Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Stýristjakkur hilux/4runner – bora í maskínu!
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Atli Eggertsson 16 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
15.09.2009 at 00:32 #206253
Hvar finn ég á netinu leiðbeiningar um það hvernig maður á að bora þessa stýrismaskinu á 4Runner/Hilux svo maður geti tengt stýristjakk?
kv. Atli E.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.09.2009 at 09:39 #65741615.09.2009 at 18:45 #657418
Takk fyrir þetta.
Gagnleg síða.
Er það ekki rétt munað hjá mér að Bazzi hafi skrifða pistil um það hvernig ætti að auka afköst dælu og hvernig væri best að bera sig að við þessa hluti?kv. Atli E.
15.09.2009 at 19:14 #657420En ég spyr, þarftu eitthvað tjakk?
Ertu ekki "bara" á 38"?Blaðfjaðrabílarnir þurftu tjakk, til að verja hrútshornið. Sumar Dana 60 framhásingar þurfa tjakk vegna lögunarinnar á liðhúsinu (liðhúsið of veikt fyrir ofanáliggjandi stýrisarm). Annars held ég að menn séu oft að ofmeta þessa tjakka.
Sjálfur skemmdi ég dæluna hjá mér þegar ég ætlaði að bora hana út

Rúnar, á 44" og með tjakk.
15.09.2009 at 19:40 #657422Já, það er nú það!!!
Málið er að ég þarf að koma í veg fyrir jeppa-veiki. (alveg nóg og léttur í stýri)
Hann er ekki 100% laus við þetta helv… á 38" (er reyndar frekar réttur að framan = ekki innskeifur).
Á 44" er hann alveg ókeyrandi vegna þessa fjanda.Ég er ekki með nýja stýrisenda, spindillegur og fóðringar, en þó að ég skipti um það allt núna, þá verður eftir nokkra mánuði komið slit í þetta aftur og allt komið í sama horfið aftur. Ég nenni bara ekki að vera með þetta drasl alltaf í höndunum.
Mér er sagt að við það að setja stýristjakk á milli hásingar og millibilsstangar, þá ætti þetta að verða til friðs.
Ég hef nátturlega ekki reynslu af þessu, en trúi því bara að þetta verði töfra-lausnin.Hefur þú aðra reynslu af þessu Rúnar?
Kv. Atli E.
15.09.2009 at 20:00 #657424Þeir hjá SS Gíslassyni geður þetta fyrir mig Atli, bjallaðu í þá.
15.09.2009 at 20:07 #657426Takk fyrir það Ofsi, en sérvitringar eins og ég þurfa að gera allt sjálfir 😉
16.09.2009 at 20:58 #657428Takk fyrir samtalið í gær, Rúnar.
Ég hrúaði 2 dempurum á stýrisganginn áðan og það bar góðan árangur, fæ allavega ekki fram svaka jeppa-veiki.Mig langaði til að spyrja þá sem eru með tjakk hvort þeir væru að lenda í því sama og Rúnar var að tala um að vökvastýrisdælan hefði hreinlega ekki við bæði tjakk og stýrismaskínu með tilheyrandi hnökrum.
Einnig langar mig að vita hvað tjakkurinn er ca. sver hjá mönnum, s.s. bæði utanmál á tjakk og tjakkstöng.
kv. Atli E
19.09.2009 at 13:55 #657430Tjakkstöng 16mm og tjakkurinn 40mm þvermál.
Kv. Sigurþór
23.09.2009 at 18:45 #657432[quote="Atli":3kcdup77]Takk fyrir samtalið í gær, Rúnar.
Ég hrúaði 2 dempurum á stýrisganginn áðan og það bar góðan árangur, fæ allavega ekki fram svaka jeppa-veiki.Mig langaði til að spyrja þá sem eru með tjakk hvort þeir væru að lenda í því sama og Rúnar var að tala um að vökvastýrisdælan hefði hreinlega ekki við bæði tjakk og stýrismaskínu með tilheyrandi hnökrum.
Einnig langar mig að vita hvað tjakkurinn er ca. sver hjá mönnum, s.s. bæði utanmál á tjakk og tjakkstöng.
kv. Atli E[/quote:3kcdup77]
Ég og félagi minn losnuðum við jeppaveiki úr 44" 4runner með því að sjóða styrkingu milli grindarbita undir mótor (klafabíll sem við settum hásingu undir) prufuðum allskonar stýrisdempara sem varla minnkuðu veikina en ein stöng á mill grindabita og veikin gjörsamlega hvarf
23.09.2009 at 20:53 #657434Var að spökulera…
Eru sömu þverstífufóðringar á þessari hásingu og er í 80’krúsernum? Minnir að menn hefi verið að tala um að þessar hásingar séu frægar fyrir að vera til vandræða og það gæti þýtt að fóðringarnar séu bara orginal lélegar. Ódýr aðgerð að skipta endunum út á stífunni fyrir 80 krúser enda.
26.09.2009 at 23:51 #657436Laus við jeppaveikina.
Töfraorðið var að setja stýrisdempara á millibilsstöngina, festan með stýrisendum. Gúmmí dugðu ekki til að losna alveg við sjúkdóminn.
kv. Atli E.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
