FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Styrkja afturhásingu

by Valdimar Nielsen

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Styrkja afturhásingu

This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Freyr Þórsson Freyr Þórsson 23 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 16.04.2002 at 14:05 #191453
    Profile photo of Valdimar Nielsen
    Valdimar Nielsen
    Member

    Sælinú,

    mig langar að fá ráðleggingar í sambandi við að styrkja afturhásinguna á bílnum mínum. Þegar ég fór með hann í hjólastillingu tóku þeir eftir því að afturdekkin voru orðin útskeif um nokkra millimetra. „Ekki mikið“ sögðu þeir en „vert að hafa þetta í huga“. Og þetta hefur gerst á síðan á skírdag því þá fór hann í stillingu. Þetta er nú bara Suzuki þannig að þetta er nú engin Dana 60 en mér finnst þetta samt skrítið. Ég hélt að þetta væri einn af sterkustu hlutunum í bílnum.

    Anyway, þá vantar mig hugmyndir um hvað ég get gert til að koma í veg fyrir frekari Chaplinstæla. Ég man að fyrir þó nokkrum árum voru margir stærri bílar með stöng á milli nafana sem lá undir drifkúluna. Hvernig var það fest ? Á maður að skoða það eða láta sjóða styrkingu eins og maður hefur stundum séð. Þá liggur styrkingin fyrir aftan drifkúluna.

    Er eitthvað fleira sem ég get gert til að styrkja bílinn ? Ég tek það fram að ég hlífi bílnum ekki þegar þess þarf en ég held að ég sé nú samt enginn rosalegur böðull.

    Allar hugmyndir og reynslusögur vel þegnar.

    Kveðja,
    Valdi
    R-2613

  • Creator
    Topic
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)
  • Author
    Replies
  • 16.04.2002 at 14:34 #460470
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég lenti í svipuðu á gömlum 4Runner. Ég hef grun um að upphafið megi rekja til þess þegar ég lenti ofan í vatnsrás á leiðinni úr Jökulheimum um síðustu Hvítasunnu, um miðja nótt og á of mikilli ferð. Þá hefur hún líklega bognað aðeins og um leið komið einhver veikleiki í hana sem endaði í því síðar um sumarið með því að sprunga kom í hana. Þetta er semsagt hægt, örugglega hvort heldur er með smá óheppni eins og ég vil meina að hafi verið í þessu tilfelli, eða einhverjum böðulsskap (sem ég vil aftur á móti ekkert kannast við). Þá var mér ráðlagt að sjóða flatjárn undir hana til styrkingar, fella það einfaldlega að lögun hásingarinnar. Kæmu á ská frá kúlunni og út til hliðanna. En af því hún var bogin þótti of mikið mál að rétta hana auk þess sem hún hefði alltaf verið veikburða eftir þessar æfingar, þannig að ódýrasta og besta lausnin var að skipta um hásingu. Fyrir Runnerinn var fínt að setja Hilux hásingu sem er með sverara rör en eins að öðru leiti. Það er talsverður munur á hvað Hilux hásingin er sterkbyggðari þó innvolsið sé það sama. Ég geri mér því vonir um að brjóta ekki fleiri hásingar undir honum!!
    Kv – Skúli





    16.04.2002 at 15:12 #460472
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    á Hi-Lux 1983 rör að aftan og framan sem ég get selt afturrörið á5000kr framrörið á 7000kr með liðhúsum án liðhúsa á5000kr Gunnar Sighvatsson símar 567-1177 og 867-1950 kveðja gunstoy





    16.04.2002 at 15:32 #460474
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Þú getur látið styrkja rörið, láta sjóða utaná það, aða undir, flatjárn eða prófíla, svipað þeir gera í torfærunni. Þetta er töluvert algengt á framhásingum, sérstaklega á stóru Krúsunum og Pjattrollunum.

    Þá er gott að tryggja að samsláttarpúðarnir séu næjanlega mjúkir og langir (til að minnka höggin sem geta komið í hásinguna).

    Þessar stangir (eða ostaskerar) sem menn voru með hér á árum áður geta einnig gert gagn ef vel er frá þeim gengið (festingarnar soðnar á rörið). Almennt held ég þó að þau hafi aðalega flokkast undir skraut og óþarfa þyngd, þar eð festingunum var ábótavant.

    Kveðja
    Rúnar





    16.04.2002 at 17:15 #460476
    Profile photo of Valdimar Nielsen
    Valdimar Nielsen
    Member
    • Umræður: 31
    • Svör: 253

    Ég þakka góð ráð og hvet fleiri til að breiða út þekkingu sína á málinu. Ég hallast mest að "torfærustyrkingunni".
    En mig langar að heyra meira um samsláttarpúða. Það eru bara aumingjaleg c.a. 2ja tommu píramídalaga gúmmí inní öllum gormunum sem gera sjálfsagt lítið nema í malbiksakstri. Þau eru sjálfsagt alltof lítil fyrir höggin sem þau verða fyrir þegar maður keyrir í ósléttu landslagi. Eru einhver sérstök gúmmí sem þið mælið með að ég noti ? Á ég að setja þau þar sem gömlu gúmmíin eru eða mixa einhverjar festingar annarsstaðar ? Hvað á að vera mikið bil frá hásingu/klafa uppí gúmmí ? Ég hef séð suma jeppa með bara örfáa sentimetra á milli.

    Kv, Valdi





    16.04.2002 at 17:39 #460478
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Bestu púðar sem ég hef séð eru cruser púðar og fást á einhvern 5000 kall eða svo. Ég veit þó ekki hvort þeir passa fyrir súkku en þeir leggjast saman um meira en helming. Þetta með styrkinguna þá er þetta gert eins í rally og torfæru, sem sagt sjóða flatjárn aftan og neðan á hásinguna bara að passa að hún vindi sig ekki við suðuna.





    17.04.2002 at 00:25 #460480
    Profile photo of Önundur Jónasson
    Önundur Jónasson
    Member
    • Umræður: 7
    • Svör: 28

    Ég myndi hallast á samsláttarpúðana frá Bensanum þeim er oft líkt við michelin kallinn þeir eru í 3lögum og holir að innan og mjög fyrirferðarlitlir .Bara að passa að þeir setjist á góðan bolla og þú verður bara að reykna það út hversu mikið bilið á að vera miðað við demparalengd það helsta sem samsláttarpúðar eiga að gera er að passa að demparar slái ekki saman ,ef það skeður eru þeir ónítir þó að samsláttarpúðar séu líka notaðir sem hluti af fjöðrunarkerfi á breyttum bílum eru þeir fyrst og fremst vörn fyrir dempara .





    17.04.2002 at 00:27 #460482
    Profile photo of Önundur Jónasson
    Önundur Jónasson
    Member
    • Umræður: 7
    • Svör: 28

    Púðarnir sem ég nefndi hér í póstinum á undan fást bæði í bílanaust og hjá Benna veit ég og eflust á fleiri stöðum.





    17.04.2002 at 08:36 #460484
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Bognar hásingar er eitt af því sem fylgir því að vera með breiðar og útstæðar felgur. Þegar ég breytti mínum bíl að aftan, þá færði ég samsláttarpúðan nær hjólinu þannig að fjarlægð frá samsláttarpúða að miðju hjóli er sviðuð og á óbreyttum bíl.

    Ef það er pláss til þesss að færa samsláttarpúðann út fyrir gorminn, þá myndi það hjálpa mikið til. Það er líka til bóta að nota eins innvíðar felgur og hægt er að koma fyrir, og að hafa breiddina innan skynsamlegra marka.





    18.04.2002 at 09:53 #460486
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Bæði Benni og Arctic Trucks selja samsláttarpúða sem líta út eins og nokkrir gúmmíhringir fastir saman. Pabbi hefur svona í Land Cr.(1950 kg.). Þeir svínvirka, minnka öll högg og gera bílin stöðugri.

    Freyr





  • Author
    Replies
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.