Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Stýristjakkur og 44″ .
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarni Gunnarsson 22 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.08.2002 at 16:53 #191641
Góðan daginn,
nú er ég í vandræðum ! JAKINN er búinn að vera mjög leiðinlegur í stýri undanfarinn mánuð. Hellvítis Jeppastælar í honum en yfirleitt hefur hann verið sem fólksbíll í stýri. Ég er alltaf á 44″ dekkjum en þau eru orðin slétt (ónýt). Nú er jég að spá í stýristjakk en vantar vit um valið.
Með fyrirfram þökk og von um smá hjálp Hjörtur og JAKINN.
ps. Veit einhver um þokkalegan 44″ gang á þokkalegu verði? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.08.2002 at 22:01 #462722
Sælir báðir tveir.
Er ekki lang líklegast að að dekkjunum sé um að kenna ef það er kominn ráseðli í JAKANN? Það held ég. Nema að hann sé kominn á gelgjuskeiðið og sé farinn að horfa í kringum sig. Svona langur bíll ætti alltaf að vera stöðugur og fínn í stýri ef allt er í lagi. Ég lenti reyndar sjálfur í því um daginn á mínum fjallabíl að það var komið smá slit í boltana sem halda stífunum að aftan. Við að skipta um þá varð hann allur annar í stýrinu. En með tjakk, þá mæli ég með Stál og stönsum. Var með tjakk þaðan í gamla bílnum mínum og hann reyndist sérdeilis vel. Var náttúrulega smíðaður eftir máli bílinn. Lak aldrei og var í alla staði til friðs.
Með kveðju,
Emil
08.08.2002 at 22:09 #462724Miðað við lýsingarnar á bílnum þínum þá vantar þig ekki neitt annað heldur en sýristjakk. Það ætti nú ekki að vera mikið mál að setja hann í. Það eru örugglega flest breytinga verkstæði sem geta gert það fyrir þig. Mín reynsla af svona tjakk er að hann hefur mikið að segja. Ég var með tvo stýris-dempara í bílnum hjá mér til að halda honum á veginum á 44". Eftir að ég setti tjakkin í, þá tók ég annan demparan úr. Það var mikill munur á bílnum í stýrinu. Reyndar er það alltaf svoleiðis að slitin 44" dekk eru hræðileg að keyra á. Þó svo að þú sért með tjakk. Það er bara annaðhvort að setja ný dekk undir, eða keyra á þessum slitnu, og reyna að hindra sjálvirka akreina skiptirinn. Ég var reyndar á hræðilega slitnum 44" dekkjum í fyrra sumar. Ég prófði þá bara að keyra á þeim loftlitlum, þar sem mér var skítsama um þau. Það hjálpaði mikið að hleypa vel úr þeim. Reyndar dró það svolítið úr krafti og eyðslan jókst aðeins. En þú ættir að vera með nógan kraft. Það er smurt vel á þessa tjakka. En þú átt að geta fengið efnið í svona tjakk undir 8þús kalli. Ég hef samt heyrt að það sé verið að selja þetta á 20 – 25 þús með slöngum.
09.08.2002 at 01:10 #462726Sælir strákar,
þakka ykkur fyrir en nú var ég að hugsa einhverja andskotans vitleysu mig vantar ekki neinn TJAKK ég er með öflugan stýristjakk úr Landvélum. Nei ég átti við Stýris-dempara !!! Jú ég er að keyra á ca 7 pundum til að komast upp fyrir 70 km, af því að þau eru ónýt þá leyfi ég mér það en þá er líka gott að getað pumpað í þau þegar upp fyrir múrinn er komið. Ég er búinn að skipta út stýrisendum á millibilstöng sem komið var slit í, því hann lét aldrei svona nema eitthvað væri að. Nei ég var að spá í hvort ég þyrfti ekki eitthvað öflugri eða eitthvað, Dempara út af svona stórum dekkjum og hvort ég losnaði ekki við þetta í eitt skipti fyrir öll ?
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
10.08.2002 at 13:51 #462728Jæja strákar hvaða dempara á ég að setja í bílinn, þarf ég að taka mið af slaglengd og sverleika líka hlítur að vera. Ég fór nefnilega í Bílanaust og var að skoða Koni dempara fyrir Patról og mér fannst þeir bölvaðir ræflar.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
10.08.2002 at 14:39 #462730Sælir félagar
Ef þig vantar dempara í græjuna mæli ég með stýrisdempara úr 303 M.Benz (standart) rútu og þá helst stillanlegum Koni sem hafa komið vel út í þessum rútum og hafa líka verið mixaðir í Econoliner með góðum árangri. Trúlega veitir ekki af svona dempara í þann hvita svo hann verði til friðs.
Kveðja Hlynur R2208
11.08.2002 at 20:42 #462732
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Í flestum tilfella þarf ekki stýrisdempara ef maður hefur stýristjakk vegna þess að tjakkurinn virkar með olíuflæði í sílender stimpil er þar inni.Svo að þar hefur bílinn fengið mótvægi við smá hreifingum. Svo að ef þú hefur vandamál með slátt á dekkjum er það yfirleitt vegna þess, að einhvern staðar missir hjólabúnaðurinn miðflóttaafls ballans. Og þegar að dekkin eru orðinn svona slitin þá getur verið að það sé slitinn vír eða loftbóla í gúmminu, slit í stífufóðringum sem valda röngum spindilhalla og svo er spurning um að það sé komið slit í stýrissnekkju eða stýrisdælu sem veldur ákveðnu fríslagi í tjakk og snekkju þar sem þetta vinnur á móti hvort öðru,þar sem stýrisnekkja er vanalega ekki gerð fyrir tjakk, þarf hún meira flæði fyrir tjakk en áður,og þarf að auka flæði dælunnar og kjælingu líka.
Kveðja Krakkinn
12.08.2002 at 23:37 #462734Er hann ekki bara með "jeppaveikina"?
þeas. allt fer á af stað á 60-70kmh.
Slit í skástýfufóðringum hjá mer gerðu allt vitlaust, sama hvort var á 33" eða 38" ."Því mjórri stýrisdempari, því minna þarf til þess að hreyfa bauluna í stýrisdempara."
Og þess vegna væru orginal stýsdemparar í flestum tilvikum bestir….
Var mer sagt!Kv Player1
14.08.2002 at 12:30 #462736Ég held að stýrisdempari hjálpi lítið í þessu tilfelli. Ég er á 44" (Super Swamper) með minni gerðina af stýristjakk og engan stýrisdempara og ég verð aldrei var við að bíllinn hegði sér illa nema þegar það er slit í einhverju. Það þarf oft ótrúlega lítið slit í stífufóðringum eða stýrisendum til að akstureiginleikarnir fari fjandans til.
Kv.
Bjarni G.
20.08.2002 at 01:45 #462738Sælir strákar,
takk fyrir allar ábendingar þær eru bæði í senn oft mjög gagnlegar og ekki síst skemtilegar og koma oft þær hugmyndafluginu af stað. Ég var á leið úr bænum og kom við á bensínstöð í Mosfellssveitinni, sá þá Scoutinn hann Ægis og röllti þangað var þá sonur hanns hann Elvar á bílnum og barst þá þessir Jeppastælar til tals og sagði hann að þeir væru búnir að setja 5 mm skinnur undir gormana í efri spindlunum í tveim bílum (dana 60) og væru góðir síðan, auka þrístinginn á kóninn. Þeir renndu fyrir mig skinnur sem ég setti svo undir gormana og varð hann eins og fólksbíll í stýri aftur. Loksins. Einnig talaði Ægir um það að hann þyrfti að skipta út tjakkgúmíum ca tvisvar á ári, því þau kæmu þessu líka að stað. En Bjarni ef maður setti stýrisdempara líka myndu þeir ekki þola smá slit mikið lengur?
Kærar þakkir og kveðja Hjörtur og JAKINN.
20.08.2002 at 13:58 #462740Sæll, jú stýrisdempari minnkar örugglega slit á öllum stýrisganginum, en ég hef ekki trú á að hann bæti aksturseiginleikana neitt að ráði meðan allt er í lagi.
Bjarni G.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.