This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Freyr Þórsson 22 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Sælinú,
mig langar að fá ráðleggingar í sambandi við að styrkja afturhásinguna á bílnum mínum. Þegar ég fór með hann í hjólastillingu tóku þeir eftir því að afturdekkin voru orðin útskeif um nokkra millimetra. „Ekki mikið“ sögðu þeir en „vert að hafa þetta í huga“. Og þetta hefur gerst á síðan á skírdag því þá fór hann í stillingu. Þetta er nú bara Suzuki þannig að þetta er nú engin Dana 60 en mér finnst þetta samt skrítið. Ég hélt að þetta væri einn af sterkustu hlutunum í bílnum.
Anyway, þá vantar mig hugmyndir um hvað ég get gert til að koma í veg fyrir frekari Chaplinstæla. Ég man að fyrir þó nokkrum árum voru margir stærri bílar með stöng á milli nafana sem lá undir drifkúluna. Hvernig var það fest ? Á maður að skoða það eða láta sjóða styrkingu eins og maður hefur stundum séð. Þá liggur styrkingin fyrir aftan drifkúluna.
Er eitthvað fleira sem ég get gert til að styrkja bílinn ? Ég tek það fram að ég hlífi bílnum ekki þegar þess þarf en ég held að ég sé nú samt enginn rosalegur böðull.
Allar hugmyndir og reynslusögur vel þegnar.
Kveðja,
Valdi
R-2613
You must be logged in to reply to this topic.