð 50/50 suða er næganleg, þá síðurðu c.a 10 sm bút öðru megin og þá er samsvarandi bútur ósoðinn hinumegin og svo koll af kolli soðið og ósoðið sitt á hvað, en miðjan og endarnir eiga alltaf að vera soðið.
    Þetta minnkar suðuspennuna verulega.

    Vonandi veitir þetta einhverja hugmynd.
    Kveðja Gunnar





    03.04.2009 at 19:56 #645010
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    En hvernig er það ef ég sýð þetta bara í mörgum litlum strengjum… 1-2 cm í einu eða svo… verpist hásingin samt?





    03.04.2009 at 20:44 #645012
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    bara að sjóða öðru megin pakkaðu því svo inn og láttu kólna hækt þegar þetta er orðið kalt mældu á hve mikið hún hefur bognað og þá veist þú hvaða þú þarft að beygja hana mikið fyrir suðu á seinni helming, með þessari aðferð hef ég verið að ná þessu nánast 100% (ég geri mikin mun á 1-2mm) Er ekki að segja endilega að þetta sé besta aðferðin (veit það ekki) en þetta er einfalt og virkar og þú ættir að enda mjög nálakt lagi.





    03.04.2009 at 21:26 #645014
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Þegar ég gormavæddi framendann hjá mér þá setti ég smá skúffugrey ofaná hásinguna hjá mér. Sauð þetta bara smá í einu og beggja megin í einu, svona ca 5 cm og leyfði þessu að kólna vel á milli (enda ekki í neinni tímapressu) Notaði ekkert mikinn hita heldur. Sama gerði ég þegar ég sauð stífufestingar á, sem og styrkingarnar út við kúluliðina. Skúffuna heilsauð ég á til að hindra ryðmyndun inn í lokaða rýminu.

    Hvað sem öðru líður þá var að vottað í hjólastöðuvottorðinu síðastliðið haust að hásingin er bein. Sem ég er reyndar frekar hissa á miðað við öll stökkin og lætin sem greyið hefur fengið að þola í gegnum tíðina.

    Það má reyndar geta þess að þessi hásing kemur orginal með skúffu frá japan, undir langa rörinu.

    Rúnar.





    08.04.2009 at 00:16 #645016
    Profile photo of Grimur Jónsson
    Grimur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 1125

    Aulatrix sem ég hef notað, til að halda hlutum beinum við suðu, er að láta styrkingar passa 100% (snerta) áður en byrjað er að steikja. Ef svo er soðið þannig að ekki bráðni alveg í gegn þá heldur óbráðna efnið við. Þetta skilar náttúrulega ekki eins sterkri suðu og vel innbrennt.
    Með sama lögmáli(en öfugt, þannig séð) er hægt að spenna til með því að sjóða í bil þannig að bráðin dragi saman hluti.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 21 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.