This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Pétur Blöndal Gíslason 22 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Sælir strákar, nú er ég að fara að bæta á ljósabúnaðinn og það er eitt sem ég er að velta fyrir mér. Stýriskastararnir flottu sem krómglampa á öðru hverju jeppaþaki, til hvers eru þeir? Sjálfan dauðlangar mig að skella einum svona á en ég sit hálfpartinn uppi með spurninguna : „Til hvers“? Besta útskýringin sem ég hef heyrt hingað til var sú að svona kastara ætti að setja hægra megin aftarlega, og þá væri hægt að beina ljósinu á vegkantinn í slæmu skyggni, sem og að nota þetta sem vinnuljós. Er þetta nærri lagi? Eigendur svona ljósa eru vinsamlegast beðnir um að sannfæra mig um gildi þessara 50 @þúsund króna ljósa.
Þúsund þakkir fyrir gagnlegt spjall.
kveðja
Haukurinn
You must be logged in to reply to this topic.